Vikan

Eksemplar

Vikan - 20.05.1976, Side 18

Vikan - 20.05.1976, Side 18
Læknar nota sérstakt mál, sem kunnugt er, því að þeim er nauðsynlegt að hafa sérstakt tæknimál, sem læknar um víða veröld eiga hægt með að skilja, og þar sem þetta mál er hvergi talað (latína) og útdautt mál, eru líka minni líkur til að aðrir skilji það, nema þeir sem hafa lagt sérstaka stund á að læra það. Það er því ekki nema eðlilegt, að almenningur skilji yfirleitt ekkert í þessu læknamáli, en oft kemur það fyrir að menn langar til að vita, hvað við er átt, t.d. á lyfseðlum og í öðrum tilfellum, þar sem fólk rekst á þetta furðulega mál. Ekki er það meiningin að gera fólk fullnuma í latínu með þessari stuttu grein, en vafalaust hafa sumir gaman af að heyra eitthvað um málið og kynna sér algengustu forskeytin eða endingarnar, svo maður hafi einhverja hugmynd um við hvað er átt. Læknar notað orðið CHRON- IC um sjúkdóm, sem er lang- varandi í andstæðu við orðiö ACUTE sem þýðir stuttur og skarpur. Endingin -ITIS þýðir bólga. Með orðinu BRONCHI er átt við helstu loftpípurnar í lungunum, sem á íslensku hafa verið nefndar „berkjur". Að þessu athuguðu mundi BRON- CHITIS þýða berkjubólga og CHRONIC BRONCHITIS er langvarandi berkjubólga, sem getur orðið mjög þrálát og erfið viðureignar en ACUTE BRON- CHITIS er þá bráð berkjubólga, sem oftast er hægt að lækna með ANTIBIOTISKUM lyfjum eða fúkalyfjum. Eins og áður er sagt merkir endingin -ITIS bólgu, en orð- byrjunin ARTH- táknar liðamót. Þessvegna merkir orðið ART— HRITIS liðabólgu, sem stund- um er jafnvel liðagikt. (ART— HRITIS RHEUMATISM). Orð, sem enda á -OSIS eða -IASIS, þýða venjulega, að breytingar hafi átt sér stað vegna veikinda. Litlir hnútar, sem myndast í sjúklingum, sem hafa berklaveiki, eru nefndir TUBERCLES. Þannig er orðið TUBERCULOSIS myndað. Sem dæmi um endinguna -IASIS má benda á orðið ELEPHANTIASIS, en sjúkling- ar með þá veiki hafa gjarna ákaflega gilda fótleggi. Á svip- aðan máta erorðið PSORIASIS myndað. Endingin -RHOEA merkir fljótandi eins og í oröinu Dl- ARRHOEA, eða fljótandi hægðir. Orðið AEMIA merkir blóð, en orðiðTOXIC er eitraður. TOXA- EMIA á læknamáli þýðir þannig blóðeitrun. SCLEROSIS merkir hersla eða kölkun, en ARTERIA þýðir slagæð. Á þann .hátt verður til oröið ARTERIOSCLEROSIS, samansett úr orðunum ARTER- SCLER- OG ENDINGUNNI -OSIS, en ARTERIOSCLER- OSIS þýðir æðakölkun. Endingarnar -TOMI — STO- MY og -ECTOMY geta ver- ið dálítið ruglandi, en end- ingin -TOMY merkir skurð, eins og í orðinu LAPAROTOMY, sem merkir aðgerð, þar sem skurðurer gerður í magavöðva. -STOMY þýðir nánast ,,gat", sem skilið er eftir á líkamanum eftir uppskurð til að hleypa út vessum. COLON þýðir ristill, en þannig þýðir orðið COLOSTOMY, að op hafi verið skilið eftir á líkamanum til að hleypa út vessum eftir uppskurð á ristlinum. -ECTOMY nefnist það, ef líffæri erfjarlægt. APPENDEC- TOMY merkir því aðgerð, sem fjarlægirbotnlangann, en botn- langinn nefnist APPENDIX. Líkamshlutar, sem oft er minnstá íforskeytum, eru magi (GASTR-), nýru (NEPHR-), lif- ur (HEPAT-) og hjarta (CARD). Orðið CHIR þýðir hönd en DACTYL er fingur. Auðvelt er að rugla saman orðunum HYPO (minni) og HYPER (meiri). Mismunurinn er samt mikill, því að hver sá, sem hefur HYPERTENSION, er með of háan blóöþrýsting og þarf gjörsamlega frábrugðna meðferð þeim, sem er með H'/DOTENSION, eða of lágan biuðprýsting. Sálfræðilegar truflanir eru nefndar PSYCHOLOGICAL, en slíkar truflanir geta auðveldlega haft bein áhrif á sjálfan líkam- ann (SOMA) og því orðið að PSYCHOSOMATískri veiki. (Endingin -ísk er þarna tekin úr íslensku). PEPTIC á við maga, en ULCER er sár. Þannig þýðir Peptic ULCER hreinlega maga- sár sem er gjarna ein PSYC- HOSOMATÍskrar veiki. En ef sárið hefur myndast af völdum aspirins, sem læknir hefur ráð- lagt við einhverju öðru, mundi sárið vera IATROGENIC eða af læknisvöldum. Oft sér maður á lyfseðlum eða utan á pilluglösum stafina NO.XXX. Þarna merkir No. númer eða fjölda, en XXX er rómversk tala og þýðir 30. No.xxx mundi þá þýða30stykki pillur. Skammstöfunin TABL. þýðir töflur eða pillur, MIXT. merkir lyfjablanda. AMP. er sprautu- hylki, INJ. merkir til sprautu- gjafar og SUPP. þýðir stauta eða stikkpillur. Skylt er að setja dagsetningu á öll lyf, sem afgreidd eru úr lyfjabúðum, svo og upphafs- stafi þess læknis, sem gaf út lyfseðilinn fyrir þeim. Og nú getið þið reynt að taka próf! KAfíLSSON 18 VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.