Vikan


Vikan - 07.11.1974, Síða 23

Vikan - 07.11.1974, Síða 23
Gatsby hinn mikli — Gatsby? át Daisy eftir. — Hvaða Gatsby? Aður en ég gat svarað að hann væri nágranni minn, var tilkynnt að kominn væri kvöldverður. Tom Buchanan tók ákveðnu taki um handlegg mér og leiddi mig út úr stofunni, eins og hann væri að færa taflmann um reit. Kattm júkari hreyfingum gengu ungu konurnará undan okkur og tylltu höndunum létt á mjaðmirnar. Þær gengu fram i rósalitt eldhúsið og það var opið út i sólarlagið. Fjögur kerti stóðu á borðinu og flöktu i hægri golunni. — Af hverju kerti, — andmælti Daisy og gretti sig. Hún slökkti á þeim öllum með fingrunum. — Eftir tvær vikur er lengstur dagur. Hún leit á okkur og svipurinn ljómaði. — Kemur það fyrir ykkur að þið biðið eftir lengsta degi á árinu og missið svo af honum? Ég bið alltaf eftir lengsta degi á árinu og missi af honum. — Við ættum að gera eitthvað, sagöi ungfrú Baker og geyspaði, um leið og hún settist niður við borðið, likt og hún ætlaði að leggjast til svefns. — Allt i lagi, sagði Daisy. — Hvað eigum við að gera? Hún snei^i sér ráðþrota að mér. — Hvað gerir fólk? Aður en ég gat svarað leit hún skelfingaraugum á litla fingur sinn. — Sjáiðþið! kveinaðihún. — Ég hef brennt mig. Við gættum öll að þessu, — fingurgómurinn var með svörtum og bláum lit. — Það er þér að kenna Tom, sagði hún ásakandi. Ég veit að þú ætlaðir ekki að gera það, en þú gerðir það samt. Svona er að vera gift svona stórum og miklum klunna, dæmigerðum.... — Kallaðu mig ekki klunna, andmælti Tom einarður, — jafn- vel ekki i gamni. — Klunni! áreittaði Daisy. Stundum töluðu þær ungfrú Baker báðar i einu með allri hæ- versku og þótt kanvist mas þeirra snerist um alla heima og geima varð það aldrei að vanalegu blaðri: það var nákvæmlega jafn áferöarfagurt og hvitu kjólarnir þeirra og hin heiðriku augu þeirra, þar sem enginn vottur ástriðu varð fundinn. Hér voru þær komnar og þær umbáru okkur Tom og gerðu viðkunnanlega til- raun fyrir kurteisissakir að vera skemmtilegar eöa láta aðra skemmta sér. Þær vissu að innan skamms væri kvöldverðurinn á enda og skömmu siðar yrði kvöldið einnig á enda og liðið i aldanna skaut. Þetta var mjög ólikt þvi sem tiðkaðist vestur frá, þar sem menn vonuðu að hver ný stund kvöldsins færði þeim ein- hverja nýjung og voru þvi sifellt aö verða fyrir vonbrigðum, eða þá að stundirnar liðu i hreinum ótta og tortryggni gagnvart liðandi andartaki. — Þú talar þannig, að ég finn mig óviðræðuhæfan, Daisy, sagði ég, eftir að hafa drukkið tvö glös að fremur þurru en áhrifariku borðvini. — Getur þú ekki talað um uppskeruhorfur, eða þvi um likt. Ekki var ég að vikja að neinu sérstöku með þessar athuga- semd, en henni var tekið á mjög óvæntan hátt. — Siðmenningin er að hruni komin, hóf Tom máls með ákafa i röddinni. Ég er orðinn afskaplega svartsýnn, vegna framvindu mála. Hefur þú lesið „Uppgang hins litaða valds,” eftir hann þarna, Goddard? — Ha, nei, svaraði ég og undraðist tóninn i rödd hans. — Jæja, en það er ágætis bók, sem allir ættu að lesa. Þar segir að ef við ekki gætum að okkur muni hviti kynstofninn verða — já, verða troðinn undir. Þetta er allt byggt á visindum: það hefur verið sannað. — Tom er farinn að leggjast svo djúpt, sagði Daisy, alvarleg og þenkjandi á svipinn. — Hann les flóknar bækur með löngum orðum. Hvaða orð var þaö sem.... — Já, þessar bækur eru allar byggðar á visindum, áréttaði Tom og leit óþolinmóður til hennar. — Þessi náungi hefur reiknað þetta allt út. Það er undir okkur komið, hvaða kynþáttur ræður rikjum. Við veröum aö hafa augun hjá okkur, eða hinir taka völdin. — Við verðum að jafna um þá, hvislaði Daisy og deplaði augunum ákaflega, vegna sólarinnar. — Þú ættir að búa i Kaliforniu, — hóf ungfrú Baker máls, en Tom þaggaöi niður I henni, með þvi að hægræða sér ábúðarmikill i stólnum. — Mergurinn málsins er sá, að við erum af norrænum stofni. Ég þú, og þú, og... Eftir orlitla þögn, kinkaði hann kolli, til merkis um að Daisy hefði fengið að fljóta með, og hún deplaði augunum á ný. — Við höfum skapað alla þá hluti, sem þarf til að búa til menningu, — sko, visindi og list, og allt það. Ekki satt? Framhald í næsta blaöi GISSUR GULLRASS E.FTIR- BILL KAVANAGU e. FRANK FLETCUBR Heyrðu, þú ættir ekki að vera að telja hvern skilding eftir henni! Hún æsist bara upp aj þvi! j Það er rétt hjá þér! Ég fer hægar að henni! Þessi er frá;snyrtisofunni. 10 000 krónur fy rir snyrti aögerðir á mér. 7---------------- Þetta hljómar nú eins og útsöluverð.. 45. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.