Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 19.02.1976, Qupperneq 26

Vikan - 19.02.1976, Qupperneq 26
stirðnaði upp í návist hennar. Hún gerði sér vel Ijóst, að Lucy hafði allt það til að bera, sem hana sjálfa skorti, allt það, sem Franklin hreifst af og hún gat ekki veitt honum. En leiknum varð að halda áfram, lífið nam ekki staðar. Sumarið 1917 fór Eleanor með börnin til sumarhússins í Campo- bello eins og hún var vön. Franklin varð eftir í Washington — og þar var Lucy Mercer einnig. Hann skrifaði konu sinni bréf og kvartaði undan því, hve einmana hann vaeri í borginni. Eleanor hlýtur að hafa vitað, að hann var ekki eins einmana og hann lést vera... Hún skrifaði honum og útlistaði fyrir honum, hve vel sér liði og hve áhyggjulaus hún væri. Henni tókst vel að leyna því, hve illa lá á henni og að hún vissi, hvað í vændum var. Ástarævintýri þeirra Franklins Roosevelts og einkaritara konunn- ar hans var þegar hafið. Joseph P. Lash segir frá því í bók sinni Eleanor og Franklin, hvernig Alice Roosevelt Longworth frænka Eleanor hjálpaði elskendunum. Hún hafði séð þau Franklin og Lucy saman í bíl og sagði síðar við forsetann verðandi: ,,Þú sást mig ekki, en ég sá þig. Þú hélst um stýrið, en þú horfðir ekki á neitt annað en konuna við hlið þér." ,,Já, er hún ekki töfrandi?", svaraði Franklin rólega. Hann vissi, að hann þurfti ekki að óttast þessa frænku konunnar sinnar. Alice þótti Eleanor leiðinleg og hátíðleg. Nú gat hún gert þessari helögu frænku sinni grikk með því að vera Franklin og vinkonu hans innan handar. ,,Hann á það skilið að hafa það svolítið notalegt, vesalingurinn", sagði hún í vork- unnartóni. ,,Hann, sem er giftur henni Eleanor!" Haustið 1918 kom Franklin D. Roosevelt heim úr evrópuferð, og hafði veikst af lungnabólgu. Elea- nor — sem alltaf var jafnskyldu- rækin — tók að sér störf hans. Þá fann hún bréfið frá Lucy Mercer. Við höfum þegar heyrt, að Eleanor Roosevelt skorti mjög sjálfstraust og sjálfsöryggi, og hún hafði því grundvallað allt líf sitt á honum. Hann var akkeri hennar í heiminum, og svo missti hún allt í einu takið á akkerisfestinni. En Eleanor hefði ekki verið sú, sem hún var, ef hún hefði ekki boðið manni sínum frelsi. Franklin gat gifst yngri, fegurri og glað- værari konu, sem hæfði honum betur. En hann sagði nei. Aðallega vegna barnanna, sagði hann sjálf- ur síðar. En Eleanor var sannfærð um, að hann vildi ekki skilja við hana, vegna þess að hann vildi ekki, að blettur félli á pólitískan feril sinn. Og með þessa stað- reynd í huga, reyndi hún að horfast í augu við framtíðina. Mörgum árum síðar sagði Eleanor við náin vin sinn: ,,Ég hef allt of gott minni. Ég get fyrirgefið — en ekki gleymt." Franklin og Lucy urðu ásátt um að fara hvort sína leið. í öryggis- skyni átti hún að giftast manni að nafni Rutherford. En Eleanor hafði tekið þetta svo nærri sér, að ógerlegt var að brúa nokkurn tíma þá gjá, sem myndast hafði milli hennar og Franklins. Leiðin til hvíta hússins virtist ætla að verða Franklin D. Roose- velt auðveld. En svo fékk hann lömunarveiki og Eleanor varð að gæta mannsins síns eins og barns. Og allan tímann var hún að hugsa um Lucy Mercer. Ef Eleanor hefði ekki notið við, hefði Franklin D. Roosevelt að öllum líkindum orðið alger örkumlamaður. En hún neitaði að koma fram við hann eins og hjálparvana sjúkling, hún neitaði að gefast upp. En gat hún unnað honum eftir samband hans við Lucy Mercer? Nokkru eftir að hún komst að sambandi þeirra, sagði hún vini sínum, að ást sín væri dauð. En kannski var hún bara að reyna að blekkja sjálfa sig með því, enda var ást Eleanor þess eðlis, að hún þoldi nokkur áföll. Franklin varð þess áskynja, að volgt vatn hafði góð