Vikan


Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 26

Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 26
UNDARLEGT HVARF SMALA í ÞORLÁKSHÖFN Jón Gislason póstfulltrúi er lesendum Vikunnar að nokkru kunnur, þvi frásagnir eftir hann hafa áður birzt í Vik- unni. Hann hefur safnað viða að sér sögum frá liðinni tið, og margar þeirra hafa birzt i sagnasafni hans tJr far- vegi aldanna, sem kem- ur út i 2. bindi nú i ár. Fyrr á timum var oft mikill og myndarlegur búskapur á höfuö- bólinu Þorlákshöfn i ölfushreppi. Jöröin var rik i kostum lands og sjávar, afrakstur mikill, svo framarlega aö dugnaöur og at- orka væri i fyrirrúmi viö stjórn og athafnir á búi jaröarinnar. í Þor- lákshöfn var mikiö og gott land til beitar, þó þar séu nú sandar einir og auönin tóm. Þar var grösugt og gróiö land um viöáttumikiö láglendi. Þar var oft mikiö og gott fjárbú. En áriö 1934 var hafin sandgræösla á söndunum viö Þor- lákshöfn, og var þá bannaö aö hafa sauöfé i Höfninni.' A vetrum var fénu áöur fyrr beitt mest i Nesiö út og vestur af bænum, en jafnhliöa i fjöruna á austanveröu Nesinu. Þaö þurfti aö gæta fjárins vel, fylgjast meö þvi daglangt. Undir klöppunum milli varanna og viöar rennur ferskt og hreint bergvatn um f jör- una I sjóinn. Þaö er hiö ákjósanlegasta drykkjarvatn, jafnt fyrir fólk og skepnur. Féö sótti mjög i þessar lindir áöur fyrr, enda er varla annaö vatn aö hafa, aö minnsta kosti ekki, þegar langvarandi þurrkar ganga. En i Þorlákshöfn var ein- mitt oft á tlöum mjög vont að afla vatns, og var þá gjarnan notaö vatniö úr lindunum undir klöpp- unum. 1 Þorlákshöfn þurfti mjög aö vanda til fjármanns. Hann þurfti aö vera samvizKusamur og aö- gætinn. Hann þurfti aö vera kunnugur öllum staðháttum, hafa góö skil á falli sjávarins og fleiru. Þaö þótti vissulega mikið trún- aöarstarf aö vera fjármaður i Höfninni, og þaö var oft á tlöum undirbúningur undir'lifsstarf, bóndastarfið. Þaö skal tekiö fram þegar, svo þaö valdi ekki misskilningi aö fyrr á öldum var landið um- hverfis Þorlákshöfn gróiö og mikiö kostaland. Þá var upp- blásturinn og landauðnin ekki fyrir hendi. Þar óx kjarngresi og valllendisgróður um láglendiö allt frá sjó til hlíöa. En nú er þar auönin tóm, *andur og berar klappir. Eftir veöurfarsbreyt- inguna miklu uröu skefilegar breytingar á landinu. Uppblást- urinn varö ráöandi um vlöar lendur. Mestar uröu skemmdir landsins á 18. og 19. öldinni. Landiö frá Skötubót og austur til ósa ölfusár og upp aö Hrauni og Breiðabólsstaö I ölfusi var áöur fyrr gróöurland, og þar var jafnvel byggö. Nú er þarna aö mestu sandur og, þar sem bezt lætur, melur á stangli. Rlki mels- ins einkennist af hólum og börö- um, og hefur sandgræöslan aukiö á veldi hans. Austur meö Hafnar- og Hraunsskeiöi var frjósamt og gróiö land, þar sem angaöi af llf- grasi og gróöri á hverju sumri. Undir Hamraendum og Hástein- um var gróöursæl sveit allt til hlföa og hraunkamba viö Hraun og Breiöabólsstaö og til lágrar heiöar milli Selvogs og ölfuss. Þá var gott .undir bú á ströndinni kringum Þorlákshöfn. En jafnhliða landauðn af völd- um harönandi veðurfars og eld- gosa og framburði ölfusár á lág- lendiö olli sjórinn einnig stór- skemmdum. Hann