Vikan


Vikan - 07.11.1974, Page 31

Vikan - 07.11.1974, Page 31
l KOM AFTI R milli veiöiferöa, eöa meöan veriö er aö gera viö togarann, fær hann innan viö 20 pund á viku, og á þvi kaupi hefur hann ekki ráö á aö vera lengur í landi i einu en 4—5 daga. Meö fullri vinnu og góöum hlut geta árslaunin komist I rúm 2 þúsund pund, eöa rúma hálfa milljón islenzkra króna, og þaö dugir ekki langt til framfærslu fjölskyldu I veröbólguþjóöfélagi. i Fyrsta veiöiferðin frá Hull Þegar Gaul lagöi upp i veiöi- ferðina á miöin fyrir vesturströnd Noregs i febrúar s.l., átti hún aö 1 taka 12 vikur. Þ.etta var fyrsta | ferö togarans frá Hull, en hann ' haföi verið keyptur skömmu áður frá North Shields. Þetta var glæsilegasti togarinn i flota bæj- arins, og áhöfnin var aö grlnast meö aö vistarverurnar væru eins Joyce Clark (lengst til vinstri) vaknar stundum upp við að henni finnst Paul sonur hennar vera lif- andi. Peggy Collier hlakkaði alltaf til komu eiginmannsins. Nú er hún ein með fjóra syni. og á lúxushóteli. Vegna oliu- kreppunnar, og vegna þess aö Norömenn neituöu aö láta brezka togara hafa oliu, var ákveöið, aö i staö 12 vikna yröi skipiö aöeins 8 vikur I feröinni. Þegar vika var liöin frá þvi Gaul lagði úr höfn barst engin til- kynning til tilkynningaskyldunn- ar frá togaranum. Togarinn var kallaður upp hvaö eftir annaö, en án árangurs. Umfangsmikil leit var hafin á sjó og úr lofti, en ekk- ert fannst, sem bent gæti til þess, hvaö orðið heföi af þessum 1100 tonna togara. Fólk trúöi þvi varla, að svo stór togari gæti horfiö gersamlega, og I örvænt- ingu sinni gældu sumir við þá von, aö Rússar heföu tekiö hann. Leitinni var hætt, minningarat- höfn fór fram, og lifiö fór aftur I sitt fyrra horf. Hánn lifði fyrir mig og börnin Peggy Collier á fjóra syni, og hún sendir þá út, áöur en hún fer aö tala um Gaul. „Ég ræöi þetta mál ekki 1 þeirra áheyrn”, segir hún. „Ef ég gerði þaö, myndu þeir liklega sjálfir fara út, þvi þeir reyna aö hugsa ekki um þetta”. Elzti sonurinn, Kenneth, sem er 18 ára, geröi sér strax fulla grein fyrir þvi, sem gerðist og tók þvi karlmannlega. Hjá David, sem er 12 ára, og Andrew, 9 ára, komu viöbrögöin fyrst fram i reiöi- og grátköstum og fáleika á milli, en yngsti sonurinn Michael, sem er 6 ára, er enn að velta þvi fyrir sér, hvort pabbi eigi ekki eftir aö koma heim aftur. Stan Collier var fertugur og þremur árum eldri en kona hans. Kona hans spuröi hann oft, hvort hann gæti ekki fengið vinnu I landi, þvi hún væri oröin svo þreytt á aö vera ein heima meö drengina. „Þegar eiginmaðurinn er á sjónum reiknar maöur timann i veiöiferöum, en ekki vikum, mánuöum og árum. Maöur reynir að hlusta ekki á veðurfregnirnar, þvi stormspárnar myndu aðeins auka áhyggjurnar. Það er nóg aö hlusta á vindinn gnauða á and- vökunóttum. Þá getur maöur rétt imyndaö sér, hvernig er aö vera úti á rúmsjó. En þegar hann var heima spuröi ég aldrei, hvernig veörið heföi veriö. Ég vildi ekki vita þaö, og hann reyndi ekki aö segja mér það'”. „Faðir hans var eitt sinn nærri drukknaður, og margir af beztu vinum okkar hafa drukknað. En viö töluðum aldrei um hættuna. Ég reyndi að útiloka hræösluna úr huga mér. Áður fyrr naut ég þess að vera heima og hlúa aö heimil- inu, þvi ég átti glltaf von á hon- um. Ég hlakkaöi alltaf til komu hans, þótt ég yrði aö biöa i 16 vikur. En nú er ég hálf eirðarlaus og tolli illa heima”. „En maöur veröur aö halda á- fram aö lifa, barnanna vegna. Hann liföi eingöngu fyrir mig og börnin. Þetta var hans heimur, svona vildi hann hafa þaö. Hann sá um, aö viöhefðum alltafnóg aö bita og brenna og hann ætlaði aö kaupa handa okkur hjólhýsi fyrir