Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.02.1976, Qupperneq 25

Vikan - 19.02.1976, Qupperneq 25
heima. Móðir hennar var þekkt fyrir fegurð og glaðværð í sam- kvæmislífinu, en það átti ekki alls kostar við hina alvarlegu dóttur hennar. „Eleanor er svo gamal- dags", átti móðirin til að segja og andvarpa um leið þunglega. Og stundum kom það fyrir, að.hún segði ,,gamla" við hana, eða kallaði hana „ömrnu". ,,Ég skammaðist mín svo, að ég hefði helst viljað hverfa niður um gólf- ið", sagði Eleanor seinna. Öll bernska hennar var þrotlaus þrá eftir umhyggju og ástúð, og hún var oft kvíðafull og hrædd. Það var Eleanor hrein kvöl að alast upp svo að segja í miðdepli samkvæm- islífsins, enda var hún ákaflega tilfinninganæm og full minni- máttarkenndar. Dansleikir — og henni var ekki boðið upp í einn einasta dans, kokkteilveislur — og henni leiddist svo, að hana langaði mest til að fela sig einhvers staðar úti í horni. Og svo bættist það ofan á allt, að hún varð ástfanginn af frændasínum, hinum glæsilega Úteljandi sögur eru til af siæmum tengdamæörum, en Sara Ftoose- velt, móðir Franklins D. Ftoose- velts, er þeirra allra verst. Flún tók Lucy Mercer fram yfir Eleanor rétt eins og sonur hennar. Franlin D. Roosevelt, sem þá var hvað eftirsóttastur allra manna í Bandaríkjunum. Hann var tuttugu og eins árs og draumaprins allra ungra stúlkna. Hvað gat hann séð við þennan Ijóta andarunga, hana Eleanor? Sjálfsagt skildi það enginn. For- setinn geymdi bréfin frá Eleanor. Hún brenndi bréfunum hans. Þau voru of full af einkamálum, sagði hún seinna til útskýringar. • En sumir hafa getið sér þess til, að hún hafi brennt þeim í sorg og ör- væntingu daginn, sem hún var svikin og hún gerði sér Ijóst, að Franklin var orðinn leiður á henni. Eleanor þráði ekkert eins mjög og umhyggjusemi. í Franklin fann hún mann til að elska, og hún skrifaði draumaprinsinum sínum hugljúf ástarbréf: ,,...í fyrstu var ég í vafa um, hvort hjá okkur væri það ,,alla ævi, uns dauðinn skilur okkur að", en nú veit ég, að svo er. Ég veit ekki, hvað ég á að skrifa, því að ég get ekki skrifað það, sem ég helst vil..." En var það í raun og veru ,,alla ævi, uns dauðinn skilur okkur að" í augum hins dansglaða og létt- lynda Franklins Roosevelts? Raun- ar var hann kannski ekki eins létt- úðugur og hann leit út fyrir að vera. Hin nítján ára gamla Eleanor elskaði af ástríðu og einlægni í fyrsta og síðasta sinn á ævi sinni. Franklir. sóttist eftir því að komast í fremstu röð í heiminum. Það er alls ekki óhugsandi, að í Eleanor hafi hann séð fyrsta flokks konu- efni, rétt eins og skapaða til þess að vera konu framámanns, ein- staklega vel til þess fallna að vera forsetafrú. Hún var greind og allvel menntuð og var af góðu fólki komin. Theodore Roosevelt forseti var frændi hennar, og sem ung stúlka var Eleanor eins konar prinsessa, að vísu ekki sérlega fögur prinsessa, og því síður hamingjusöm og lífsglöð. En prinsessa, jafnvel þótt hún væri það í svolitlum öskubuskustíl. Nú er það, sem Sara kemur til sögunnar. Sara Roosevelt — móðir Franklins. Flestir hafa heyrt getið um alls konar hræði- legar tengdamæður, og um þær eru 1' óteljandi sögur — en Sara slær þær allar út. Allar með tölu. Um leið og hún komst að því, að Franklin og þessi litla frænka hans voru að draga sig saman, skipaði hún þeim að halda sam- drættinum og trúlofun sinni leyndri, og sjálf fór hún með Franklin í ferðalag. Hún ætlaði vitaskuld að reyna að fá hann til að gleyma um leið og hún sjálf svipaðist um eftir tengdadóttur sér að skapi. Og Franklin og Eleanor hlýddu Söru. Þau hlýddu henni alltaf. Eleanor var