Vikan

Tölublað

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 3

Vikan - 13.05.1976, Blaðsíða 3
Stuart Cree. Við Jim gátum ekki iátið það vera að skreppa tii Edinborgar, enda tekur ferð með lest frá Glasgow til Waferlyststöðvar i Edinborg ekki nema tæpan klukkutíma, og Waferly er í hjarta borgarinnar, aðeins örfá skref frá aðal- götunni Princess Street. Edinborg er forn borg, fögur og fræg, og þar eru því margar byggingar og mannvirki, sem krefjast mikils viðha/ds. Þetta minnismerki er alþakið styttum af körlum og konum, sjálfsagt þekktum úr sögunni, þótt við Jim séum ekki fróðari en svo, að við könnuðumst við fæst af þessu fótki. Hinu tókum við eftir, að flestallar stytturnar höfðu verið teknar niður úr minnismerkinu til hreinsunar og viðgerðar, og nærri má geta, að sögufrægðin kostar edinborgara ósköpin öll I útlögðum pundum árlega. Eins og naerri má geta hafa margir íslend- ingar flogið með íslensku flugfélögunum milli Skotlands og íslands á þeim rúmu tuttugu árum, sem liðin eru síðan fyrsta ferðin var farin með Catalinaflugbátnum í júlí 1945, og að sjálfsögðu flugum við Jim Ijósmyndari með Flugleiðum — nánar tiltekið þotunni Sólfaxa, þegar við héldum til Glasgow að hitta Jóhann- es Eðvaldsson að máli, en viðtalið við hann birtist í síðasta blaði. Undanfarin ár hefur verið mjög algengt, að íslendingar hafi skroppið til Glasgow í verslun- arleiðangra, og fullyrða þeir, sem það stund- uðu hvað mest, að ferðin hafi borgað sig, því að margar nauðsynjavörur séu svo ódýrar í Þessi mynd var tekin af tveimur starfskröftum jafnframt því sem hún starfar hjá F/ugleiðum. Flugleiða i Glasgow. Stúlkan til hægri á mynd- Stúlkan til vinstri er hins vegar skosk, og við inni heitir Aldís og er húsmóðir í Glasgow Jim erum ekki á eitt sáttir um, hvað hún heitir. Frá Loch Lomond. Glasgow, að fljótlegt sé að hafa upp í fargjald- ið. Víst er það satt og rétt, að vörur eru ódýrar í þessari stærstu borg Skotlands og sömuleiðis í þeirri sögufrægu Edinborg, en þangað er ekki nema tæplega klukkustundar lestarferð frá Glasgow. Hinu furðaði ég mig meira á, þegar ég kom nú í fyrsta sinn til Glasgow, hve lítið glasgowfarar hafa látið af borginni sjálfri og umhverfi hennar. Flestir hafa látið nægja að segja að Glasgow sé skítug — skítugasta borg í Evrópu — og síðan ekki söguna meir. Ég verð að andmæla þessu. Glasgow er hreint ekki óhreinni borg en þær erlendar stórborgir aðrar, sem ég hef gist. Öðrum glasgowförum til málsbóta verður að geta þess, að á undanförnum árum hefur verið unnið mikið starf við niðurrif lélegra bygginga í Glasgow, og nýjar hafa verið reistar í staðinn. Einnig kann að vera, að við Jim höfum séð meira af Glasgow en almennt gerist um íslendinga, sem þangað skreppa í snögga ferð, því að daginn eftir komu okkar þangað ók Ronald MacAukay sölumaður hjá Flugleiðum okkur víðs vegar um borgina. Með honum skruppum við einnig norður fyrir Glasgow og litum inn í viskíbrugghús í Stirlingshire, og segir frá þeirri för seinna. Okkar fyrsta verk í Glasgow var að halda beint á skrifstofu Flugleiða þar í borginni, en þar Pv höfðum við mælt okkur mót við Jóhannes L/ 20. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.