sumariö”. „Fólk hefur veriö mér ákaflega gott eftir þetta. Þaö er alltaf svona i fiskibæjum, þvi þar eru allir á sama báti”. Shirley Broome er aðeins 25 ára og er nú ein meö fjögur börn. Hún gekk með yngsta barniö, þegar maður hennar fórst. Henni geng- ur illa aö ná sér eftir áfallið og getur, ekki hugsaö sér að tala um þetta. Vinnan i landi eyöilagöi hjónabandiö Þegar Carol giftist Carl North, baö hún hann um aö fara ekki til sjós. Faöir hans haföi veriö tog- araskipstjóri, og hún var hrædd um, aö sjór rynni einnig um æöar Carls. „Hann vildi ekki vera I landi, en ákvaö aö gera þaö þó fyrir mig”, segir Carol. „En sú ákvöröun varö aöeins upphaf vandræöa, þótt ég geröi mér ekki grein fyrir þvi þá. Viö vorum mjög ham- ingjusöm I fyrstu, og Carl var staðráöinn I að láta sér lika lifiö I landi. Hann fór aö vinna á kvöldin á krá, til aö viö gætum haft þaö betra, og talaði oft um, aö hann ætlaöi aö reyna aö eignast krá sjálfur”. „En hann varö eiröariaus og fór aö fara út meö öörum konum. Viö rifumst, og I fyrra yfirgaf hann mig og börnin þrjú (7, 5 og 4 ára). Ég sá hann á jólunum, en viö töluöumst ekki viö. Ég vissi, aö hann var kominn á Gaul — og þegar ég heyröi fréttirnar trúöi ég vart minum eigin eyrum”. Carol býr i litlu húsi og veröur aö fara út til aö komast á sálerni. Nú veit hún ekki, hvaö biöur hennar og barnanna. „Við vorum skilin aö boröi og sæng, en ég haföi ekki gefíð upp þá von, aö allt ætti eftir aö lagast og Carl aö koma til okkar aftur”. Vildu ekki aö sonurinn færi til sjós Clark-fjölskyldan var Imynd hinnar hamingjusömu fjölskyldu. En myndin breyttist, þegar frétt- irnar bárust um aö sonurinn Paul 22 ára, kæmi ekki oftar heim. „Við vildum ekki, aö hann færi til sjós”, segir móöirin, Joyce Clark, „og viö þrábáöum hann um að fá sér vinnu i landi. En hvernig á aö fara aö þvi aö fá ungan mann til aö hætta þvi, sem honum er kærast?” „Paul heföi getaö gert hvaö sem var. Hann stóö sig vel I skóla og allt virtist liggja opiö fyrir honum. En hann valdi sjóinn. Eftir fyrstu veiðiferöina hét hann þvi aö fara aldrei framar á sjó. Hann haföi veriö sjóveikur allan timann. En hálfu ári slðar var hann aftur kominn út”. „Hann var alltaf i góöu skapi og meö hóp af vinum á hælunum. Þegar vel haföi veiözt var hann ekkert nema örlætið, einkum var hann góöur yngsta bróöur sinum, Gary, sem er 15 ára. Þegar mér fannst hann eyöa of miklu I vit- leysu, sagöi hann aðeins: „Mamma min, maöur á aö lifa fyrir daginn I dag, þvi morgun- dagurinn sér um sig . Þannig var viöhorf hans”. „Mér datt aldrei i hug, aö þetta ætti eftir aö koma fyrir mig. Núna kvelur sú hugsun mig, aö hann kunni aö hafa þjáöst, áöur en yfir lauk. Ég biö til guös, aö hann hafi veriö sofandi og ekki náö aö veröa hræddur. En ég fæ aldrei aö vita hiö rétta. Stundum vakna ég upp fullviss þess, aö hann sé alls ekki dáinn og eigi eftir aö koma heim”. Þegar Paul fór á sjóinn, fór hann alltaf um borö i vinnugall- anum og skildi úriö sitt og segul- band eftir heima. En þessi ferö var alls ekki fyrirhuguö. Hann haföi veriö á öörum togara, en svo féll úr ferö, og hann ákvaö aö fara túr meö Gaul. Þegar skipið var komiö úr höfn, áttuöu foreldr- ar hans sig á þvi, aö hann haföi veriö I nýju • dökkrauöu flauelis- buxunum, rauöum og svörtum skóm og tekiö plötuspilarann sinn meö. Hringinn sinn bar hann ekki, þvi hann Var I viögerö hjá gullsmiö. Nóttina, sem Gaul var saknaö, . áöur en fregnir höföu borizt til fjölskyldnanna, skreiö hundur Pauls undir rúm og lá þar ýlfr- andi og vælandi. Þaö var ekki fyrr en siöar, aö ástæðan fyrir þessari hegöan varö ljós. 45. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.