Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.02.1976, Qupperneq 3

Vikan - 19.02.1976, Qupperneq 3
& 'UNIRNIR yfir rúmið í svefnherberginu. Svo rak Andrea augun í handmálaðan ítalskan postulínslampa með messingfæti, og þau Árni litu hvort á annað, og þá var þetta samþykkt. Nú vanhagaði þau aðeins um gluggatjöld svo að síðustu mínúturnar af matartíma Andreu fóru í að velja þau uppi í Gardinuhúsi. Fyrir stofugluggann völdu þau síð finnsk dralontjöld en engan stóres, því þar sem Andrea og Árni búa gægist enginn inn nema fuglinn fljúgandi. Litskrúðugt finnskt baðmull- Að lokum staðnæmdust þau fyrir framan fallegt palisander-borð, borðplatan var lögð dönskum keramikflísum, en borðið smíðað hérlendis. Á leiðinni niður var komið við í teppadeild- inni, en stofan var eina herbergið, sem Andrea og Árni ætluðu að teppaleggja fyrst um sinn. Þau völdu rauðmunstrað teppi úr 100% Du point nyloni og þóttust nú vera búin að koma sér upp vistlegri stofu. Íslendingar tala manna mest í sfma, svo eins gott er að láta fara vel um sig á meðan, þótt símaborð sé kannski ekki neitt þarfahúsgagn og vel sé hægt að vera án þess. En Andrea settist og mátaði eitt slíkt, og hún fór svo Ijómandi vel í sæti, að ákveðið var að taka eitt úr fallegri furu með svampsæti. Nú var röðin komin að eldhúsinu, en þar sem ungu hjónin hafa enga borðstofu og þurfa alltaf að matast í eldhúsinu, ætluðu þau að vanda til vals á eldhúshúsgögnunum. Þau fundu fallegt borð í munkastíl úr bæsaðri furu og fjóra stóla að útskornu baki, sem þau voru viss um að myndu taka sig vel út í eldhúsinu hjá þeim. o völdu í nýja hreiöriö. Verð kr. 76.500.- Gólfflötur JL-hússins er um 5000 ferm. og við höfðum nú farið um mikinn hluta þess, svo við tókum fegins hendi boði Ámunda Sigurös- sonar verslunarstjóra um kaffisopa uppi f kaffistofu verslunarinnar, sem er á efstu hæð og býður upp á glæsilegt útsýni. Áður en við síðan kvöddum Ámunda afhenti hann Andreu og Árna að gjöf, frá JL-húsinu, fallegan danskan ruggustól með tágasetu, en hvort stóllinn verður húsfreyju- eða húsbóndastóll látum við þau ungu hjónin um að útkljá. Nú voru það aðeins lampar og gluggatjöld, sem eftir stóðu á minnislistanum, og því var ekið niður í miðbæ og lampar valdir bæði fljótt og vel, því Andrea var langt komin með matartfmann sinn og þurfti að fara að mæta til vinnu. Við fórum í Raforku, þar sem ungu hjónin völdu tvo vegglampa með glerkúplum Árni, hvernig iíst þér á þetta fyrir svefn- herbergisgluggann? Dýnan má ekki vera of hörð og ekki of mjúk. 8.TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.