Vikan - 24.06.1976, Page 11
ÆTTARMÓT í SUMARBÚSTAÐ
Sumarbústaður við Þingvallavatn er matgra draumur,
sem færri geta látið rætast. Einn hinna lánsömu er
Gunnar Ásgeirsson, sem á veglegan bústað við vatnið
fagra og notar hann óspart. En hann kærir sig ekki um að
sitjaeinnaðdýrðinni,ogoft er gestkvæmt á Heiðarbakka
Blaðamaður Vikunnar brá sér I heimsókn þangað um
hvítasunnuna, og bar þá vel í veiði, því þar var
athafnamaðurinn Gunnar umkringdur nokkrum
tugum ættingja, sem undu þar við tþróttir og leiki í
góða veðrinu. Sjá næstu Viku.
I NÆSTU lflKU
SUMARGETRAUN 1976
Sumargetraun Vikunnar er orðinn árviss viðburður,
sem lesendur Vikunnar hafa alltaf sýnt mikinn áhuga,
enda góðir vinningar í boði. í næsta tölublaði hefst
sumargetraun 1976, og að þessu sinni verður hún með
nýstárlegu sniði, sem áreiðanlega margir hafa gaman
af. Birtar verða myndir af nokkrum íslenskum
einkennisbúningum, sem lesendur eiga svo að spreyta
sig á að þekkja. Fylgist með frá byrjun, og 1 næstu Viku
fáið þið að vita, til hvers cr að vinna.
FEDDI OG FLÍSARNAR
Aumingja Feddi fúskari. Hann er búinn að ganga í
gegnum margt 1 sambandi við höllina sína, eins og
lesendur hafa fengið að fylgjast með. Við höfum það
fyrir satt, að margir hafi séð sjálfa sig í sömu aðstæðum,
þegar þeir lásu þættina af Fedda. Vonandi eru þeir þó
ekki margir, sem þekkja sig í sporum Fedda í
þættinum, sem birtist I næstu Viku, en þar segir af því,
þegar Feddi ætlaði að fara að fltsaleggja hjá sér.
MYNDIRNAR LIFA HÖFUND SlNN
„Islenskar konur eru svo áhugasamar og laghentar, að
ég held það sé einsdæmi”, segir Ellen Kristvins, sem 1
rúm tuttugu ár hefur kennt flos og listsaum, en í næstu
Viku birtist viðtal við hana. Þar segir hún einnig, þegar
hún er spurð, hvort þetta sé ckki dýrt tómstunda-
gaman: ,,AUt efni til handavinnu er dýrt, því verður ekki
neitað. Hitt er svo ánnað mál, að myndirnar lifa þann,
sem gerir þær, og sé litið á þær frá þvl sjónarhorni, held
ég þær hljóti að teljast ódýrar.”
VIKAN Otgefandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Trausti Ólafsson,
Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Otlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart.
Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12.
Símar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 300. Áskriftarverð kr. 3.350 fyrir 13 tölublöð
ársfjórðungslega, kr. 6.320 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 11.700 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist
fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst.
26. tbl. 38. árg. 24. júní 1976
GREINAR:
16 Svtn eru ekki svín. Sagt frá
heimsókn á svínabú Þorvaldar
Guðmundssonar á Minni-
Vatnsleysu.
24 Sveinasöngur á Heiði. Sagt frá
störfum og sýningu slökkvi-
liðsins á Keflavlkurflugvelli.
34 Fingrum bjargað. Ný aðferð við
skurðlækningar.
VIÐTÖL:
2 Addlitslyfting án hnífs. Viðtal
við Fannevju Halldorsdóttur
snyrtisérfræðing.
SÖGUR:
20 Skilaboð frá Absalom. Fram-
haldssaga eftir Anne Armstrong
Thompson. Sögulok.
28 Marianne. 32. hluti framhalds-
sögu eftir Juliette Benzoni.
38 Straumrof. Smásaga efitr Vic
Suneson.
FASTIR ÞÆTTIR:
9 Krossgáta.
12 Póstur.
14 Á fleygiferð í umsjá Árna
Bjarnasonar.
19 Tækni fyrir alla.
23 Meðal annarra orða: Ó S vors
lands.
30 Stjörnuspá.
40 Draumar.
41 Matreiðslubók Vikunnar.
ÝMISLEGT:
7 Aflakóngar fagna.
37 I leiðinni.
26. TBL. VIKAN 11