Vikan

Tölublað

Vikan - 19.02.1976, Blaðsíða 22

Vikan - 19.02.1976, Blaðsíða 22
inu. Svo tók hann iitla trésleif, dýfði henni í málninguna, og dreifði litnum um blaðið. — Ég held þetta sé fingramáln- ing, sagði hann. — Já, þú sagðir þetta vseri fingramálning. Dreifa henni með fingrunum. Nú dirfð- ist hann að koma við málninguna með allri hendinni. — Ó! Þurrka! sagði hann. — Viltu ekki fá málningu á hendurnar? spurði ég. — Þetta er kornamálning, sagði hann. — Kornótt málning. Hann tók krukkuna og las á mið- ann. — Þetta er rauða fingra- málningin, sagði hann. — Rauð. Hann setti krukkuna á borðið, og hreyfði höndina í nokkra hringi yfir blaðinu, án þess þó að snerta málninguna. — Fingramálning, sagði hann. — Það passar mér ckki. Ég vil mála mynd. — Viltu heldur mála mynd? sagði ég. — Já, svaraði hann. — Með vatnslitunum. — Það eru bara fimm mínútur eftir, sagði ég. — Heldurðu, að þú gctir málað mynd á fimm mín- útum? — Dibs vi11 mála, sagði hann. Hann tók litakassann. — Hvar er vatn? spurði hann. Ég benti í átt- ina að vaskinum. Hann fyllti plast- glas af vatni. — Þú mátt mála þcssa mynd, sagði ég. — En svo þarftu að fara. En það var eins og Dibs hefði ekki tekið eftir því, hvað ég sagði. — Liturinn rennur út af, sagði hann. — Ég þurrka hann upp með pappírsþurrkunni. Þá þornar það. Þetta á að verða mynd. Hröðum öruggum strokum byrjaði hann með rauða vatnslitnum og gerði eitthvað, sem virtist ckki vera annað cn rauðir blcttir hingað og þangað á blaðinu. Síðan tók hann aðra liti í sömu röð og á litahjólinu. Smám saman eftir því sem hann notaði fleiri liti, kom myndin í Ijós. Þcgar hann var búinn, hafði hann gert mynd af húsi, tré, himni, grasi, blómum, sól. Hann hafði notað alla litina. I myndinni var form og meining og innbyrðis sam- band milli litanna — Þetta cr . þetta er... Hann stamaði og fálmaði með penslin- um, laut höfði, hann varð allt í einu mjög feiminn. — Þetta er húsið ungfrúar A, sagði hann. — Ungfrú A, ég ætla að gefa þér þetta hús. Dibs tók blýant og teiknaði vandlega skráargat á dyrnar. Hann tciknaði 1' 'a glugga með grindum fyrir ncðst á húsið. A húsinu var einn stór gluggi, scm hann hafði litað skærgulan. Og I gluggakist- una hafði hann málað blómapott með rauðum blómum. Myndin var undravert merki skapandi listar, og það hafði orðið til með þeim hætti, sem var einkennandi fyrir Dibs. Hann horfði á mig. Augu hans voru dökkblá. Á svip hans mátti sjá, að hann var óhamingjusamur og hræddur. Hann benti á dyrnar á húsinu. — Það er skráargat, sagði hann. — Það er hægt að læsa með lykli. Og svo er kjallari, sem er dimmur. Ég horfði á myndina og svo á hann. — Þetta sé ég, sagði ég. — Þetta er hús með lás og dimmum kjallara. Hann starði á húsið. Hann setti fingurna á skráargatið á dyrunum. — Þetta er húsið þitt, sagði hann. Hann neri fingurna. — Nú er þetta húsið þitt, sagði hann aftur. Hann dró andann djúpt. Hann hélt áfram og virtist eiga erfitt með að finna orðin: — Það cr líka leikherbergi í þessu húsi. Hann benti á gula gluggann og rauðu blómin í gluggakistunni. -— Já, auðvitað, nú sé ég það. Þetta er glugginn á leikherbcrg- inu, er það ekki? Dibs kinkaði kolli. — Jú, sagði hann. Hann gekk að vaskinum og hellti úr glasinu. Hann skrúfaði frá kran- anum. Aftur tóku kirkjuklukkurnat aðslá. — Heyrirðu Dibs? sagði ég. — — Þú þarft að fara núna. Heyrirðu ekki í kirkjuklukkur.um? Það leit ekki út fyrir, að Dibs heyrði til mín. — Brúnt gerir vatnið brúnt og appelsínugult gerir það appelsínugult, sagði hann. — Já, það er rétt, svaraði ég. Ég vissi, að hann hafði heyrt, þegar ég sagði við hann, að tími væri kominn til að fara. Ég ákvað að láta scm ég vissi ekki annað en hann hefði heyrt til mín. — Þetta er H - F. - I - 1 - 1 vatn. Heitt, sagót hann. — Og K - A - L - T. Kalt. Heitt. Frá. Fyrir Frá. Fyrir. — Finnst þér gaman að heita og kalda krananum? spurði ég. — Já. sagði