Vikan

Tölublað

Vikan - 19.02.1976, Blaðsíða 10

Vikan - 19.02.1976, Blaðsíða 10
UNGT KENNARALIÐ Í vetur fór Vikan til ísafjarðar og átti þá meðal annars viðtal við skólameistarahjónin í menntaskólanum þar, þau Bryndísi Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Eigi alls fyrir löngu barst okkur þessi skemmtilega mynd af kennaraliði menntaskólans, þar sem það var samankomið eftir kennarafund á heimili skóla- meistarahjónanna. Þær upplýsingar fylgdu myndinni, að meðalaldur menntaskóla- kennara á isafirði væri 29 ár, og af sautján kennurum menntaskólans þar væru 12 undir þrítugu. Kennararnir eru: (Sitjandi f.v.): Guð- mundur Jónsson, deildarstjóri stærðfræði, Bryndís Schram, kennir frönsku og ensku, Jón Baldvin Hannibalsson, skólameistari, Axel Carlquist, deildarstjóri raungreina, (standandi f.v.): Þráinn Hallgrímsson, deildarstjóri erl. mála, kennir ensku, frönsku og spænsku, Guðmundur Ólafsson, íþróttakennari, Hjálmar Helgi Ragnarsson, kennir tómenntir, Gunnar Jónsson, kennir vélritun, reikning og skjala- vörslu, Sigríður D. Kristmundsdóttir, kennir mannfræði og bókmenntir, Hallur Páll Jóns- son, kennir heimspeki og sálarfræði, Christina Carlsson, kennir þýsku, Guðjón Skúlason, kennir hagfræði, bókfærslu og stjórnun, Þuríður Pétursdóttir kennir líffræði, vistfræði og lífefnafræði, Grettir Engilbertsson, kennir félags- og stjórnmálafræði, Kristín Oddsdóttir, bókasafnsvörður og dönskukennari, Guöjón Friðriksson, kennir íslensk fræði og Viðar Ágústsson, kennir eðlisfræði, stærðfræði og forritun. GOTT AÐ VERA GIFT McCLOUD Leikarinn, sem leikur McCloud f samnefndum myndaflokki í sjón- varpinu, heitir Dennis Weaver og konan hans heitir Gerry. Frú Gerry „McCloud" Weaver átti viðtal við blaðamann ekki alls fyrir löngu og sagði þá meðal annars: — Þú skalt ekki vera hræddur við að spyrja mig um hvað sem er. Mér finnst ægilega gaman að tala um McCloud. Ég á líka svo auðvelt með það, því að hjóna- band okkar er svo gott. Þetta er alveg hreina satt. Það er nefni- lega svo auðvelt að vera gift honum. Hann er tvímælalaust höfuð fjölskyldunnar og húsbóndi en hann misnotar aldrei völd sín. Hann ku vera ákaflega góöur fjöl- skyldufaðir ___ og konan hans lætur þess sérstak/ega getið, að ,,hann misnoti aldrei völd sín". Hjónin Dennis og Gerry Weaver. Hann rýkur aldrei upp í bræði og skammast eins og óður eins og svo margir karlmenn. Það hefur að minnsta kosti aldrei gerst í þau rúm þrjátíu ár, sem við höfum verið gift, og ég held bara hjartað i mér myndi hætta að slá, ef hann gerði svoleiðis nokkuð. Hann er einhver besti maður, sem ég get hugsað mér, og hann er ekki bara góður og tillitssamur við mig — hann er svona við alla. Ég er svo heppin, að ég er ekki bara gift mjög glæsilegum manni, heldur er ég einnig gift allra besta vini mínum. Dennis Weaver og hún Gerry hans, sem hét reyndar Geraldine Stowell áður en þau giftust, kynntust þegar þau voru í menntaskóla heima í Joplin í Missouri. Þau giftust árið 1945, þá tvítug, og þau eiga þrjá syni: Rick, sem er 27 ára, Rob, sem er 23 ára og Rustin, sem er 17 ára. Allir hafa þeir ákveðið að feta í fótspor paþba síns og verða leik- arar. 10 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.