aldrei frjáls — tengda- móðir hennar fylgdi henni hvert fótmál. Tengdamóðir hennar valdi gluggatjöldin og húsgögnin handa henni, tengdamóðirin ól upp börn- in hennar, tengdamóðirin ákvað allt, stórt og smátt. Sara var ekkja, og Franklin var nú maður- inn í lífi hennar. Honum ætlaði hún aldrei að sleppa. Eleanor ætlaði sér það ekki heldur. Hún ætlaði sér að halda í hann — og það gerði hún. En hún galt það dýru verði. Brúðurinn klæddist kniplinga- slöri, hún bar liljuvönd og prýddi brúðarskartið demöntum móður sinnar. Fyrir brúðkaupið var henni ráðlagt þetta í bréfi: Réyndu að gleyma fólkinu, hugsaðu bara um Franklin. Fáðu þér bolla af sterku tei hálftíma áður en þú gengur niður þrepin. Við það færðu lit á andlitið og þú verður styrkari af því. En mundu: hvorki sykur eða rjóma í teið." Og Eleanor þurfti sannarlega að fá svolítinn lit framan í sig. Bæöi í þetta sinn, árið 1905, og síðar. Brúðkaupsferðin til Evrópu tókst ekki sérlega vel. Kynlífið var Eleanor kvöð. En hún hélt það út af ást til Franklins. Árið 1905 voru margar ungar brúðir ekki ýkja hrifnar af kynlífi. Þá sögðu menn, að mesta ánægja brúðarinnar væri fólgin í því að byggja upp heimili sitt. En meira að segja það fékk Eleanor ekki að gera eftir sínu höfði, þótt hana langaði mikið til þess. Tengdamóðir hennar hafði þegar séð ungu hjónunum fyrir húsi, búið það húsgögnum og húsmunum hátt og lágt, — og ráðið þeim þrjá þjóna. Og Sara hafði búið svo um hnútana, að hún sjálf bjó ekki nema þremur húslengdum neðar í götunni. Franklin lagði stund á lögfræði. Eleanor þurfti að eyða öllum stundum með tengdamóður sinni. Þær Sara óku í hestvagni um Fimmta breiðstræti og gegnum skuggasælan Central Park. Þær borðuðu hádegisverð saman, og Sara sagði Eleanor, hvar hún ætti að versla og hvað hún ætti að kaupa. Eleanor beygði sig ár eftir ár. Franklins vegna. En dýpstinni í sér átti hún sína eigin drauma. Hana langaði til að vinna og hjálpa þeim, sem fátækir voru. En svo sagði tengdamóðir hennar, að hún gæti fengið alvarlega sjúk- dóma af því einu að koma nálægt fátæklingunum. Og Eleanor lét undan. Franklins vegna. Árin liðu, og Eleanor eignaðist fimm börn: Önnu, James, Eliot, Franklin og John. Amman lagði sig fram um að vinna vináttu barn- anna — og að sjálfsögðu náði hún yfirhendinni í baráttunni við Elea- nor. En náttúrlega varð einhver að refsa börnunum. ef þörf krafð- ist. Það kom í hlut Eleanor. Franklin D. Roosevelt hóf póli- tískan feril sinn ungur. Það hafði það í för með sér, að ýmsar skyldur lögðust á herðar Eleanor. Hún þurfti á einkaritara að halda, og árið 1913 var Lucy Mercer ráðin til þeirra starfa. Fimm árum síðar hrundi veröld Eleanor Roose- velts til grunna fyrir hennar til- verknað. Lucy var lagleg, glaðlynd og töfrandi ung stúlka. Hún var af yfirstéttarfólki komin eins og Rooseveltarnir, hafði góðan smekk, var vel upp alin, og karlmönnum féll hún einkar vel í geð. Enginn gat staðist hana. Rooseveltfjölskyldan tók henni opnum örmum. Þegar Eleanor þurfti á einni konu að halda við miðdegisverðarborðið, varð smám saman sjálfsagt, að Lucy skipaði það sæti. Hún varð eins og ein af fjölskyldunni. Tengdamóðirin Sara féll einnig fyrir henni og skrifaði Eleanor: „Ungfrú Mercer er svo skemmtileg og aðlaðandi, og hún dýrkar þig, Eleanor." Svona byrjaði það. Hitt kom af sjálfu sér. Lucy brosti og hló og dansaði. Franklin þótti gaman að skemmta sér. Og það var ekki sérlega auðvelt að skemmta sér með Eleanor. Hún var alvarleg og stillt. Hún lét skyldur sínar sitja fyrir öllu öðru. í samkvæmum kunni hún alls ekki við sig, fólk 8. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.