hann. — En hvað sagði ég við þig um tímann, Dibs? spurði ég. Aftur neri hann hendurnar, og sncri sér að mér. mjög einmana og vansæll á svipinn. — Ungfrú A. segir mála mynd al húsi og fara svo frá þér, sagði hann lágróma. Ég tók eftir því, hve lítið vald hann hafði nú á málinu. Hann var greinilega vel greindur, en vegna tilfinningalegra DIBS vandamála fékk greind hans ekki að njóta sín. — Það er einmitt það, sem ég sagði, Dibs, svaraði ég rólega. Og þú ert búinn að mála mynd- ina, og nú er kominn tími til að fara. — Hér þarf svolítið meira gras og nokkur blóm, sagði hann allt I einu. — Það er ekki tími til þess, sagði ég. — Tlminn okkar er búinn I dag. Dibs gekk að brúðuhúsinu. — Ég verð að ganga frá húsinu. Ég verð að loka dyrunum og gluggunum. — Þér dettur margt I hug til,að losna við að fara heim, er það ekki? En tíminn er búinn, Dibs, svo þú verður að fara heim. — Nei, blddu, blddu, hrópaði Dibs. — Ég skil, að þig langar ekki að fara, Dibs. En þú veist, að tlm- inn er búinn I dag. — Ekki fara núna, kjökraði hann. — Ekki fara núna. Ekki fara. Fara aldrei. — Þér finnst leiðinlegt, þegar ég segi, að þú verðir að fara. En þú mátt koma aftur I næstu viku. Á fimmtudaginn. Ég náði I húfuna, frakkann og stígvélin. Dibs settist við litla borðið. Hann horfði á mig með tár- •n I augunum, þegar ég setti á hann húfuna. Allt I einu Ijómaði hann allur. — Föstudaginn? spurði hann. = — Koma aftur á föstudaginn? — Þú kemur aftur á fimmtu- daginn eftir viku, sagði ég. — Þú kemur I leikherbergið á fimmtu- dögum. Dibs stóð snöggt á fætur. — Nei, hrópaði hann. — Dibs ekki fara. Dibs ekki fara heim. Aldrei. — Ég veit þig langar ekki til að fara, Dibs. En þú og ég höfum bara einn tíma I viku til að vera saman I leikherberginu. Og þegar tíminn er liðinn, cr sama hvað þér finnst, og það er sama hvað mér finnst. Við verðum bæði að fara úr leikherberginu. Nú verðum við að fara. — Má ég ekki mála aðra mynd? spurði Dibs og tárin runnu niður kinnarnar. — Ekki I dag, sagði ég. — Eina mynd enn I dag? spurði hann. — Bara eina mynd, bara eina mynd handa þér? — Nei, tíminn okkar I dag er liðinn, sagði ég. Hann stóð fyrir framan mig. Ég hélt á frakkanum hans. — Komdu nú, Dibs. Farðu með hendurnar I ermarnar. Hann gerði það. — Sestu, svo ég geti klætt þig I stígvélin. Ég leit framan I hann meðan ég klæddi hann I stlgvélin. Hann hafði tekið pelann úr brúðuhúsinu og tottaði hann nú eins og smábarn. Loksins var hann kominn I stíg- vélin. — Já, sagði ég. — Nú ertu kominn I stígvélin. — Setja lokið á málningakrukk- urnar? spurði hann og gerði síðustu tilraunina. — Ekki núna, sagði ég. — Þornar hún ekki? spurði hann. — Jú, ef krukkurnar standa opn- ar, svaraði ég. — Ég skal setja lokin á á eftir. — Setja lokin á fingramálning- una? — Já, það skal ég gera líka. — Þvo penslana? — Já, ég skal sjá um það. Dibs andvarpaði. Nú datt hon- um vlst ekki fleira I hug. Hann stóð upp og gekk til dyra. Utan við dyrnar nam hann staðar, teygði sig I skiltið og sneri þvl við úr: Gerið svo vel að trufla ekki I Leikþjálfunarherbergi. Hann klappaði á hurðina. — Leikherberg- ið okkar, sagði hann. Hann gekk fram ganginn I móttökuna og fór með móður sinni, án þess að malda neitt I móinn, henni til mikillar undrunar. Þegar Dibs kom inn I leikher- bergið næsta fimmtudag, gekk hann beint að borðinu og virti fyrir sér krukkurnar með fingramáln- ingunni. Hann lyfti upp hverri krukku fyrir sig og setti þær síðan aftur á litlu hilluna. — Lokin eru á, sagði hann. — Já, ég mundi eftir að setja þau á, sagði ég. — Ég sé það, sagði Dibs. — Hann tók upp pelann. — Mig langar að sjúga hann, sagði hann. Hann stóð og saug túttuna, horfði á mig. Svo setti hann pelann á borðið. — Fara úr, sagði hann. Hann hneppti frá sér frakkanum, fór hjálparlaust úr honum og hengdi hann á húninn. Hann tók af sér

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.