Vikan - 26.12.1974, Qupperneq 18
an ein, sem blifur. Núna er ég
meB þrjá togara I gangi, fjóra
báta og frystihús. Aö byggja upp
atvinnulifið i landinu er sú
fullnæging lifsins, sem varir leng-
ur en eitt andartak — hahahaha.
Já, gamli minn, við þessir gömlu
jaxlar erum harðir undir tönn, ef
þvi er að skipta — en uppbygging
atvinnuveganna og vinna handa
fólkinu er fyrir öllu. Hvar held-
uröu, að visindin og listirnar
væru, ef enginn fiskur veiddist.
An fisksins er ekkert.
John beið eftir að tölu útgerðar-
mannsins lyki og spurði siðan
hikandi: Hvað varð af myndun-
um I kjallaranum? Hann hlýtur
að hafa málaö eitthvað siðustu
árin.
— Já, eitthvað málaði hann,
enda sendi ég þér þrjátiu þúsund
rétt eftir aö hann dó. Þaö fékkst
ekki meira fyrir þær þá.
■ — Tiu þúsund.
— EBa tiu þúsund, ég er búinn
að gleyma, hvað það var mikið,
megnið af þessu fór I kostnaö við
jarðarförina.
• — En myndirnar I kjallaran-
um?
Pétur gretti sig örlitiö og ræskti
sig slðan ákveðinn: Ég tók þær
upp I skuldir. Hann fékk stundum
lánað hjá mér bús siðustu árin.
Það var ómögulegt aö neita hon-
um. Ég seldi svo Safninu mynd-
imar I haust langt undir mats-
verði — nema eina sem hangir
heima. Þú hefur eflaust séð eitt-
hvað af þeim á sýningunni.
— Það fór allt fram hjá mér
vegna troðningsins. Ég skoða
sýninguna seinna I ró og næði. Þú
virðist hafa komiö þér vel fyrir.
Hvernig fór með frystihúsið?
• — Það er engu likara en þú sért
að yfirheyra mig, gamli vinur. En
horfðu samt ekki svona á mig,
þetta er allt saman liðið og til
einskis að ergja sig út af þvl núna.
ABalatriðið er að dylja ekkert og
hafa hlutina á hreinu, ekki satt?
Ótrúlegt, hvaö atburðirnir virðast
óraunverulegir, þegar maður
lltur til baka. Nú, ég var hreins-
aður af ákærunni, og sá seki gaf
sig fram.
— Sá seki?
• — Láttu þér ekki bregða, ég
skrifaði þér, að gamli maðurinn
hefði lent I leiðindamálum.
— Játaði hann á sig frystihús-
brunann?
- Já.
— Og ég, sem vitnaði.ekki gegn
þér vegna þessara tuttugu þús-
unda.
— Þetta var óttalegt leiðinda-
mál. Gamli maðurinn gaf sig allt I
einu fram, skömmu eftir að þú
varst farinn, og stóð gallharður á
játningu sinni. Hann hélt, að ég
hefði borgað þér fyrir að kveikja I
húsinu. En mér tókst að fá hann
lausan áriö eftir, svo þetta var
ekki svo alvarlegt
— Já, en það varst þú, sem
kveiktir I þvl.
— Ekki æsa þig upp, kæri vin-
ur. Ég gat ekki sagt honum það.
Hann heföi veriö vls með að
ljóstra öllu upp. Gamli maðurinn
játaði á sig brunann, og dómur er
dómur. Menn trúa öllu upp á þá,
sem eru eitthvað öðru vlsi en fólk
er flest.
— Þú fékkst þá trygginguna?
— Þaðerástæðulaustað hrópa,
kæri vinur, ég heyri ágætlega.
Þetta veröur ekki aftur tekið. Ég
veit, að maður var grimmur á
þessum árum, en nú er ég orðinn
gamall, og því liðna veröur ekki
breytt. Hvað er að frétta af sjálf-
um þér og konunni? Er hún alltaf
jafn blóölaus?
— Þú minntist aldrei á að hann
hefði lent i fangelsi. Trúði hann
virkilega að hann væri aö bjarga
mér og sæti inni mln vegna?
— Ég skrifaði, aö hann væri I
vondum málum, en þú svaraðir
mér ekki. Ég fékk aldrei bréf frá
þér.
Prófessorinn hætti við að segja
eitthvað og horfði i gaupnir sér,
slðan andvarpaði hann hugsi:
Þetta var erfitt nám, og ég hélt,
að það væri bara þessi venjulegi
drykkjuskapur. Það var hvort
sem er ekki hægt aö fá hann frá
flöskunni.
