Vikan

Útgáva

Vikan - 19.02.1976, Síða 32

Vikan - 19.02.1976, Síða 32
I herðum og hallaði sér fram á lurkinn. Hann skar sig á engan hátt úr hinum, en Marianne þorði ekki að Iíta framan í hann. Þó hvarflaði hugur hennar ekki andartak frá þessum manni, sem hún lagði nú allt sitt traust á. Hún hafði ekki hugmynd um, hvernig hann var þarna kominn, en hún var sannfærð um, að það var hennar vegna. Hitasóttarkenndur sesingur gagntók hana og hún hélst ekki lengur við í þessari krjúpandi stellingu. Hún reis á fætur og sársaukasvipur var á andliti hennar. Hún þokaði sér frá og á augabragði var bónda- KRYDDID eldhúsið með karrylitri vél frá 7 gerðir af eldavél- um í hvítum, karry, gulum, grænum og brúnum lit. Vegna sérstakra samninga getum við boðið þessar vélar á mjög hagstæðu verði. 3 hellna vélar 4hellna vélar Eigum einnig gufu- gleypa, uppþvotta- vélar og kæliskápa í sömu litum. Greiðsluskilmálar. ____________ EINAR FARESTVEIT & Co. Bergstaðastræti 10A slmi 16995 HF. kona komin í hennar stað. Morvan yggldi sig, en sagði við hana lágri röddu, að hún skyldi fara fram í eldhús til Soizic. Marianne þótti það ekkert miður, þó hana hefði raunar langað til þess að ná sambandi við Svartbak, en á leið sinni út þorði hún ekki fyrir sitt litla líf að nálgast hann. Þau gátu ekkert raeðst við fyrr en um kvöldið. Þá safnaðist allt heim- ilisfólkið saman og gömul kona kyrjaði einhvers konar jarðarfarar- söng í minningu hins látna. Óhjá- kvæmileg ringulreið skapaðist, er fólkið flykktist að líkbörunum og þá var það sem Marianne fann að komið var við olnboga hennar. Rödd hvíslaði á ensku: , ,Á morgun...við útförina, skaltu láta líða yfir þig I kirkjunni.” Hún leit undrandi I kringum sig, en hið eina sem hún sá var andlit gamallar tannlausrar konu, sem muldraði einhverjar bænir. En svo kom hún auga á breitt bak sjó- mannsins þar sem hann var að koma sér fyrir á meðal karlmann- anna. Fyrir Marianne var þessi vaka næstum því óþolandi. Hún heyrði ckkert nema þetta jarðarfararsöngl gömlu konunnar. Um miðnætti var borinn fram málsverður, en hún snerti varla á honum. Eitt var víst, að ekki varð henni hugsað til hins látna, enda átti hann það víst tæplega skilið. Orð Svartbaks suð- uðu fyrir eyrum hennar og hún fylltist kvíða. Hann hafði sagt henni að falla I ómegin í kirkjunni, en það gat verið hægara sagt en gert. Marianne hafði aðeins einu sinni á ævinni fallið í yfirlið og það var þegar henni skolaði útbyrð- is af skútunni. Þá hafði hún líka verið að því komin að drukkna og strandþjófarnir höfðu stungið í hana gaffli. Hún hafði misst með- vitund vegna sársaukans og vos- búðar, en hvernig átti hún að fara að því að láta líða sannfærandi yfir sig, án nokkurs tilefnis? Stöku sinnum, heima í Englandi, hafði hún orðið vitni að því er fínar frúr liðu I ómegin á hárréttu augna- bliki án þess að litaraftið breyttist hið minnsta. Þetta höfðu verið tóm látalæti. Slíkt dygði ekki í þetta sinn. Hún varð að láta líða yfir sig á trúverðugan hátt og skapa uppi- stand. Jæja, hvað um það, hún ætlaði að gera sitt besta og láta guð og gæfuna um afganginn. Hún var svo djúpt hugsi, að hún var komin að dyrum herbergis síns, er hún tók eftir því að Gwen hafði elt hana. Aðeins karlmenn- irnir voru nú enn á vökunni. Konurnar höfðu fengið leyfi til þess að ganga til náðar. En þegar stúlk- an gcrði sig líklega til þess að fara inn mcð henni andmælti Marianne. ,,Þetta er mitt herbergi,” sagði hún hranalega. ,,Það er mitt líka, í nótt að minnsta kosti. Qg þér skulið ekki halda að ég hafi ánægju af því. Þetta er samkvæmt skipun frá Morvan og það gleður mig, að hann skuli loksins vera farinn að gruna yður um græsku.” Ósvífnin í rödd hennar benti til þess, að nú teldi hún sig ekki lengur þurfa að sýna varkárni og við það hljóp Marianne kapp í kinn. Ef Gwen vildi endilega rífast þá skyldi ekki standa á henni. Marianne þreif í handlegg hennar og fleygði henni inn I herbergið. Því næst lokaði hún dyrunum vandlega á eftir sér. ,,Mér segir svo hugur að hann hafi fulla ástæðu til þess að gruna þig Hka, góða mín, Og ‘þar sem við þurfum að eyða nóttinni hér saman í herbergi, þá er eins gott að við gerum út um þctta í eitt skipti fyrir öll.” Þcssi snaggaralegu viðbrögð virt- ust slá Gwen algjörlega út af lag- inu. Augnaráð hennar varð lymsku- fullt og vantraust breiddi sig um snoturt andlit hennar. ,,Gera út um hvað?” „Framkomu þína. Hún er I hæsta máta ámælisverð. Þú segir að Morvan treysti mér ekki. Hvers vegna? Af því að Jean Le Bru er flúinn? Ef svo er, þá skjátlast honum. Ég átti enga aðild að flótta hans, cn öðru máli gildir kannski um þig.” „Hvernig þá?” ,,Þú hjálpaði honum að flýja." Fyrir stuttri stundu hafði Mari- anne alls ekki verið viss I sinni sök, en núna er hún heyrði sjálfa sig 32 VIKAN 8.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.