Vikan


Vikan - 07.11.1974, Qupperneq 19

Vikan - 07.11.1974, Qupperneq 19
Það er hollt að gráta —i hófi. Sálfræðingar telja nær öruggt, að tárin auðveldi lifið. Blygðist þið ykkar fyrir að gráta? bað ættuð þið ekki að gera. Grátur er mjög svo eðlilegur og einnig nauðsynlegur. Þetta á jafnt við um karlmenn sem kon- ur. Þvi miður er oft sagt við drengi: „Þú ert þó ekki að grenja eins og stelpa. Það er ókarlmann- legt að gráta!” Fullorðnum karl- manni leyfist þó að gráta, ef hann er aö fylgja barni sinu til grafar, og þegar móðir hans deyr. Gráturinn sýnir hve likaminn og sálin eru nátengd hvort öðru. Liði manni illa, fær maður útrás i tárum. „Tárin eru öryggisventlar særðra tilfinninga,” segja sál- fræðingar. Kona nokkur sagði frá eftir- tektarverðu dæmi um -þetta: Ég reifst heiftúðlega við vin minn. Þetta var allt tómur misskilning- ur, en við hreyttum út úr okkur andstyggilegum orðum. Ég reyndi að ná sáttum með þvi að láta undan siga, en það kom ekki að neinu haldi óg ég fór reið og særö heim. Heima settist ég á baðkersbrúnina, studdi mig við handlaugina og grét. Grét hátt og af heift. Þá hafði ég ekki grátið lengi. Ég hætti ekki að gráta fyrr en ég lyfti höfðinu og leit i spegil- inn. Kqnur, sem hafa grátið, lita ekki sérlega vel út — jafnvel þótt i flestum ástarsögum allra alda sé hinu gagnstæða haldið fram: „Tárin glitra i fögrum augum þlnum og falla niðúr' um vanga þér eins og perlur...” Þegar ég skæli þýðir ekkert að halda þvi fram, að augum I mér séu fögur. Ég held mig frekar við hina skýringuna: „Þegar mann- vera kemst i uppnám og getur ekki brugðizt við orsökum upp- námsins með öðrum hætti, taka tárakirtlarnir til starfa. Þeir krefjast svo mikillar orku, að uppnámið hverfur. Orsök upp- námsins verður áfram fyrir hendi, en manninum hefur létt mikið”. Og gráturinn hjálpaði mér. Þegar ég var búin að skæla i bað- herberginu, átti ég auðveldara með að hugsa rökrétt og fór strax að velta fyrir mér leið til þess að koma sambandi mínu og vinar mlns á réttan kjöl aftur. Þessi grátur ' konunnar var „æskilegur”. Hann hafði heilla- vænlegar afleiðingar. Þörf henn- ar fyrir tárin var svo mikil, að allur likami hennar grét með. „Óæskileg” eru hins vegar þau tár, sem mannvera — meðvitað eða ómeðvitað — stjórnar um- hverfi sinu með. Sálfræðingurinn Jens Corssen bendir I þessu sam- bandi á kvensjúkling sinn, sem beitti tárunum þegar fyrir sig, ef einhver ágreiningur kom upp milli hennar og manns hennar. „Það er ekki hægt að ræða mál- ið skynsamlega við hana,” kvart- aði eiginmaðurinn. Tárin voru greinilega vopn hennar til að koma fram vilja sinum. Hún vildi hafa betur i öllum deilumálum. Hún óttaðist, að alvarlegar sam- ræður, þar sem reynt væri að komast að skynsamlegum niður- stöðum um vandamálin, riðu hjónabandi hennar að fullu. Betri eru rök augu en maga- sár. Annar kvensjúklingur notaði tárin til þess að verða sér úti um blíðu elskhuga sins. Þegar henni fannst hann ekki auðsýna sér nægilega bliðu, fór hún að skæla. Og þá huggaði hann hana I faðmi slnum. „Fólk ætti að venja sig af slik- um „krókódilstárum”,” segir Jens Corssen. Fólk ætti lika að venja sig af þvi að gráta af sjálfs- meöaumkun, þvi að sllkur grátur hefur þann einan tilgang að fá aðra til að auðsýna meðaumkun. Þegar um slikt er að ræða, eru tárin heimskuleg lausn. Fólk sem grætur „krókódílstárum”, kann ekki að ráöa málum sinum til lykta á skynsamlegan hátt. Það kann ekki að gera meðbræðrum slnum skiljanlega liðan sina á eðlilegan hátt. í stað þess að segja: „Ég vil ekki hafa þetta svona,” er farið að gráta. Og þá virka tárin eins og viðkomandi sé hjálparvana — og það er slæmt. „Grátið þar sem það á við og þegar það á við,” segir Jens Cors- sen, „þegar þið eruð I uppnámi, þegar þið þurfið þess með, grátið af gleði, af harmi, af hrifningu, og hikið ekkí við að skæla, þegar ykkur liður illa. Það er betra að vera með rök augu en magasár.” Corssen segir einnig, að fólk eigi að sýna öðrum, sem allt I einu bresta I grát i kringum það, skiln- ing. „Það er ómanneskjulegt að gera gys að tilfinningum ann- arra,” segir Corssen. „Og munið, að ef einhver sýnir ekki tilfinn- ingar slnar, verður hann alltaf órétti beittur. Og það er ekki að undra, þvl að hvernig eiga aðrir að vita, hvað honum þykir miður og hvað betur, ef hann lætur það aldrei I ljós?” 1 samfélagi okkar er allt of mikið gert úr „sjálfstjórn”. Þeir, sem „hafa stjórn á sér” njóta að- dáunar fyrir hve „sterkir” þeir eru. Hinir, sem „bera sig illa”, eru taldir heldur litlir karlar. Látiö þetta engin áhrif hafa á ykkur! Látið tilfinningar ykkar i ljós! og munið: Fólk, sem segist aldrei gráta, er áreiðanlega miklu lokaðra og þvi líður verr en hinum, sem láta tilfinningarnar ráða og eru óhræddir við tárin.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.