Þeir þögðu góða stund, og Pétur
kveikti sér I havanavindli. Þegar
þögnin var orðin óþægilega löng,
spuri hann: Hvar er konan, ertu
eina?
— Hún er á sjúkrahúsi — gigt.
Veistu nokkuð um Dittu?
— Dittu já. Hugsa sér, að þú
hafir slegið mig niöur vegna
hennar — hálf rotað mig. Já, það
er margt ótrúlegt, þegar maður
lltur til baka. Hvilik endaleysa
þessi Gúttóböll. Það munaði
engu, aö ég færi flatt á henni — já
eöa þú. Hefði þessi nauðgunar-
della ekki komiö upp, hefðir þú á-
byggilega gifst henni og hún
dregið þig með sér ofan I svaöið.
Varstu ekki meira aö segja trú-
lofaður henni um tima? En ég
varð aldrei blindur á hana eins og
þú. Þetta var voðalegur vargur,
ef þvl var að skipta. Þegar hún
sá, aö ég vildi ekkert með sig
hafa, reyndi hún aö eyðileggja
vinskap okkar með þessari
nauðgunardellu og hélt, að hún
yrði alsaklaust fórnarlamb I þin-
um augum. Bjóst liklega við, að
þú tækir sig I sátt, blessaö guðs-
lambið — en þú sást við henni og
slóst mig — hálf rotaðir mig. Já
þetta var meiri vitleysan, og ég
hefði legið illa I þvl, heföi hún ekki
dregið þetta til baka.-En það var
dýrt maður minn. Jæja, hvernig
llst þér á húsið?
Pétur lagði bilnum framan viö
stóran bilskúr og klöngraöist út.
Hann opnaði fyrir vini sínum og
vlsaöi honum upp tlgulstétt að
rammbyggilegu einbýlishúsi,
sem bar svip af loftvarnabyrgj-
um þeim, er Kanadabúinn þekkti
frá Montreol. John gekk hægt upp
tröppurnar og spurði varfærnis-
lega: Sagðistu hafa borgað
henni?
— Já, ég lét hana hafa tuttugu
þúsund. Hún tók ekki minna fyrir
aö draga þetta tilbaka. Fólk gerir
allt fyrir peninga. Það er sama
hvaö það er. En dýrt var það.
— Og hvað svo? Hvaö varö um
hana?
— Það er nú saga að segja frá
þvl. Eftir aö þú giftist dóttur
bankastjórans og fórst út,
skemmti hún sér eins og vitfirr-
ingur. Þeir kölluðu hana Dittu
allsstaöar, enda fór maður ekki
öðru vlsi á skemmtistaö en hitta
hana dauðadrukkna. Þetta er
stereóbjalla. Sko — heyrirðu
hvernig hún hringir. ,
Pétur þrýsti lengi á bjöllu-
hnappinn. Dyrnar opnuðust, og
dökkhærö stúlka á táningaaldri
stóð i gættinni. Hún kyssti Pétur,
sem kláppaði henni lauslega á
berandann og sagði: Þetta er Jón
Eiriksson, æskuvinur minn,
Jenny. Hafðu tilbúinn bufftartar
handa okkur eftir hálftima.
Hún rétti gestinum höndina, tók
yfirhafnir þeirra og bar fram silf-
ursleginn vlnbakka. Þeir settust I
djúpa hægindastóla i vinnuher-
bergi húsráðanda, sem blandaöi
vini slnum drykk og tók fram
ljósmyndir af eigin skipaflota.
John skoðaði myndirnar annars
hugar og spurði: Hvar er hún
núna?
— t söluferö I Þýskalandi.
— Ég á við Dittu.
— Nú, ég hélt þú ættir við
Friggina —einn af aflahæstu bát-
unum á vertiðinni! Ditta, já Ditta
er löngu komin undir græna torfu.
Maður lifir ekki lengi á tómu
brennivlni og slarki.
— En peningarnir, sem þú lést
hana fá?
— Það er nú ein dellan enn. Ég
held þaö hafi verið rétt eftir að þú
fórst. Hún kom hér einu sinni um
hánótt og barði upp húsið. Ég
hleypti henni inn, og þá réöst hún
á mig og heimtaði peningana á
borðið.
— A borðið? hrökk upp úr John.
— Ég samdi nefnilega um á-
kveðna afborgunarskilmála.
— Léstu hana fá peningana?
— Já, það sem hún átti inni i
það skiptið, fimm sex þúsund —
en hún þeytti seölunum aftur I
mig og sagðist ekki þiggja mútur.
Hún hélt sko við bankastjórann á
tlma og hafði gras af seðlum —
gamli maðurinn hefur llklega
orðið eitthvað einmana eftir að þú
tókst frá honum einkadótturina.
