Vikan


Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 35

Vikan - 07.11.1974, Blaðsíða 35
— Já, nema siðustu mánuðina. Ég fylgdist með öllum störfum þeirra. — Hvernig kom Mar el sér á þeim árum? — Hann reyndi að sitja á sér og var hinn þægilegasti. Hann var eins og skuggi læknisins og berg- mál og hlýddi öllum boðum hans. Þið hafið eflaust heyrt sögur um hetjudáðir Marcels Carrier á striðsárunum? — Já, það er ekki laust við það, sagði David. — Það voru sögur, sem hann bjó til sjálfur og sagði, þegar eng- inn var viðstaddur til að bera þær til baka. Herault læknir hélt sig mest á bak við tjöldin i mót- spyrnuhreyfingunni, en hann var samt lifið og sálin i öllu sem gert var. Það leit út fyrir að Marcel væri nokkuð hugrakkur. Hann lagði sig oft i mikla hættu, en það var ég ein, sem vissi hvers vegna hann var svo hugdjarfur. Ég kynntist þvi bara of seint, til að geta varað við honum. — Um það bil voru tvö ástar- ævintýri að gerast i þessu húsi. Simone, konan sem þér hafið álit- iö móöur yðar fram að þessu, var aftur búin að ná sambandi við Maurice Hurst, sem hún hafði verið ástfangiri af um langan tima. Hann var falinn i húsi læknisins, þangað til hægt var að koma honum til Spánar. Og svo var það Ian Richardson, og ég verð að segja yður herra Hurst, að það var i sannleika hugrakkur maður og ákaflega aðlaðandi. Læknirinn hafði mikið dálæti á honum og bar mikla virðingu fyr- ir honum. Madeleine varð yfir sig ástfangin af honum og Marcel Carrier varð óður af afbrýðisemi. Þetta var mjög hættulegt ástand á ófriðartimum, finnst ykkur það ekki? — Þau komu Maurice Hurst i burtu og svo leið að þeim degi, sem taka átti á móti peningum til andspyrnuhreyfingarinnar frá Englandi. Þið hafið eflaust heyrt hvernig það fór. Peningarnir lentu i höndunum á Þjóðverjum, sem höfðu frétt af þessu og biðu fallhlifanna. Þá skipti það ekki lengur nokkrum togum, Þjóö- verjar letu greipar sópa og komu hérumbil öllum meðlimum hreyfingarinnar i fangelsi. Ég hafði farið á markaðinn að venju og gekk þar framhjá, sem Marcel Carrier var að tala við þýzkan liðsforingja. Það var reyndar ekkert undarlegt við það, vegna þess að faðir hans hafði mikil skipti við Þjóðverjana og Marcel var alltaf viingjarnlegur við þá. Þaö sagðist hann gera til að njósna um þá. Það eina sem mér fannst skritið þennan morgun, var hve kærulausir þeir virtust vera. Annaðhvort var það, að þeir voru svo hrokafullir að þeir tóku ekki mark á mér, eða þá að þeir hafa verið of ákafir, til að taka eftir mér, svo ég heyrði brot af samræðum þeirra. Marcel sagði: „Það hús kemur siðast” og Þjóð- verjinn svaraði: „Allt i lagi, en láttu ekki gripa þig þar.” Jafnvel þá grunaði ég hann ekki um græzku, ekki fyrr en næsta’ dag, þegar ég fór til torgsins og heyrði um fyrstu fangelsanirnar. Þá varð mér ýmislegt ljóst, meðal annars mistök sem oft höföu skeð meðal félaga Herault læknis, sem stundum rákust á Þjóðverja, þar sem þeir áttu þeirra alls ekki von eða þá að margfaldur vöröur var haföur um staöi, þar sem þeir bjuggust ekki við neinum vöröum. Það var ekki aö undra þótt Marcel Carrier gæti verið hugrakkur, þegar hann var sendur með þessa hópa. Hann vissi, að hann yröi aldrei gripinn, vegna þess að hann var Þjóð- verjunum alltof nauðsynlegur. Þeir höfðu einu sinni tekið hann til fanga og hann sagði okkur, að hann hefði kjaftað sig frá þeim. Mér varð ljóst, að þeir höföu hót- að honum öllu illu, til að njósna, svo hann gerðist svikari. Ég flýtti mér eins og ég gat, en komst ekkert áfram fyrir her- mönnum, svo ég varð að taka á mig langan krók, til að komast heim að húsinu og þegar ég kom inn I eldhúsið, þaut Marcel fram hjá mér. Hann var náfölur og löðursveittur. Hann sagöi við mig: „Farðu ekki inn, það er of seint”, og svo þaut hann niður trjágöngin, eins og skrattinn væri á hælum hans. Ég kom að þeim i lækningastof- unni. Simone varréttkomin. Hún hafði skroppið eitthvað út og það var hún, sem bjargaði Madeleine úr klóm Marcels og reyndi að koma vitinu fyrir hann. Ian Richardson lá á bekknum. Hann var látinn. Madeleine kraup við hlið hans og vafði hann að sér, svo fast, að það varð erfitt fyrir okkur að lösa hana frá likinu. Viö gáfum henni koniak og þá fór hún að tala. Hún hafði verið Teppi yfir allt gólfið-eða stök teppi Teppavöruhúsið PERSÍA Skeifan 11- sími 85822 45. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.