Vikan

Útgáva

Vikan - 13.05.1976, Síða 29

Vikan - 13.05.1976, Síða 29
að hún skalf enn, þegar hún fékk sér sæti við hliðina á greifynjunni. En hún ákvað að hugsa ekki frekar um fyrirætlanir Jason Beauforts í bili að minnsta kosti, eða ekki fyrr en hún vissi hvað það var sem hann ætlaðist til af henni. Grannir, hvítir fingur tékkneska píanóleikar- ans voru þegar farnir að fikra sig eftir píanóborðinu. Ttmi þagnar- innar var runninn upp. Kyrrðin gagntók hana og Marianne vissi, að sefandi máttur tónlistarinnar myndi ekki bregðast henni. Hún varð að gefa sig henni algjörlega á vald, til þess að komast í það jafnvægi, sem hún yrði að búa yfir innan stundar. Listamaðurinn hóf að spila og hún lygndi aftur aug- unum. Tveimur klukkustundum stðar smeygði Marianne sér út um fransk- an glugga. Utan yfir þunnan kjól- inn hafði hún brugðið sér í skikkju og hún var I tréskóm. Það snjóaði ekki lengur, en snjóföl breiddi sig eins og teppi yfir grasflötina alla leið að trjárunnunum. Styttur og runnar voru eins og hvítar vofur þarna t rökkrinu, en sem betur fór þekkti Marianne ekki til myrkfælni. An þess að hika skundaði hún yfir drifhvíta flötina, vildi flýta sér að komast úr birtunni, sem barst úr stórum gluggum hússins. Kuldinn var ekki svo átakanlegur. Marianne var fljótt komin I hinn enda garðs- ins, snéri þá til vinstri og nálg- aðist litla, áttstrenda garðhúsið. Þótt gluggatjöldin væru dregin fyrir grillti hún í Ijósglætu inni fyrir. Jason Beaufort beið hennar þar. Hann sat þarna í hringmynd- aðri setustofunni og néri saman höndum yfir arineldinum, sem hann hlaut að hafa kveikt við komu sína. í birtunni frá logunum sá Marianne hversu sterkur vanga- svipur hans var. Nú fyrst tók hún eftir því, að hann bjó yfir vissum töfrum, en hún bægði þeirri hugs- un fljótt frá sér. Þess háttar undan- látssemi hæfði hvorki stund né stað. Hún gekk inn og lokaði dyrunum á eftir sér. Það glumdi í tígulsteins- lagða gólfinu undan tréklossum hennar, en Jason leit ekki við. Án þess að horfa á hana benti hann henni að setjast í stól gegn sér. Hún lét hettuna á skikkjunni falla niður á axlirnar og hlýddi umyrðalaust. Birtan féll á skínandi lokka hennar, enjason leit enn ekki á hana. I stað þess starði hann inn í arineldinn og byrjaði að söngla lagið, sem Marianne hafði sungið fyrir stuttri stundu. Hann var lagviss og rödd hans var djúp og notaleg, en Marianne var ekki þarna komin til þess að hlusta á hann syngja. ,Jæja?” sagði hún óþolinmóð. „Eruð þér svona tímabundnar? Segið mér, hvað heitir þetta lag? Það er mjög fallegt. ’’ ,,Þetta er gamalt lag og heitir Plaisir d'Amour. Martini samdi það við ljóð eftir Florian. Eruð þér þá i. BENZONI C Opera Mundi Paris ánægður?” sagði Marianne stutt í spuna. Jason leit nú á hana. Ró hvlldi yfir augnaráði hans og minnti á hafið á góðviðrisdegi. Hann yppti öxlum. ,,Ekki vera svona árásargjörn,” sagði hann stillilega. ,,Við erum OENDANLEGIR MÖGULEIKAR , 8Í Húsgagnaverslun <> Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SIMI 11940 Já; líkí og 4; AÁsíernÖfía níu Ííf, •••'/• 6 g &v o ‘e r .Qjftfl W ^ðveltciðþfífaþau. fallág og jitrík. f&E -góHje p^pjri a111 a ð .4 m ’r& bT«id d. i-.i>£5*fa reyndasta m, -si|ð. Grensásvegi Ú ú / Aií?nkastræti 7 simfíj ruvévílun landsm^. ‘TJj 20. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.