Vikan

Issue

Vikan - 30.10.1975, Page 13

Vikan - 30.10.1975, Page 13
mikilfenglega lið loks mætt til leiks og byrjað var að selja inn. Fimmtán hundruð, takk, varð að borga á mann fyrir hið óvænta, sem beið innandyra. Við fengum borð og settumst með kurt og pí, vorum á góðum stað og sá- um vel yfir lýð, senu og sal. Nú var búið að stilla upp hljóð- færunum. Maður gerðist svolítið spenntur. Fólkið í salnum var orð- ið mjög óþolinmótt af biðinni, klappaði, stappaði og blístraði til að mana hljómsveitina fram á sviðið. En þessir miklu menn voru sko ekkert að flýta sér. Hvað kom þeim við þótt fólkið væri að öskra þetta. Það var búið að borga inn og þá var allt í lagi. Klukkan varð hálf ellefu. Ekk- ert gerðist. Nú var fólkið orðið enn óþolinmóðara, en ekkert gerð- ist enn. Við vorum orðin alveg forundrandi á þessum seinagangi, vorum farin að bölva í hljóði og hugsa Ijótt. Loks sáum við lög- regluþjón labba upp á senu og hverfa þar bakvið. Og sjá, kom hann ekki að vörmu spori með hina langþráðu spilara í eftir- dragi. Þeir stukku beint að hljóð- færunum og tóku að kroppa í þau líkt og svangir hrafnar. Org- elleikarinn hóf upp raust sína og tilkynnti, að nú skyldi gleðin hefj- ast, en bví miður væri diskótek- ið ekki með í reisunni og væri stjórnandi þess uppi við Sigöldu að því er mér heyrðist. Jæja, þar fór fyrsti draumur- inn hugsaði ég. Nú upphófst a11 ægileg mússík. Maður dauðsá eftir að hafa ekki haft með sér heyrnarskjól. Þvílík læti. Þetta leit ekki vel út. Ekki var hægt að segja að þarna væri flutt dansmússík, allavega var hún framandleg, og maður hafði það á tilfinningunni allan tímann, að mennirnir væru að spila fyrir sjálfa sig en ekki fyrir fólkið í salnum. Mér fannst mússíkin í sjálfu sér ekkert illa flutt, en hún átti bara alls ekki við í þessu tilviki. Jæja, næst voru kynntar tvær svartar steipur, sem brunuðu inn á sviðið. Mér datt í hug hvítar stúlkur ataðar út í sóti. Jæja, þær áttu að syngja með englaröddum þessar, en því miður heyrðist ákaflega illa til þeirra allt ballið. Ég gat ekki áttað mig á því hvort magnarakerfi væri um að kenna eða þær vita raddlausar. Altént kom mér þetta spánskt fyr'ir sjónir. (ha, ,,sjónir"?). Svona þrumaði þetta áfram um sinn. Þá var tilkynnt að hinir frá- bæru Stuðmenn kæmu nú fram og spiluðu smá stund. Jú, þeir birt- ust í öllu sínu veldi. Mér duttu í hug uppgjafaindíánar. Aldrei het ég séð menn, sem voru eins hrifn- ir af sjálfum sér. Ég gerðist nú meira og meira undrandi á því, sem á boðstólum var. Nú var tilkynnt um súper- töframann og allir sópuðust út af senunni. Og fólkið beið í ofvæni eftir að sjá galdrakallinn. En hvað gerðist? Það leið og beið og eng- inn kom töframaðurinn. Ég var farin að halda að hann hefði galdrað sjálfan sig upp úr skón- um. Eftir langa bið birtust þeir, sem héldu sig ■ súperstjörnur kvöldsins, og sögðu að því mið- ' ur hefði Baldur týnst eða eitthvað svoleiðis, ég veit ekki vel hvað þeir voru að babla, ég heyrði það ekki nógu vel til að geta farið rétt með það. Sumsé enginn töframaður sást og ekki heldur söngkonan, sem átti að vera með Stuðmönnum. Allt svik og prettir að manni fannst. Ég skil ekki enn af hverju þessir góðu menn aflýstu ekki þessum fagnaði fyrst þeir gátu ekki staðið við áðurgefnar yfir- lýsingar. Þessum þrumudansleik ársins lauk svo með pompi og pragt klukkan rúmlega tvö, og skelfing var ég fegin að fá þögn. Ekki veit ég hver kom því til leiðar að öllum voru endurgreiddar fimm hundruð krónur er þeir fóru út, Kæri Póstur, þetta er aðeins ör- lítil saga um litla menn úr Reykja- vík, sem fóru út á land til að verða stórir, en því miður held ég að þeir hafi stórrýrnað við þessa reisu. Þeim hæfir best að éta grautinn sinn á sínum heima- slóðum. Með fyrirfram þökk fyrir birt- ingu. Steinunn A. Eiríksdóttir. Pósturinn þakkar Steinunni fyrir þessa ágætu sögu. Já satt er þaS að ekki er allt gull sem glóir. Jafnvel ekki þó það sé úr henni Reykjavík. Lifðu heil. HATTA OG HANNYRÐAVERZLUNIN Jenný 5 smw»rtll«ll« 13« - Slml H74« ■ PtrthéH Sé • RtyHtvO Sængur og koddar Margar stærðir og gerðir. Endurnýjum gömlu sængurnar. FIÐURHREiNSUNIN Vatnsstíg 3, sími 18740 (Orfá skref frá Laugavegi) Þú ættir ekki að verða í vandræðum með að fá tímann þinn styttan vegna góðrar hegðunar! DÚN- OG 44. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.