Vikan

Eksemplar

Vikan - 24.06.1976, Side 25

Vikan - 24.06.1976, Side 25
að bisa við að draga fjórtán hálfdauðan út úr henni. — Talandi rassvasi? sagði hann. Hvað áttu við Meinarðu vokí-tokí tækið hérna? Svaraði hann og dró röddina aftur upp úr vasanum. Við erum allir með svona tæki, hélt hann áfram. Þau eru orðin okkur öllum bráðnauð- synleg, eöa hvernig heldurðu að gengi að stjórna sýningunni í dag til dæmis, ef við gætum ekki haft beint samband hver við anna, hvenær sem er? Og þá fór ég að hugsa. Það gekk að vísu dálítið erfiðlega svona til að byrja með, en miðað við æfingarleysið má sennilega telja árangurinn fram úr öllum vonum. Ég hugsaði fyrst um matarveisluna, sem okkur var boðið til við byrjun sýningarinnar; og fékk vatn í munninn.er ég minntist stóru steikarinnansem allir fengu á sinn disk,ásamt ofn bökuðum kartöflum, rósakáli og allskonar græn- meti, og ekki skemmdi, að glitrandi rauðvín var til aðstoðar við niðurrennslið og til að dunda við undir fræðandi erindum um skipulag slökkvi- liðsins á vellinum og aðrar upplýsingar um starfsemi þess. Með erindunum sýndu slökkvi- liðsmenW litskuggamyndir á stóru tjaldi til frekari útskýringar, og ég trúi því fastlega, að hver einasti þessa um 100 slökkviliðsmanna víðsvegar af landinu, sem þarna voru staddir, hafi þar bæði heyrt og séð ýmislegt nýtt, sem þeir gætu með góðum árangri notað hver á sínum stað. Og meira áttu þeir eftir að sjá, þegar veislunni var lokið, því þá var farið með alla í bílum til slökkvistöðvarinnar, og þar var þeim sýndur tækjakostur sá, sem þeir hafa til umráða. Hinn dugmikli og stjórnsami slökkviliðsstjóri vallarins, Sveinn Eiríksson, sem um tima var gælunefndur Patton vegna ötullar framgöngu í Vestmannaeyjum, þegar þar gaus, fræddi mig um það, er ég spuröi, að slökkvilið flugvallar- ins f Keflavík væri stærsta flugvallarslökkvilið bandaríkjahers utan Bandaríkjanna og jafn- framt hið best búna. Þeir hafa nú 48 vélknúnum farartækjum á að skipa, og tveir slökkvibflar eru væntanlegir innan skamms til viðbótar. Slökkviliðsmenn á sjálfum vellinum eru um 100, en þá eru ótaldir ýmsir smærri hópar, sem eru undir stjórn Sveins, en staðsettir annarsstaðar en á vellinum sjálfum. Það kom fram í ræðu yfirmanna vallarins, að verðmæti það, sem slökkviliðið þyrfti að verja, væri um 54 billjón króna virði á hverjum tíma. Ekkert tryggingafyrirtæki fæst til að tryggja hergögn né annan búnað herstöðvar, og S/ökkvi/iðsst/órinn Sveinn R. Eiríksson. Kristjðn Þórðarson skrifstofustj. 26. TBL. VIKAN 25 Halldór Ha/ldórsson dei/darstf. þotugi/dru- dei/dar. Magnús O/afsson deildarstj. sn/óruðnings- dei/dar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.