Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 24.06.1976, Blaðsíða 12
ÞM - fisléttur og hlýr, fóðraður með dralon eóa ull. Ytra byrói úr vatnsvörðu nyloni, innra byrði úr bómull. Hann má nota sem sæng og það fylgir honum koddi. Hægt er að renna tveimur pokum saman og gera úr þeim einn tvíbreiðan. Gefjunar svefnpokinn fyrir sumarið. GEFJUN AKUREYRI 31. FEBRÚAR ER EKKI TIL. Komdu sæll Póstur góður! Ég ætla að spyrja þig nokkurra spurninga: 1. Eru Sheila Douglas og Carl Douglas systkini? 2. Hver er utanáskriftin til þáttarins: Lög unga fólksins? 3. Hvernigeigafiskurinr (kvk.) og ljónið (kk.) saman? 4. Ein fyrir vinkonu mína: Er óeðlilegt, að þrettán ára stelpa, sem er 159 sentimetrar á hæð, sé 53 kíló. 118. tölublaði 29. aprílstendur, að Gillian Blake og Steve Hodson eigi sama afmælisdag og hann sé 31. febrúar. Ég vil leyfa mér að vekja athygli Póstsins á því, að 31. febrúar er ekki til. Jæja og svo er þetta vanalega: Hvernig er skriftin og hvað heldurðu að ég sé gömul? Fröken afskiptasöm. Pósturinn þakkar þér fyrir þá ábendingu, aðil. febrúarerekkitilí okkar dagatali. Hklega hefur Póstin- umbaraþóttnógum,þegarhann var spurðuraðþví, hvenærþetta blessað fólk veeri fætt. Hann hefur ætlað að vera fyndinn og láta jafnframt íþað skína, að ekkiætti bréfritarinú beint gáfulegáhugamál, úrþvíaðhann gat ekki látið sér detta neitt annað í hug aðsþyrjaum. OgPósturinn verðurað játa, aðhonum finnstfyrsta sþurning þtn nákvœmlega jafnlítilfjörleg. Honum dettur ekki einu sinni í hug aðsvarahenniíálvöru og segirþví, að þau séu samfeðra. Utanáskriftin til óskalagaþáttarins Lög unga fólksins er: Lög unga fólksins/ Ríkisútvarp- inuI Skúlagötuál Reykjavtk. Fiskur- inn og Ijónið eiga bærilega saman, ef fiskurinn gœtirþess að fylgja Ijóninu eftir. Ekki sér Pósturinn neitt óeðlilegt við líkamsþyngd vinkonu þinnar. Skriftin er ósköp bágbortn, og þú ert þrettán ára. SJÁLFSFRÓUN OG FORELDRAR. Kæri Póstur! Ég sendi þér þessar línur I þeirri von, að þú getir veitt mér aðstoð og hjálpað mér að létta á huga mínum. Fyrst langar mig að leggja fyrir þig spurningu, sem ég vona að þú getir svarað fyrir mig. Ég las fyrir nokkru síðan bók, sem heitir „Ungbarnið”, eða eitt- hvað svipað. Svo þegar ég kom að kafla, sem fjallar um barnið á unglingsárunum, stóð að sjálfs- fróanir stöfuðu af taugaveiklun á háu stigi. Er þetta satt? Hver er ástæðan fyrir því að sumir unglingar gera þetta, en aðrir ekki? Er talið að þetta sé eitthvað óeðlilegt fyrirbæri? Og svo er það annað. Ég hef áhyggjur af kynltfi foreldra minna, (þér finnst það e.t.v. eitthvað fyndið, en það finnst mér ekki). Það er að segja, mér finnst þau stunda það of mikið, en aðalástæð- an fyrir því, að ég er að skipta mér af þessu, er sú að það truflar mig. Ég er alltaf að hugsa um þetta og þar að auki er svefnherbergið mitt við hliðina á herbergi foreldra minn. Til hvers er fólk að þessu lon og don, úr því að það vill ekki eignast börn? (Því að ég veit, að þau vilja það ekki). Vinkonur mtnar kvarta ekkert undan þessu, (það gæti þó verið að þær vilji bara ekkert segja), svo að mér finnst ég alltaf vera eitthvað óeðlileg, eða þá foreldrar mínir. Af hverju þarf ég allan tímann að þjást? Ég er viss um, að þú skilur vandamál mitt og að það er heldur óskemmtilegt að vera stskælandi, þegar enginn er heima. Vertu svo góður að leysa úr vandamálum mínum, Póstur minn. Með fyrirfram þökk. Ein 15 ára. I bókinni 16 ára eða um það bil, þar sem fjallað er um kynlíf unglinga, er kafli, sem heitir SJÁLFSFRÓUN ER EDLILEG. Bðk þessi er skrifuð af þekkingu og vandvirkni og ættiþví að vera óhætt að treysta þvt, sem þar segir. Fyrrnefndur kafli hefst svo: ,,Á unglingsárunum, þegar áhugi vaknar á hinu kyninu, er mjög algengt að fólk reyni að fróa sér sjálft." Og stðar t sama kafla: ,,Þetta er nefnt onani eða mast- urbation á máli fræðimanna, en á tslensku nefnist það sjálfsfróun eða sjálfsþæging." Og enn segir svo t kaflanum: ,,Það er ekki svo afar langt síðan menn litu á sjálfsfróun sem eitthvað óeðlilegt. '' Og enn skal vitnað til kaflans: ,,En vísinda- menn hafa slegið þvt föstu, að nærri hver einasti karlmaður reyni sjálfs- fróun, og að þrjár af hverjum 12 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.