Vikan


Vikan - 07.11.1974, Síða 15

Vikan - 07.11.1974, Síða 15
Smásaga eftir Nelson Algren LINN HSIONSTRÆTI og hengdi harmonikuna á örugg- an staö. Roman læddist berfættur á siöu nærbuxunum, sem mamma hans haföi saumaö handa honum snemma um haustiö, læddist aö forstofudyrunum. Allir i húsinu voru sofandi. Gluggarúöurnar voru hélaöar, og þaö var kalt inni, og Roman opnaöi dyrnar gæti- lega. Allir sváfu, og frammi á gangi blakti dauf gastýran. Þaö var engan aö sjá, engan. Fólkiö svaf, og Roman leit á bak viö huröina og skalf, og þaö var ekki eingöngu úr kulda. Enginn, ekk- ert var sjáanlegt alla nóttina. Hann fór l rúmiö aftur og baöst fyrir i hljóöi, þangaö til hann heyröi, aö móöir hans var komin á fætur. Þaö var þó ekki fyrr en hún var búin aö kveikja upp i kolamasklnunni frammi i eld- húsi, aö hann byrjaöi aö klæöa sig. Hann sneri baki I eldavélina og sagöi móöur sinni frá þvi, sem hann haföi heyrt um nóttina, en hún sagöi ekki neitt. Tveimur dögum seinna kom faöir hans heim, og hann var ekki meö harmonikuna. Hvort hann haföi selt hana eöa týnt henni eöa lánaö hana skipti ekki máli. Nema hvaö konan hans leit á þetta sem eins konar fyrirboöa. Hún haföi fundiö þaö á sér, aö breyting var i aösigi, sagöi hún. Hana^ haföi dreymt fyrir þessu. Hana' dreymdi, aö ungur, ókunn- ur maöur stæöi i ganginum. Hann var drukkinn og hallaöi sér upp aö veggnum, og þaö var storknaö blóö á skyrtunni hans og á hönd- unum. Hún vissi, eins og raunar öll Orlovfjölskyldan, aö vansælt dáiö fólk kemur aftur. Þaö kemur til þess að vara við eöa hugga eöa verja sig eða iörast. Þaö kemur til þess aö öölast frið eöa hefna sin. Allan þennan dag stóö hún yfir rjúkandi pottunum, og hún fór yfir það i huganum, hverjir henni nákomnir væru dánir. Einn frændi hennar haföi t.d. drukkiö, og bróöir hennar kom heim úr striðinu og dó siöan. Faöir hennar og móöir höfðu dáiö, áöur en hún gifti sig. Meira var það nú ekki. Um kvöldiö fór htjn og bankaöi upp á hjá frú Zolewitz. Frú Zolewitz sat þegjandi um stund, þaö var engu likara en hún heföi átt von á henni. „Þaö er dálitiö sem húseigand- inn vill ekki, að viö segjum nýjum leigjendum frá”, sagöi hún, „ekki of fljótt aö minnsta kosti. Þannig er, að ungur maöur bjó hér i þessu húsi, einmitt iibúöinni ykk- ar. Hraustur, ungur maöur og fallegur. En hann var veikur, veikur I höföinu, veikur af drykkjuskap. Hreinræktaöur syndari. Hérna bjó hann ásamt konu, og þau voru ekki einu sinni gift. Hún vann, en hann geröi aldrei handtak. En þaö út af fyrir sig breytti engu og ekki heldur áfengiö. Nei, ógæfan var fólgin I þvl, aö þau voru ógift. Svo var það á gamlárskvöld, aö hann kom heim af bjórstofunni, og allt i einu, upp úr þurru, byrjaöi hann aö lemja konuna. Hann lamdi hana, þangaö til öskur hennar uröu aö snökti. Siöan rann" snökt hennar út i ekki neitt. Þessi ungi maöur var naut sterkur og viniö haföi gert hann vitstola. Eftir aö snöktiö hætti heyröist ekkert. Ekki stuna, þangaö til næsta morgun, aö lögreglan kom meö miklum bægslagangi. En þaö var ekki til neins aö vera meö þessi læti. Ég heföi getað sagt þeim þar fyrirfram. Ungi maöurinn haföi hengt sig i klæðaskápnum. Þann- ig fæöir ein synd af sér aöra, og þau voru jöröuö hliö viö hliö, og þaö var enginn prestur viöstadd- ur”. Frú Orlov varönáföl... 