braut landið og gekk á þaö. Jafnvel var komiö svo I byrjun 18. aldar, að bærinn I Þorlákshöfn var oröinn I hættu. Jón Arnason stórbóndi og hrepp- stjóri I Þorlákshöfn, lét þá hlaöa sjóvarnargarö meöfram bænum, milli varanna. Var þaö mikið mannvirki og gott. Garðurinn stóöst fullkomlega raun áranna, en var endurbyggður og styrktur meö steinsteypu árið 1934 og stendur enn og er i fullu gildi, þó aöstæöur séu að visu nokkuð breyttar meö nýjum og stórfelld- um hafnarframkvæmdum. Fjármaöur I Þorlákshöfn varö aö sinna starfi sinu af mikilli ár- vekni. Hann varð aö hafa mikla reynslu og kunnáttu I öllu, er laut aö fjármennsku. Hanh varö jafnt aö vera veöurglöggur og hafa mikla og haldgóða þekkingu á sjávarföllum og fleiru, er laut aö sjónum. Þa var oft naumur timi til stefnu aö bjarga féundanflæöi, sérstaklega þegar vindur stóö á land. Bezt þótti fara, að fjármaö- urinn væri alinn upp I starfinu sem smali. Þaö var alltaf reynt aö koma því svo fyrir, ef nokkur möguleiki var til þess. Svo greinir I sögu, aö fyrir löngu kom unglingspiltur, um- komulaus og fátækur til vistar I Þorlákshöfn. Hann var dugmikill og óvenjuáræöinn viö hvaöeina, er hann tók sér fyrir hendur. Hon- um var faliö smalastarf fyrsta sumariö og þótt' hann natinn og góöur viö þaö. Hann hugsaöi vel um féö, svo ekki var betra á kosið. Fór svo fram næstu árin, aö hann var smali I Höfninni, og leiö svo fram nokkur ár, allt til þess aö hann var tvitugur. En þá varö meira I efni, er hér verður sagt frá. Smalinn hélt fénu á sumrin aöallega vestur I Hafnarnesi allt til Keflavikur. En hún er milli Þorlákshafnar og Selvogs. Hann haföi mikið yndi af þvl að dveljast- langdvölum niður á Hafnarbergi og fylgjast með því, sem fyrir augun bar. Hann sá þar á stund- um skip á siglingu, aöallega erlend skip. Þau voru af ýmissi gerö og búnaöi. Þau heilluðu mjög hug hans og gáfu honum hugmyndir um nýjan og fjarlæg- an heim, heim ævintýra og feg- urðar. A stundum bar það við, að er- lendir sjómenn komu I land. Þeir lögöu inn á Keflavik og renndu þá skipsmenn gjarnan báti i land. Strax fyrsta áriö, sem smalinn var þarna, haföi hann kynni af er- lendum sjómönnum á Keflavik. Þeir voru vingjarnleigir við hann og gáfu honum gjafir, aöallega var það hart brauð og ýmiss konar sælgæti. Hann naut þess i laumi, og sagöi engum frá fund,- um sinum viö skipsmenn. Smalinn i Þorlákshöfn notaði hvert tækifæri, sem hann fékk, til aö fara vestur á Hlein og Keflavik á sumrin. Hann gætti þar vand- lega aö skipunum er sigldu meö- fram ströndinni. Hann þekkti öll -skip, er áöur höföu kom iö þangaö, hvort heldur til að hafa óleyfileg skipti viö landsmenn eöa þau, er hann einn haföi kunningsskap viö. ölfusingar og aörir landsmenn þarna úr nágrenninu áttu tals- verö skipti viö útlendingana á Keflavik. Þaö var aöallega vöru- skiptaverzlun, sem þar fór fram, þvi um peningaviöskipti var ekki aö ræöa. öll þessi skipti voru ólögleg, þvi einokun var I landinu eins og kunnugt er. Aldrei kom þaö fyrir, að erlend- ir sjómenn reyndu aö taka fénaö ófrjálst,eins og sumstaöargertiist viö ísland áöur fyrr. En smalinn haföi viö sjómenn skipti, útvegaöi 26 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.