Vikan - 24.06.1976, Page 21
ANNE ARMSTRONG THOMPSON
Svo var dirfsku hans fyrir að
þakka að það tókst.“
„Er hann þá sloppinn?"
„Já, hann er sloppinn. Hann
mun aidrei aftur fara til
Rússlands."
„Það má auðvitað ekki komast
upp hver hann er.“
„Að sjálfsögðu." Forsetinn
þagði. „En ég hafði hugleitt hvort
þú viidir hitta hann sem fulltrúi
minn. Það virðist einhvern
veginn fara vel á þvi. Hann kem-
ur í kvöld.“
Súsanna var undrandi. „Jú,
auðvitað, mér væri það mikill
heiður.“
„Gott. Það er ágætt. En ég ætla
að vara þig við að þreyta hann.
Bjóddu hann velkominn, en
mundu að hann er særður, illa
særður." Hann hreyfði sig órólega
til í sætinu. „Það var ekki auðvelt
að ná Absalom úr landi. Það
komu upp.... vandamál."
Forsetinn ræskti sig og hélt
ákveðinn áfram: „Það mun verða
farið með þig héðan í þyrlu að
flugvelli, sem við notum
stundum. Þar munt þú hitta
Adam Ross. Absalom þekkir
hann. Ross mun fara með hann til
sveitaseturs í eigu CIA, og hann
mun verða skorinn upp við sárum
sínum eins fljótt og mögulegt er,
en eitrun er komin i þau. Ef hann
lifir þetta af, mun hann fá nýtt
andlit og nýtt nafn.
„Hann hefur búið í Austur-
Evrópu, en ferðast um Vestur-
lönd. Hnn mun eiga auðveldara
með að aðlaga sig en flestir aðrir.
Þó mun hann ávallt verða rússi.
Frelsið gæti jafnvel gert hann
órólegan." Forsetinn brosti tii
hennar. „Spurningin verður sú,
hvort hann fær áhuga á að að-
lagast umhverfinu.”
„Já,” svaraði Súsanna. En hún
vissi ekki hvað hann átti við.
Henni skildist það ekki fyrr en
seinna.
Forsetinn leit á klukkuna. „Nú
held ég að tími sé til kominn að
þú farir að leggja af stað. Þú
munt koma alveg mátulega til að
taka á móti honum þegar hann
lendir. Þakka þér fyrir að koma.“
„Það er ég sem ætti að þakka
fyrir, hr. forseti. Ég er þakklát
fyrir að hafa verið sagt frá
þessu.“
SÖGU-
LOK
„Ég vildi segja þér frá þessu af
tveim ástæðum. Fyrst og fremst
áttir þú skilið að fá að vita hve
mikilvæg skilaboðin voru. Þú
hefur gert mikið til að hjálpa
föðurlandi þínu, og við getum
ekki veitt þér neina viður-
kenningu fyrir. ’*
„Önnur ástæðan er persónuleg
fyrir manninn Absalom. Eg vildi
segja þér frá þeim atriðum ævi
hans, sem hann hefði aldrei getað
sagt þér sjálfur.“
Hann brosti að undrunarsvip
hennar, en sagði þó ekki meira.
Hann tók úrið hennar upp úr vasa
sínum, og bar hana saman við
klukkuna á borðinu. „Þetta er
vist þitt, frk. Clarke.“
Forsetinn brosti og gekk með
henni að lendingarstað þyrlunn-
ar. Hann tók í hendi hennar þegar
þau komu að stiganum.
„Þakka yður fyrir upp-
lýsingarnar hr. forseti.11
„Það er ekkert að þakka. Ég er
þér þakklátur, og ég er mjög
hreykinn af þér.“
Hann hjálpaði henni inn í
þyrluna, steig síðan til baka og
beið meðan hreyfill þyrlunnar
jók hraðann. Hann leit þreytulega
út. Höfuðið var beygt, og
hendurnar krepptar fyrir aftan
bak. Súsanna starði út, þar til
myrkrið var það eina sem hún sá.
Síðan hugleiddi hún hvernig
Absalom hefði það.