1 henn- ar eigin klæöaskáp. „En þaö er ástæöulaust aö gera sér rellu út af þessu”, sagöi frú Zolewitz, „hann er ekki með nein illindi. Hann kemur aöeins til þess aö láta biöja fyrir sér á kristilegan hátt og ööl- ast friö. Biddu fyrir unga mann- inum, hann þráir frið”. Eftir matinn þetta sama kvöld sameinaöist öll fjölskyldan í bæn og pabbinn lika. Nú var harmo- nikan týnd, og bjórstofurnar uröu þvi aö komast af án hans. Þegar búið var aö biöjast fyrir, fór hann I rumið ásamt konu sinni eins og góöum eiginmanni sæmir, og eftir þaö heyröist ekkert bank. A hverju kvöldi baö f jölskyldan fyrir veslings unga manninum, og á hverju kvöldi háttuðu þau hjón- inofansama rúm, af þvi aö hann var búinn aö týna harmónikunni. Þá vissi gamla konan, að bankiö haföi verið góöur fyrirboöi, og hún skýröi prestinum frá þessu öllu saman, og presturinn bless- aöi hana. Hann kvaö þaö vera guös vilja, aö Orlovfjölskyldan skyldi meö bænum sinum létta þessu fargi af unga manninum og aö gamli Orlov skyldi eignast konu i staöinn fyrir harmoniku. Nú hélt hann sig oftast heima viö, af þvi músikin var horfin úr lifi hans, og er timar liöu varö hann húsvörður og meira aö segja sá bezti I öllu Noblestræti. Frú Zolewitz fór til prestsins og sagöi honum, hvern hlut hún heföi átt i þessu kraftaverki, og presturinn blessaöi frú Zolewitz lika. Þegar húseigandinn frétti, aö allir reimleikar væru horfnir úr húsi hans, þá færöi hann Orlov- ijöiskyldunní gjafir. Og þótt húsaleigan væri ekki alltaf greidd á réttum tima, þá sagöi hann ekki neitt, og presturinn blessaöi hann lika. Aö lokum borgaöi Orlovfjöl- skyldan enga húsaleigu, en I þess staö baö hún fyrir húseigandan- um. Og Teresa litla varö allt I einu mikilvægasta persónan I öllum bekknum, enda spurðist þaö fljótt, aö kraftaverk heföi gerzt heima hjá henni. Systir Maria Ursula sagöi, aö barniö liktist meira og meira dýrölingi meö degi hverjum. Upp frá þvl var engin i bekknum jafn dugleg aö læra og Teresa litla. Tviburarnir höföu lika fengiö 'tugboö um kraftaverkiö, og þeir •öu meira aö segja góöir vinir, u sér saman og voru I eins föt- um og lásu saman spurninga- kveriö. Hundurinn Udo vissi lika, aö blessun heföi hlotnast þessu heimili, því aö nú var hann ekki lengur laminn meö harmonik- unni. Það var aöeins ein sorgleg hliö á þessari annars heillavænlegu breytingu. Nú haföi aumingja Roman ekki lengur neitt rúm til þess aö sofa i. Pabbi hans var heima á hverri nóttu, eins og góö- um eiginmanni sæmir, og þess vegna varö Teresa aö sofa á milli tviburanna. Þannig vildi þaö til, aö næturn- ár I lifi Roman Orlov uröu ónæöis- samar. Hann varö aö sofa undir rúmi, og oftar en ekki brakaöi svo I fjöðrunum, aö honum varö ekki svefnsamt. Upp frá því eyddi Roman æsku sinni undir ööru hvoru rúminu, þvi að sjálfur haföi hann ekkert rúm til þess aö sofa I. A þessu gekk þangaö til hann varö sautján ára. Þá tók hann þaö upp hjá sjálfum sér aö sofa aö deginum til, svo hann þyrfti ekki aö sofa á nóttunni nema á næstu bjórstofu. Og einhvern veginn varð hann aö drepa timann, og hann tók upp þráöinn, þar sem faöir hans haföi oröiö frá aö hverfa. En hann haföi enga harmoniku sér til afsökunar, þaö var aöeins þessi vöntun á rúmi til þess aö sofa I. Og þegar svo bjór- stofurnar lokuöu, varö hann aö fara heim til sln. Þess vegna kall- aöi hann dögunina bitrustu stund sólarhringsins. Hann varö aö fara heim til sin, þó hann ætti hvergi heima. Er þetta fylliriisraus, eöa er þetta heilagur san"1 »kur? Ég get aðeins boriö um þaö, aö hann sagöi mér frá þessu eins og þaö væri satt, þótt hann drykki hvern tvöfaldan á fætur öörum. Og eitt er vist, aö sé Roman Orlov ein- hvers staöar nærri, þá ganga menn ekki að þvi gruflandi, hver sé mesti drykkjuboltinn I Divisionstræti. Faöir hans er nú kominn undir græna torfu og tvi- burarnir farnir út og suöur, en móöir hans stendur á þvi fastar en fótunum, að ungi maöurinn, sem bankaöi, hafi I raun veriö djöfullinn. Því aö án þess aö gera sér grein fyrir þvi, lét hún af hendi góöan son I skiptum fyrir einskisnýtan eiginmann. „Ég er aö drekkja orminum”,' segir aumingja Roman og talar ofan I glasiö sitt. „Hjálpiö mér aö drekkja orminum”. Býr djöfull- inn I einum tvöföldum, eöa er hann sá sem nagar og nagar alla nóttina? Eöa er hann hinn, sem bankar á köldum vetrarnóttum meö blóöiö storklö á hnúum, 45. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.