Vikan

Eksemplar

Vikan - 19.02.1976, Side 13

Vikan - 19.02.1976, Side 13
á mér lengur og tek mér því penna í hönd. Þið getið ekki boðið upp á þessa völvuspá lengur. Flest af því sem hún segir getur hver einasta heil- vita manneskja giskað á að muni gerast á þessu ári. Það er best ég telji upp það sem mér finnst hreint og beint hlægi- legt. ,,Árið 1976 verður dálítið sérstakt”, það gerist alltaf eitthvað sérstakt á hverju ári, og svo „land- helgisdeilan” við vitum öll að haf- réttarráðstefnan hefur áhrif á útfærslu landhelgi okkar í 200 míl- ur og deiluna sem það veldur. Nokkur ríki hafa þegar tilkynnt út- færslu landhelgi sinnar í 200 mílur á næstunni, auðvitað veitir það íslendingum stuðning. Og fleira og fleira og fleira má telja upp, en það tekur svo mikið pláss og tíma. Svo þarf fólk ekki annað en lesa spána. Svo ætla ég að biðja þig að lesa úr skriftinni, ef það er hægt. Ef þú ekki birtir þetta, þá skrifa ég þér bara aftur og aftur — og ég gefst ekki upp. Þú þarft ekki að segja mér að ég sé léleg í stafsetningu, þú ert búinn að því. Bæ bæ vinkona Erla. Það er varla þorandi að stinga bréfi þessu í ruslafötuna, ef ótölu- legur fjöldi annarra sams konar bréfa fceri að flykkjast að. Að vísu myndi ég reyna að taka þvt með sannripóstmennsku, eins og hverju öðru mótlæti ílífinu. Gagnrýni þinni í garð völvunnar er að mestu svarað hér áður. Er þar litlu við að bæta, þvt ekkt er árið nema rétt hafið. Þó langar mig að bæta því við okkar fyrra svar, að varla hefur það verið öllum Ijóst, að stórfréttir bærust frá Kína, sem kom þó fram núna snemma árs. Ekki mun heldur öllum hafa hugkvæmst sá mikli heiður, sem fallið hefur nú þegar tveimur lista- mönnum t skaut, bæði á sviði bókmennta og tðnlistar. Það skal þó tekið fram, að völvan okkar er ekki óskeikul, frekar en aðrir þeir, sem mennskir teljast. ,,Habasona'\ hefur Pósturinn þegar sagt þér frá stafsetningar- villunum? Það var nú samt ekki fallegt af þér að láta bræðina bitna á okkar ágætu völvu. Eitthvað hefur það nú samt farist fyrir að ráðleggja þér að nota ekki ypstlon að ósekju. Það er til dæmis alls ekki notað í sögninni,, að birta ’ ’. Skriftin segir Póstinum, að þú sért bara nokkuð skemmtileg og ákveðin, en mættir gæta þín á fljótfærninni. Hmmmm, það er þetta með pé- essið, sem ekki mátti birta. Þvt miður, en þakka gott boð. Póstin- um er alveg harðbannað að hringja t vinnutímanum, þótt lesendastm- tal sé. Ekki getur hann hringt eftir vinnutíma, því þá er hann alls ekki lengur Póstur, heldur bara ósköp venju.............best að tala nú ekki af sér. L/ S'l'VT)©- 'VTnrr, Henný Gestsdóttir, Kleppsvegi 70, Reykjavík, og Arnheiður Sig- urðardóttir, Bústað 5 við Klepp, Rvk., óska eftir að komast í bréfa- samband við stráka á aldrinum 13—15 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Þær svara öllum bréfum. Andrea Sigurðardóttir, Skólavegi 92a, Fáskrúðsfirði, óskar eftir bréfa- skiptum við stráká og stelpur á aldrinum 9—11 ára. Dtsa Harðardóttir, Sauðafelli, Miðdölum, Dalasýslu og Guðriður Erlingsdóttir, Hörðubóli, Miðdöl- um, Dalasýslu, óska eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 13—16 ára. He/ene Öst/in Ekholmsvágen 240 S-12743 Skárholmen, Sverige óskar að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 15 til 17 ára. Áhuga- mál hennar eru börn, spila á píanó, og að lesa og skrifa bréf. Hún er 15 ára. Hún skrifar ensku. Lilja Guðmundsdóttir, Kvíahóh, Ölfusi, Árn. og Guðrún Sigurðar- dóttir, Dynskðgum 26, Hveragerði óska efti'r pennavinum á aldrinum 14 til 16 ára. Áhugamál þeirra eru böll, poppmúsík og strákar. / FLUGFREYJUR HJÚKRUNARKONUR Hvflið þreytta fætur íHvfldar- sokkabuxum Hudson LYCRA-SOKKABUXUR r v — Sonur sæll, okkur móður þinni finnst tími til kominn að ségja þér, að Við erum ekki þínir réttu foreldrar. 8.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.