Vikan


Vikan - 07.11.1974, Qupperneq 10

Vikan - 07.11.1974, Qupperneq 10
T Ertu að byggja? Þarftu að bæta? Dósturinn Myndlista- og handiða- skóli islands Kæri Póstur! Mig langar til aö spyrja um ör- fá atriöi varöandi nám, sem kall- ast teiknikennsla og vonast eftir svari fljótt, þó aö ég spyrji seint. Spurningarnar eru: 1. Hvaöa menntun þarf maöur til þess aö kenna, fyrir utan sjálfa teikninguna? 2. Hvaö þarf maöur aö hafa i þeim fögum I minnsta lagi? 3. Hvaö tekur námiö langan tima i heild? 4. Er þá hægt aö læra á kvöld- námskeiöum, án þess aö lengja timann? 5. Hvenær byrjar skólinn venju- lega? 6. Er hann allt áriö? 7. Hvernig fara tviburar (karl) og nautiö (kona) saman? Ég vona, Póstur minn, aö þú svarir eins vel og þér er unnt. Og hvaö lestu úr skriftinni? Teiknikennarar útskrifast eftir 4 ára nám i Myndlista- og hand- iöaskóla tsiands, og þar fengum viö eftirfarandi upplýsingar: Inntökuskilyröi eru 16 ára ald- ursiágmark og gagnfræðapróf eöa samsvarandi menntun. Auk þess þarf aö þreyta inntökupróf, sem fer fram I skólanum I byrjun júni ár hvert. Námiö tekur 4 ár. Fyrri 2 árin eru allir nemendur skólans sam- an i forskólanámi. Þar eru kennd- ar ýmsar listagreinar, listasaga, teiknun,, málun o.s.frv., en auk þess islenzka og enska. Eftir for- skólanámiö skiptast nemendurnir i hinar ýmsu sérnámsdeildir, og þeirra á meöal er teiknikennara- deild. Skólinn byrjar alltaf 1. október og starfar út mal. Þetta er dagskóli, og þaö er kennt frá kl. 9 tii 4 eöa 5 á daginn. Kvöld- námskeiö geta ekki komiö i staö dagskólans. Þaö er dálitiö undir nautinu komið, hvort sambúö viö tvibura blessast, þaö veröur aö vera til- búiö aö gefa eftir. Skriftin bendir til hlédrægni. Svar til Klöru Rosemary Pósturinn vill helzt ekki þurfa aö svara bréfum, sem hann má ekki birta, enda er þitt bréf full- komlega birtingarhæft. Hér færöu samt svariö: Þiö vinur þinn fariö greinilega ekki rétt aö, en þar sem ég hef ekki hugmynd um, hvernig þiö fariö aö, get ég litiö hjálpaö. Mér segir þó svo hugur, aö þú sért hálfs hugar og hann hugsi aftur á móti fyrst og fremst um sjálfan sig, og þá veröur út- koman aldrei góö. Samlif karls og konu veröur aldrei gott, nema þau leggi sig bæöi fram, losi sig viö óþarfa hömlur og gefi sig heils hugar. Ef þú telur þig t.d. þurfa lengri tima, þá segöu honum þaö strax, þaö veröur erfiöara siöar. Þú segir, aö rétt mál stúlku sé sama mál um brjóst og mjaömir. Þaö kann vel aö vera, en hún er nú ekkert dauöadæmd, þótt þaö skakki nokkrum sentimetrum. Jómfrúin, vogin og fiskarnir eiga bezt viö nautiö. Or skriftinni má iesa létta lund, sem er meira viröi en ýmsar aörar lyndiseinkunnir. Stafsetningin er ekki fullkomin, en Pósturinn hefur sannarlega séö þaö svartara. Hins vegar geta, hvorki ég né aörir lesiö greindar- visitölu fólks út úr bréfi, þú vcröur aö láta sálfræöing um slikt. Karlmannafe guröar- samkeppni! Halló Póstur minn, krútti-púttl! Loksins kem ég mér að þessu skrifelsi. Og þá er bezt aö láta dynja á ykkur spurningarnar. 1. Hvaö þýöir nafniö Brynjólf- ur? 2. Er Roy Rogers dáinn? 3. Hvaö finnst þér fallegasta kvenmannsnafniö á tslandi? 4. Hvaö er hámarksaldur Lassl- hunda? Jæja, ég ætla I leiðinni aö þakka fyrir sögurnar I Vikunni — þetta er ekki smjaöur! Handan viö skóginn er stórfln saga, og ætli endi ekki með þvl, að Rósa finni sjálfa sig. Skuggi er mitt uppáhaldsefni, og ekki mundi saka aö fá einhvern góöan þátt um ungbörn, ég er sólgin I þau. Já, drlfiö ykkur nú að koma meö karlmannafeguröarsamkeppni, og dæmiö meira (please) eftir vextinum heldur en andlitinu, og svo megiö þiö hafa allrlfleg verö- laun. (Ég er svo rausnarleg sjálf og ætlast til, að aörir séu þaö.) Ahaha. Svo er ég aö endingu alveg sammála ungum manni, sem skrifaöi ykkur um daginn, og segi llka: Herinn burt! Hvað lestu svo úr skriftinni, og hvernig er staf- setningin, og hvaö er ég ung? Bless, bless, Kameljómfrúin. 1. Brynjaöur úlfur. 2. Sprelllifandi þaö ég bezt veit. 3. Fimmsumtrlna. (Þaö er a.m.k. frumlegt, ekki satt?) 4. Ég hef frétt, aö þeir veröi ekki eins langllfir og aörir hund- ar, en beröu mig samt ekki fyrir þvi. Viö crurn lika sólgin I ungbörn og jafnvel stór börn lika. Flettu upp á bls. 44, krútti-pútti, og vittu, hvaö þú finnur. Skriftin bendir til þess, aö þú sért kát og f jörug kona og vitir þar aö auki fjarska vel, hvaö þú vilt. Stafsetning I ágætu lagi. Þú ert ekki deginum eldri en fimmtán ára og fjögurra mánaöa. Bless, bless. 10 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.