Vikan

Tölublað

Vikan - 24.06.1976, Blaðsíða 16

Vikan - 24.06.1976, Blaðsíða 16
SVIN EKKISVÍN — Bölvað svín getur þú veriðl — Þetta er nú meiri svínastíanl Slíkar og aðrar svipaðar upphrópanir hafið þið vafalaust heyrt ótal sinnum og leggið í þær ákveöinn skilning, sem byggist á þeirri skoðun, að svín séu á allan hátt sóöalegar og and- styggilegar skepnur. Ég get fullvissað ykkur um að hvort tveggja er alrangur skilningur og á alls enga stoð ( veruleikanum. Svín eru hreint ekki sóðalegri skepnur en gengur og gerist meðal dýra, sem enga hugmynd hafa um hugtakið sóðaskapur eða hreinlæti. Það eru tiltölulega hýleg hugtök hjá manninum, og hafa myndast með aukinni þekkingu á gildi hreinlætis til heilsuverndar. Þessvegna eru engin dýr sóðalegri eða hreinlegri en önnur. Ef við þykjumst verða vör við meira hreinlæti hjá einni dýrategund en annarri, þá kemur það einungis af eðlislægri hvöt dýranna og af einhverjum öðrum ástæð- um en þeirri, sem við köllum hreinlæti. Kettir eru t.d. alls ekki þrifnir, þótt þaö sé almenn skoðun okkar mannanna. Þegar þeir eru að sleikja feldinn, þá er það alls ekki vegna hreinlætis, heldur til að losa sig við aðskota- hluti, sem orsaka kláða eða önnur óhreinindi. Eða finnst ykkur kannski hreinlæti að liggja uppi í stól og dunda við að sleikja á sér loppurnar eða endaþarminn? Það kemur heldur alls ekki til af hreinlæti hjá köttum að róta með löppunum yfir saurinn, sem þeir hafa skilið eftir. Það er einungis eðlislæg hvöt til að fela hann, svo að önnur dýr finni ekki lyktina og komist þannig á slóð kattarins. Slík eru aðeins ósjálfráð viðbrögð kattarins. Ef hann gerir þarfir sínar á stað, þar sem engin laus jarðvegur er fyrir, eins og t.d. á steinsteypta hellu, þá breytir það engu hegöun kattarins, hann klórar ofan í helluna og rótar, alveg eins og hann væri í moldarflagi. Svín eru rétt eins og önnur dýr. Þau klóra sér með því að nudda sér utan í það, sem „hendi er næst", hvort sem það er skítugur planki, eða dauðhreinsaður rörbútur. Slíkt hefur alls enga þýðingu hjá þeim. öll dýr, (að undan- teknum nokkrum húsdýrum eins og kúm, kindum og hestum) fara aöeins afsíðis til að leggja frá sér saur. Svín eru þeirra á meðal. Sjálfseignarbuio ad Minni- Vatns/evsu. Á svínabúi Þorvaldar Guðmundssonar sja/fseignarbónda að Minni- Vatns/eysu eru að jafnaði um 2000 svín, sem a//s ekki eru nein svín... Sjálfvirkur fóðurskammtari fyrir kalda gæja. 16 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.