Vikan - 26.12.1974, Page 47
konurnar gengu á götu úti eða
Önnuðust innkaup, báru þær
þesar grimur. Alþýðukonan bar
enga grimu, en huldi andlit sitt
með heimagerðri grimu úr
hveiti, sem blandað var rotnandi
sagi, þannig að hún varð brún á
lit.
Kringum 1770 var ekkert sam-
keppnisfært hinu „franska and-
liti”. Ekki aðeins vegna þess að
franskar konur fórnuðu meiri
tima og umhyggju við fegrun á
útliti sinu, heldur vegna hinnar
miklu ástriðu, sem notkun
snyrtivara var orðin. Arangur-
inn voru gullin andlit, sem hinar
frönsku konur sýndu umheimin-
um af miklu stolti. Og þær gerðu
sig visvitandi kynæsandi með
þvi að brugga munnskolvötn af
furðulegustu tegund. 1 það voru
notuð vinber, brómber, kanill,
negull, allrahanda, appelsinu-
börkur og hunang, blandað sam-
an við ösku. Þvi lyktmeira sem
skolvatnið var, þvi dásamlegri
þótti karlmönnunum konurnar.
Þær, sem þóttu mest kynæsandi,
lyktuðu langar leiðir af súrum
sitrónum og sviðinni ösku.
Nú rann Viktoriutimabilið
upp, og hið stranga siðgæði sem
þá varð almennt, bannaði heldri
konunni að nota nokkur
fegrunarmeðul. Andlit hennar
varð að vera nakið og óvarið.
Hún hélt sig innan dyra dró þykk
tjöldin fyrir gluggana, og á
kvöldin sýndi hún sig aðeins i
daufum bjarma oliulampanna.
Hún afklæddi sig i myrkri, og á
morgnana varð hún að halda sig
i svefnherberginu, þar til eigin-
maðurinn var farinn til vinnu
sinnar. Þá settist hún við speg-
ilinn og grét beizkum tárum
horfna tið. Frtllur eiginmann-
anna lifðu á þessum tima dýrðar
lifi. Þeim var flest leyfilegt, sem
eiginkonan mátti ekki, og meðal
þeirra gengu ýmsar tizkugrillur.
T.d. létu þær gera göt gegnum
geirvörturnar og skreyttu þær
með demantsnálum.
Um aldamótin siðustu tók
þetta aðeins að breytast. Eigin-
konurnar drógu gluggatjöldin
frá og heimtuðu hárgreiðslu-
meistara i heimsókn. Helena
Rubinstein skaut upp kollinum
með fyrsta raunverulega
f egrunarkremið. Heldri
konurnar púðruðu kinnarnar
með mjúkri héralöpp og notuðu
„Papier poudré” á nefið. Það
var litaður pappir sem fékkst i
litlum heftum og var einkum
notaður til að þekja mislit i húð-
inni. Augnhárin lituðu þær með
brenndum eldspýtum og
varirnar með valmúablöðum. Á
hestvögnum birtust vaselin-aug-
lýsingar, og pokar með lavendel,
sem komið var fyrir milli brjóst-
anna, urðu algengir.
Eftir mannskaðann i fyrri
heimsstyrjöld urðu piparmeyjar
i miklum meirihluta. Þær urðu
sjálfar að sækja björg i bú, og
við það tók að myndast annað
viðhorf til kvenna. Þær greiddu
sjálfar húsaleigu og skemmtan-
ir, og von um að likjast'Marlene
Dietrich tóku þær að nota snyrti-
vörur i æ rikara mæli. Sálarleg
áhrif varalitanna varð stað-
reynd. Einmana kona fékk tæki-
færi til að losna úr húmi hver-
dagsleikans. Hún hafði minnsta
kosti efni á að kaupa sér nýjan
varalit, ef aurarnir dugðu ekki
fyrir nýjum kjól. Eftirspurn i
ódýrar snyrtivörur óx, og snyrti-
vörubúðirnar tóku að skjóta upp
kollinum. Þannig hefur sólar-
smyrsl fornegyptanna þróast og
orðið að fjöldaframleiðslu ótrú-
legustu tegunda snyrtivara. -
52. TBL. VIKAN 47