En hún lét sjá sig aftur hálfu ári
slðar, helmingi drukknari, og
heimtaði peningana.
— Léstu hana fá þá?
— Nei mér kom það ekki til
hugar. Hún eyddi öllu um leið og
það kom upp I hendurnar á henni.
En ég vorkenndi henni hálfpart-
inn og lét hana fá eitthvaö smá-
vegis, þegar hún svaf hérna á
næturna. Já, það gat verið gaman
að henni, og henni þótti það gott,
en svo drakk hún frá sér allt vit og
var á Kleppi I nokkur ár. Maður
frétti siöast, að hún hefði hengt
sig.
— Af hverju léstu mig ekki vita
hvaö hefði gerst, spuröi John, og
rödd hans titraöi örlltið.
— Ég? Nú, hún sagöist hafa
skrifaö þér.
Prófessorinn kyngdi nokkrum
sinnum og átti I vandræöum með
hendurnar. Hún bað mig að fyrir-
gefa sér, og og og ég var nýgiftur.
Ég vissi ekki, að hún væri I vand-
ræðum. Þú hefðir getað hjálpað
henni.
— Maöur hugsaði nú ööru vlsi
þá. Ég lét hana fá pening við og
við. Ekki var þaö mér að kenna,
að hún elskaði mig.
— Elskaði þig?
John hætti við að drekka ur
glasinu, sem hann hafði borið að
vörum sinum.
— Þetta var eflaust fylliris-
raus I henni. Það er ekkert að
marka kvenfólk. Það skilur ekk-
ert nema ofbeldi. Sýni maður þvl,
hver ræöur I eitt skipti fyrir öll,
elskar það mann. Maður getur
veriö grimmur á þessum árum,
en það verður ekki aftur tekiö.
Heyrðu, ég á hérna málverk af
henni. Komdu og sjáðu, þaö
er meira að segja eftir pabba
þinn.
Pétur opnaði inn I rlkmannlega
stofu með frönskum rococohús-
gögnum. Yfir lágum sófa hékk
Iitil mynd af stúlku á tvtugsaldri.
Hún var I þunnum ljósbláum kjól,
og gulliö hárið hrundi yfir axlirn-
ar. Fjarræn augun horfðu beint á
áhorfandann, hvar sem hann stóö
i stofunni. Málarinn hafði umvaf-
ið fyrirmynd slna hvltum ljóma,
sem gaf henni ójarðneskan blæ.
John horfði lengi á myndina og
barðist viö geðshræringuna.
Hann langaði til aö gráta. Gráta
lengi og ofsalega. Hann fann tárin
svella I brjósti sinu, heit og
brennandi, líkt og ástina, sem
hann bar eitt sinn til verunnar á
myndinni. En hann kyngdi
kökknum I hálsinum og ræskti
sig, án þess að sýna minnstu svip-
brigði.
Pétur drakk glasið I botn, snýtti
sér og sagöi: Já, hún var falleg.
Þetta er eina myndin, sem ég hef
ekki látiö eftir hann pabba þinn.
Honum þótti alltaf vænt um stelp-
una. Þig langar kannski að eiga
myndina? Þér væri velkomið að
fá hana. Þú mátt eiga hana.
— Nei, þakka þér, sagöi John I
flýti og snéri sér undan. Hann sá
um leið eftir svarinu, en vildi ekki
breyta um, af ótta við að koma
upp um tilfinningar sinar. Þeir
settust aftur inn I vinnuherbergið,
og Pétur blandaði I glösin.
• — Sagðiröu að konan þin væri
gigtveik?
— Já.
• — Það hlýtur að lagast. Ég
ætla að lita eftir matseldinni.
Pétur hvarf fram. John greip
tækifæriö og flýtti sér aftur inn I
stofuna. Hann starði fast á mynd-
ina, kipraði hvarmana og deplaði
augunum, en tárin létu blða eftir
sér. Hann reyndi að fylla bugann
ljúfsárum minningum, en fékk
engan kökk I hálsinn. Skyndilega
b/rjuðu axlir hans að titra, og
sjóöándi hlátur gusaðist af vörum
hans. Hann ætlaði að kæfa hlátur-
inn I fæðingu, en svelgdist á og
fékk hóstakast. Hann flýtti sér út
úr stofunni og mætti Pétri I dyr-
unum. útgerðarmaðurinn klapp-
aöi kumpánlega á hokið bak próf-
essorsins, afmeyjaði visklflösku
og teygaði af stút, slðan ók hann
sér I öxlunum og sagði: Jæja,
gamli skarfur, nú dettum við ær-
lega I þaö eins og I gamla daga.
18 VIKAN 52.TBL.