Þyrlan lenti með Susönnu á
auðu engi. „Bíddu augnablik,"
sagði flugmaðurinn. „Þetta lítur
út eins og einskismannsland, en
ég er viss um að það kemur ein-
hver til að hitta þig.“ Susanna
veifaði til hans um leið og hún
hljóp með höfuðið beygt undir
spöðunum, sem snérust með ofsa-
hraða. Þyrlan tókst á loft og
hvarf. Eina hljóðið sem heyrðist
var niður vindsins í grasinu.
Dökk vera birtist allt í einu.
„Frk. Clarke?” kallaði manns-
rödd.
„Já.“
„Komdu með mér hingað til
hlöðunnar.“
Að utan leit húsið út eins og
tóbakshlaða. Inni var það flug-
skýli. Maðurinn hló að undrun
hennar. Tóbaksbagginn þarna er
raunverulega sendistöð," sagði
hann. „Við munum ekki þurfa að
bíða lengi. Ég er Adam Ross.
Viltu sígarettu?"
Þau reyktu saman í vingjarn-
legri þögn. Ross vildi ekki tala um
flóttamanninn. Eina svarið, sem
Susanna fékk við spurningum sín-
um var: „Við sjáum nú til.” En
hann var ákafur, óþolinmóður og
spenntur. næstum eins og lítill
drengur.
„Hvernig hafið þið hugsað
ykkur að koma vini okkar
héðan?” spurði Susanna, og gerði
aðra tilraun tii að koma af stað
samræðum um manninn sem var
að koma.
Ross benti henni á grænan og
hvítan bíl, sem lagt hafði verið
fyrir utan hlöðuna. Á hann var
skrifað „Þvottastöð White’s”.
„Þetta er sjúkrabíll,” sagði hann.
„Er hann ekki vel málaður?”
„Hann er sjálfsagt ágætur, svo
lengi sem hann er ekki stöðv-
aður,” svaraði hún og glotti.
„Það er engin hætta á því.”
Vélarhljóð heyrðist að utan.
Komdu og sjáðu,” bauð Ross
henni, og leiddi hana að litlum
dyrum. Hann flýtti sér að loka
þeim aftur og slökkti ijósið. Þau
stóðu með bakið að vegg hlöðunn-
ar, sem var enn volgur eftir hita
dagsins.
Ljósin kviknuðu aðeins einu
sinni, á meðan flugvélin sveif yfir
trjátoppunum. Vélin lenti síðan
auðveldlega í grasinu og stansaði
að lokum. Hún ók með annað
ljósið kveikt inn í hlöðuna.
Súsanna og Ross stóðu inni
þegar flugmaðurinn slökkti á vél-
inni. Ljósið var kveikt aftur.
Flugþjónn opnaði vélardyrnar, en
gekk síðan aftur inn.
„Eigum við að fara inn?”
spurði Súsanna.
„Þeir munu koma með hann
hirtgað,” svaraði Ross. Hann
virtist áhyggjufullur.
Fljótlega kom flugþjónninn
niður úr vélinni með hjúkrunar-
konu á hælunum. Þau komu til
Ross.
„Hann heimtar að fá að ganga,”
sagði hjúkrunarkonan.
,,En..” byrjaði Ross.
„Ég veit það, en það er engu
tauti við hann komið.”
„Maðurinn er brjálaður,” sagði
flugþjónninn.
Súsanna sagði ekki neitt. Henni
fannst hún skilja flóttamanninn.
Þau biðu augnablik í viðbót — í
skugganum svo aö honum fyndist
ekki að sér þrengt. Þá birtist
maðurinn í dyrunum og hann tók
sín fyrstu hægu skref niður tröpp-
urnar. Hann virtist veiklulegur,
og hann hreyfði sig eins og
maður, sem finnur mikið til.
Hann var grár, gugginn og
magur. En munnsvipur hans var
ákveðinn. Skref fyrir skref gekk
hann áfram niður þrepin. Þegar
hann var hálfnaður niður snéri
hann andlitinu að ljósinu.
„Almáttugur," hvíslaði
Súsanna.
Adam Ross sagði eitthvað, en
Súsanna heyrði ekki til hans. Hún
starði fram fyrir sig og reyndi að
sjá betur andlit flóttamannsins.
26. TBL. VIKAN 21