Vikan

Eksemplar

Vikan - 24.06.1976, Side 22

Vikan - 24.06.1976, Side 22
Rússinn staðnæmdist á neðsta þrepinu. Hann virtist undrandi að sjá ekki neinn, sem tók á móti honum. Þetta var Azarov. Ross hniptti í Súsönnu. Hægt hægt gekk hún að vélinni. Hann sá hana koma, og þegar hann þekkti hana kom sársaukasvipur á andlit hans. Hann hélt fast í handfangið til að falla ekki, og beið eftir að hún segði eitthvað. Með augun föst við hann greip Súsanna þá hendina, sem var frjáls. Hún var harðari en hana hafði minnt, og hún titraði. Sus- anna fann hvernig tárin komu fram í augu hennar. ..Velkominn heim," hvíslaði hún hás. Hann stundi og greip hana í fangið. Súsanna studdi hann þangað til hana verkjaði í handleggina und- an þunga hans. Þá leit hún fram- an í hann og hvíslaði nafn hans. Andlit hans var þreytulegt, og blautt af svita, en hann brosti. ..Súsanna..." ,,Ég hélt að ég myndi aldrei sjá þig aftur. Ég...” ,,Það hélt ég líka. Hver sagði þér að ég væri að koma?” „Forsetinn.” „Sjálfur?” „Hann sendi mig til að taka á móti þér.” „Gerði hann það? Fyrir mig? Ég hafði ekki búist við... neinu... ég... hvað gerist nú?” „Þegar þú hefur hvílst munt þú ganga undir uppskurð.” „Verður þú hjá mér?” „Nei.” „Hvenær munum við hittast?” „Þegar þú ert orðinn öruggur. Þeir munu láta þig vita. Þú ættir að vita meira um það en ég.” Svipur hans varð þungur. „Það gæti liðið langur tími. Mánuðir... SÚsanna, ef þú vissir hve oft ég hef hugsað um þig. Hugsað um líf þitt, tilfinningar og hugsanir. Þar sem ég lá reyndi ég að finna út hvers konar lif hefði skapað svona manneskju eins og þú ert.” Hún brosti. „Var ég svona mikil ráðgáta?” „Fyrir mér varstu það. Þú varst svo þægileg, svo KURTEIS við mig, jafnvel meðan þú varst sem hræddust við mig. Manstu fvrsta kvöldið, þegar við töluðum saman? Eg fann, að þú varst hrædd við mig. Þó þakkaðir þú mér fyrir glasið, sem ég kcypti handa þér. Síðan, að skilnaói....ég hef aldrei hitt neina manneskju þér líka. Ég....Ert þú enn hrædd við mig?“ „Nei.” „Hvenær hættir þú að óttast mig?” „Upp á mínútu?” Hann kinkaði kolli. Hún sá að svar hennar skipti hann miklu máli. Hún sá það í augum hans. „Ég held... ég held að það hafi verið síðast, þegar ég sá þig — eftir yfirheyrsluna. Þegar ég skildi við þig þarna á götunni. Ég sá þig leggja höndina á höfuð hundsins, eins og þú leitaðir stuðnings. Það var þá.” Hún brosti. Hann virtist undrandi. „Skipti það máli?” „Fyrir mig, já.” Hann horfði lengi á hana, brosið, hlýleg augun. Hann teygði fram handleggina og tók utan um hana. Þau stóðu lengi í faðm- lögum. Þau sögðu ekkert, en nutu þess aðeins að fá að vera saman aftur. Hann lyfti höku hennar, og leit í augu hennar. „Bíður þú eftir mér?” „Eg mun bíða.“ „Það verður ekki auðvelt.” „Viltu... geturðu tekið áhætt- una?” ' „Það verður engin áhætta. Þú stóðst við orð þín.” „Hvaðaorð?” „Að halda mér... lifandi.” „Mundir þú eftir þessu?” tautaði hann. Hendur hans snertu andlit hennar mjúklega. Hægt beygði hann sig niður og kyssti hana. Þegar hann leit upp.voru augu hennar rök. Hann ætlaði að byggja líf sitt á ný á brosi hennar. Hún lagði handlegginn um mitti hans, og hjálpaði honum inn í sjúkrabílinn, þar sem Ross beið. Mennirnir tókust í hendur, Azarov snéri sér síðan aftur að Susönnu. „Nú get ég ekki komið með þér lengra,” agði hún. „Nú tekur hr. Ross við þér.” „Hvar get ég fundið þig?” „Þú fékkst viðskiptakortið mitt, manstu, ég lét þig fá það þegar við hittumst. Hann hristi höfuðið brosandi. Eg þorði ekki að halda því, svo að ég eyðilagði það. En ég man það staf fyrir staf,” bætti hann við. „Ég mun þá bíða þar... þegar þú kemur.” Hann þrýsti henni enn einu sinni að sér. Síðan sleppti hann henni. Ross hoppaði inn í bílinn til hans, og ætlaði að loka dyrun- um. Súsanna stöðvaði hann. „Hr. Ross... Getur þú komið til mín orð’ um hvernig honum liður? „Engar fréttir munu vera góðar fréttir, frk. Clarke.” Hún kinkaði kolli til samþykk- is. Það var þegar búið að leggja rússann á sjúkrabörurnar. Hjúkr- unarkonan beygði sig yfir hann. Su'sanna heyrði hann andvarpa þreytulega. Þá var dyrunum lokað. Ljósin í hlöðunni voru slökkt og bíllinn ók af stað. Súsanna horfði á eftir honunt þar sem hann ók niður veginn. Rauðu afturljósin leiftruðu einu sinni. Síðan hvíldi landið í myrkri. Sögulok. — Því miður, bindislausir fá ekki aðgang. V.. ■/ — Hvernig ætlið þið að tala saman, þegar ég er búinn að læra að stafa? ísbúðinLaugalæk iijómaísgerðin ERUM MEÐ HEIMSINS BEZTA MILKSHAKE OG ÍS Verið velkomin Eftir hressilegan sundsprett í Laugunum, komið við. Nýtt, stórt malbikað bilastæði. 22 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.