áhrif á máttvana fætur sína. Því hélt hann sig mikið til í sólinni kringum Flórida, þar sem hann sigldi meðfram ströndinni í snekkju sinni, sem hét Larooco, og einnig var hann tíður gestur í heilsu- lindunum í Warm Springs í Georgia. En hvernig var með drauminn um hvíta húsið? Eleanor tók að sér að láta hann rætast. Nú stóð hún ein. Og hún varð að vera sterk. Loksins losaði hún sig undan áhrifum Söru tengda- móður sinnar. Eleanor varpaði sér út í hringiðu stjórnmálanna sem staðgengill Franklins. Hún hafði heitið sjálfri sér því að halda nafni Rooseveltanna lifandi, meðan Franklin var enn of veikburða til að snúa sér að stjórnmálunum á ný. Eleanor, sem áður hafði verið svo óörugg með sjálfa sig, stóð sig frábærlega vel á vettvangi stjórn- málanna. Hún vissi líka vel fyrir hverju hún vildi betjast — hún vildi útrýma fátækt og koma á jafnrétti kynjanna. En hún tók ekki þátt í opinberu lífi sjálfrar sín vegna, heldur vegna Franklins. Og henni tókst að ná markinu. Árið 1932 fluttu þau hjónin inn í hvíta húsið sem forsetahjón Bandaríkjanna. En var í rauninni hægt að kalla þau hjón? Um það er ekki gott að dæma. Samband þeirra varð að minnsta kosti ekki nánara með árunum, heldur þvert á móti. En Eleanor hafði fengið annað — hún hafði töluverð áhrif í opinberu lífi. Hún gegndi opinberri stöðu. Elea- nor Roosevelt var nafn, sem allur heimurinn þekkti — og ekki einungis vegna þess, að hún var forsetafrú í hvíta húsinu. Á styrj- aldarárunum var hún á stöðugum ferðalögum, talaði á fundum og vann gífurlegt starf. Hún lét Önnu, elstu dóttur þeirra Frank- lins, eftir að annast húsmóður- skyldurnar í hvíta húsinu. Og þegar forsetafrúin var ekki heima, buðu Anna og faðir hennar oft ákveðinni konu til kvöldverðar, engri annarri en Lucy Mercer- Rutherford, stúlkunni með mónu- lísubrosið. Lucy Mercer var komin aftur eftir öll þessi ár. Eða hafði hún kannski aldrei farið? Lucy Mercer var ekki einungis boðið til fámennra vinasam- kvæma. Fjöldi fólks komst ekki hjá því að sjá hana í stærri boðum, og í þeim hópi voru margir, sem kölluðu sig vini Eleanor Roose- velts. En enginn vildi særa hana. Enginn þorði að segja henni sannleikann, því að henni hefði fundisí hann hámark auðmýk- ingarinnar. Stríðinu var að Ijúka. Roosevelt, Churchill og Stalín hittust í Jalta. Eleanor vildi fara með manni sínum, en hann vildi ekki, að hún gerði það. í hennar stað tók hann dótturina Önnu með sér. Eftir jaltaráðstefnuna hrakaði heilu forsetans mjög, og hann neyddist til að fara til Warm Springssértil heilsubótar. Eleanor varð eftir í Washington og vann af kappi. 12. apríl, einmitt þegar Eleanor Roosevelt hélt hinn venjulega blaðamannafund sinn, bárust þau tíðindi frá Warm Springs, að forsetinn væri mjög illa haldinn. Hún flýtti sér heim í hvíta húsið til að ferðbúast, en áður en hún komst af stað, gengu tveir alvar- legir menn inn í dyngju hennar og tilkynntu henni, að forsetinn væri látinn. ,,Ég kenni meira í brjósti um allt fólkið í þessu landi og allt mann- kynið en sjálfa mig", sagði hún eftir stutta þögn. Síðan gerði hún allt, sem í hennar valdi stóð. Það gerði Eleanor Roosevelt ætíð. Hún lét senda eftir Harry Truman vara- forseta og sagði honum lát Roose- velts. Síðan flaug hún til Warm Springs. Þótti henni miðurað hafa ekki verið við dánarbeð hans? Eleanor fékk brátt að vita, að hann hefði ekki verið einn, þegar hann dó. Lucy Mercer var hjá honum. Sex hvítir hestar drógu líkvagn- inn heim að hvíta húsinu. Eleanor Roosevelt gekk á eftir kistunni. Hún sá Lucy Mercer hvergi, fann aðeins skuggann af henni. í þrjátíu ár hafði hún barist við þennan skugga. Og nú var barátt- unni lokið. 26 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.