Vikan - 24.06.1976, Qupperneq 17
— Svín eru aldrei svín, nema að svínahirðir-
inn sé sjálfur svín, sagði Þorvaldur Guðmunds-
son i Síld og Fisk, þegar hann sýndi mér
svínabú sitt að Minni-Vatnsleysu, þar sem um
2000 svín af öllum stærðum er samankomin og
bíða þess að komast á matborðið hjá okkur.
Samkvæmt þeirri kenningu var strax greini-
legt aö svínahirðirinn, eða öllu heldur bústjór-
inn Gunnar Andersen, er langt frá því að vera
nokkurt svín, því hvergi nokkurs staðar var að
sjá vínastíu, sem með nokkrum rétti væri hægt
að kalla sóðalega né óhreina. Undir svínunum
var í flestum tilfellum dálítið af hálmi til að
mýkja steingólfiö. Að öðru leyti sáust’engin
óhreinindii. Enginn saur — engar matarleifar
né slíkt.
Við tókum beint úr einni stíunni sinn hvorn
grfsinn og héldum á þeim rétt eins og haldið er
á hundum eða köttum. Ég skoöaöi þá
vandlega. Þeir voru holdfastir og stinnir og
Ijósrautt holdið algjörlega laust við það sem í
venjulegu tali er nefnt óhreinindi. Litlu greyin
skríktu ámátlega hjá okkur og vildu komast
aftur til mömmu, sem lá endilöng á gólfinu,
svo grísirnir gætu auðveldlega komist að
spenunum fullum af mjólk. Af grísunum var
sterk lykt, og raunar öllum svínunum þarna
inni. En það var greinilega svitalykt, því svin
svitna mikið, sennilega vegna fitunnar sem á
þeim er.
Eins og ég drap á áðan þá eru um 2000 svín á
svfnabúinu, en það er það magn, sem búið
gefur af sér árlega, samkvæmt upplýsingum
Þorvaldar.
Hver gylta gýtur aö jafnaði tvisvar á ári og er
algengtað lOtil 12grísirkomiíhverjugoti. Gylt-
urnar, sem notaðar eru til undaneldis verða 5—6
ára gamlar áður en þær eru taldar of gamlar til
þess.
Fæða handa svínunum er kornfóður, sem
flutt er inn í landið. Mismunandi fóðurblöndur
eru notaðar við mismunandi aldur dýranna, en
fóðrið hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á gæði
kjötsins. Stanslaus barátta er háð við fitu-
myndun svínanna, sem verður að vera í vissu
hlutfalli við fituminna kjöt til að hæfa
markaðskröfum, en Síld og Fiskur hefur, í
mótsögn við nafnið, sérhæfingu á sviði
svinakjöts og mun vera einasta verslun þeirrar
tegundar hér á landi.
Nýjar birgðir svínakjöts berast versluninni
tvisvar á viku, sagði Þorvaldur, sem gerir það
kleift að hafa ávallt nýtt og ófryst kjöt á
boðstólum.
Slátrun er framkvæmd einu sinni eða tvisvar í
viku, og er þá um 30 dýrum slátrað í einu. Slátr-
unin fer fram í fullkomnu sláturhúsi á
unin fer fram í fullkomnu sláturhúsi á svínabú-
inu, og er dýralæknir viðstaddur hverju sinni
bæöi til eftirlits og til að gæðamerkja kjötið.
Slátrunin fer þannig fram, að dýrin eru fyrst
svæfð með rafmagnslosti, áður en aftakan
fer fram. Eftir að skrokkarnir hafa síðan verið
blóðtæmdir, er þeim dýft ofan í ker, þar sem þau
eru kalúnuð, og siðan er húðin rökuð með
klippum eða „rakvél".
Allir hlutar svinanna eru gjörnýttir. Þekktasti
hluti þeirra er líklega „beikon", en þar fjarlægir
fyrirtæki Þorvaldar puruna, en úr henni eru
búnir til litlir bitar, sem síðan eru seldir tilbúnir
til neyslu i litlum plastpokum. Aðra hluta
svínanna þekkjum við sem læri, steikur.
Stóri-göltur t vígahug.
Þorvaldur (Tolli) skoóar upp / ungviðió.
Blaðamaðurinn og nafni hans láta vel hvor að öðrum.
26. TBL. VIKAN 17