Vikan

Issue

Vikan - 24.06.1976, Page 15

Vikan - 24.06.1976, Page 15
Þórmundur formaður tilbúinn á spilinu til að draga þann næsta i loftið. ARNI BJARNASON ekki gert nema ætlunin sé að ná vissri hæð eða fljúga langflug. Ekki veit ég hvor lesendur eru nokkru nær eftir að hafa lesið þetta röfl, en hafi einhver áhuga ætti hann endilega að drífa sig í eitt flug við fyrsta tækifæri til þess að kynnast af eigin raun, hvernig það er að fljúga í svifflugu, þvi það er í alvöru engu öðru líkt. Allt klárt fyrir flugtak, virinn kominn á sinn stað og beltin spennt. Aðgæta þarf vel, að allt sé i sem bestu tagi, áður en upp er haldið. ÚRSLIT 1 AKROPOLIS RALLYINU Vikan er því miður það lengi í prentun, að .nýjustu fréttir af kappakstri og öðrurp bílaíþróttum eru alls ekki nýjar, en hér koma samt úrslit í gríska Akropolis rally'inu. i fyrsta sæti varð Harry Kall- strom frá Svíþjóð, en hann ók Datsun 160 J. Kallstrom fékk 8 klukkustundir, 43 minútur og 14 sekúndur í refsitíma, en það er minnsti refsitími. Annar varð grikkinn S. Siroco, sem ók Alpine Renault, en refsi- tími hans var 8 klukkustundir, 48 mínútur og 38 sekúndur. Aðeins 34 af 126 keppendum luku keppninni, sem var 2.772 kílómetrar. Tveir af frægustu rallyöku- mönnum í heimi, þeir Björn Waldegard frá Svíþjóð og R. Púrto frá Ítalíu, sem báðir óku Lancia Stratos, urðu að hætta keppni eftir aðeins 300 kílómetra. Frakkinn J. Ragnotti, sem ók Alpine Renault, var í forystu, þar til kom að síðasta vegarkaflanum, þá bilaði bíllinn, og hann var úr keppni. GISSUR GUULRA55 BIlL KAVANAGU £. frank flbtcuer. 26. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.