Vikan

Issue

Vikan - 24.06.1976, Page 23

Vikan - 24.06.1976, Page 23
Um miðjan maí fylktu and- stæðingar herstöðva og friðar- sinnar íslenskir miklu liði og freistuðu þess að ganga ,,and- skotann ofan í jörðina” eins og einn göngumanna í mestu Keflavíkurgöngu til þessa orð- aði það. Með því átti hann við að koma hernum úr landi og landinu úr Nato. Margmennið í göngunni kom öllum á óvart og áreiðanlega ekki síst göngu- mönnum sjálfum, þvi að þrátt fyrir nokkra veiðleitni hefur ekki til þessa tekist að ná þeim fjölmenna hópi manna, sem andvígir eru amerískri hersetu hérlendis, saman í eina öfluga fylkingu. Sjálfsagt mun margt vera þess. arna valdandi. Til skamms tíma voru slíkir and- stæðingar „vestrænna lýðræð- ishugsjóna” kallaðir kommún- istar, og þótti vont, því að lengi hefur það þótt Ijótt á íslandi að vera kommúnisti. Nú er þó svo komið, að jafnvel hógværustu mönnum hlýtur að þykja sómi að þeirri nafn- gift. Kommúnistahræðslan mun þó ekki ein saman vera völd að því losti, sem verið hefur á baráttu herstöðvaandstæðinga, en í þeirri baráttu hefur fámennur kjarni jafnan haft forystu og framkvæmdir allar á hendi, en ekki tekist sem skyldi að þjappa lágværari andstæðingum atómveldanna saman að því marki, að árang- HEWHH BURT , VAí 'Í iCft SURT ur baráttunnar yrði sem erfiði. Herstöðvaandstæðinga hefur nefnilega skort fé til starfsem- innar, og ekki átt inngöngu í gilda sjóði til skipulagðra her- ferða á borð við vl-inga forðum tíð,' sem lögðu allt landið undir sig og sína lista á einum degi. Þeir mætu menn eru engir skussar í skipulagningu og einhver hefur átt aura — eða jafnvel dollara — í púkkið, þótt mér vitanlega hafi vl- stofnunin ekki talið fram til skatts, og því síður skattfram- talið hafi komið fyrir almenn- ingssjónir. Væri það þó hin besta skemmtan að berja rekstrarreikninga vl-stofnunar- innar augum. Kannski vl hafi verið flokkað undir góðgerðar- starfsemi og því verið skatt- frjálst framtak. Or því ég minntist á dollara, er ekki úr vegi að Hta aðeins á þá umræðu, sem orðið hefur eftir Keflavíkurgöngu hina miklu, þar um, hvort ekki skuli amerlskir greiða mör- löndunum fé nokkurt fyrir land það, sem þeir leggja hér undir sína dáta, pótintáta, bombur sínar og vígvélar. Hefur margur séð digra sjóði dala fyrir hugskotssjónum og litið í anda langar og breiðar hraðbrautir þvert um gamla Frón, auk lúxusflugvalla og lystilegra hafna til að auðvelda allan flutning fólks og far- íP) > angurs inn til afskekktra dala og út um allar þropagrundir. Þetta dollaraæði, sem runn- ið hefur á margan góðan dreng, er svo sem engin ný bóla, því að ,,hver sjálfum sér næstur er” eins og segir í kvæðinu, og „enginn getur þjónað tveimur herrum”, svo vitnað sé í Jesús frá Nasaret í Galíleu. Því er nú eitt sinn þannig varið, að þrátt fyrir fróman svip á fermingardag- inn hefur flestu kristnu fólki á íslandi látið betur að fylgja Mammoni gamla, tilbiðja hann og þjóna honum en guði þeim almáttugum, sem meist- arinn frá Nasaret hélt að fólki, og prestarnir tala um á sunnu- dögum. Einhvern veginn er dollarinn hugstæðari, enda stórum fyrirferðarmeiri í aug- lýsingum og áróðursherferðum en guðs gjafir, sem aðeins er japlað á við hátíðleg tækifæri. Nú er það mestur vandi dollaraspekúlanta, að þeir geta ekki komið sér saman um, hvernig amerískir „verndarar” skuli greiða landskuldina, þeg- ar íslenskir hafa gert þá að leiguliðum sínum. Varfærir menn í þessum hópi hafa bent á þá hættu, sem því væri samfara, að veita öllu afgjald- inu I einu inn I veikan maga efnahagsskrímslisins okkar, sem þrátt fyrir óskaplegt verð- bólguþanþol ku vera á mörk- um mikillar sprcngingar. Vilja hinir varfærnu því helst að dollurunum sé hrúgað I einn sjóð, sem síðan yrði varið til að reisa ýmis mannvirki, og þann- ig væri dollarasjóðnum haldið utan við tslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Blessaðir menn- irnir! Hvernig ætla þeir að koma I veg fyrir. að íslendingar starfi við það að slá upp fvrir brúnum og steypa flugvellina? Eða ætla þeir kannski að flytja inn vinnuafl og byggja landið annarri þjóð? Ætli það verði ekki erfitt að halda dollara- sjóðnum góða utan við vasa Islendinga og veltuna I velferð- arþjóðfélaginu, hvernig sem farið verður að! Vonái.di kan- inn fari bara ekki að dæmi Auðar Vésteinsdóttur forðum og dembi öllum sjóðnum á nasiranar á þjóðinni. svo að úr dreyri. Kannski það gerði ekki svo mikið til heldur. Við tækjum bara enn hraustlegar undir þjóðsönginn nýja, sem sunginn yrði við hressilegan undirleik um leið og drengi- legur rlkisst jóri af íslensku bergi brotinn drægi að húni stjörnufánann, I hvers horn einu smástirni hefði verið bætt. bætt. Já, þá gæfist nú tilefni til að þenja lungun lofti og kyrja fullum hálsi 0 $ vors lands. Tról. MEÐAb ANNARRA 0RÐA 26. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.