Vikan - 24.06.1976, Side 26
þessvegna tekur Bandaríkjastjórn á sig sjálfa
að „tryggja" allan útbúnað sem best fyrir
hverskonar skemmdum. Hún hefur falið Sveini
Eiríkssyni, sem hvorki er verkfræðingur,
lögfræðingur né annað slíkt, heldur aðeins
frábær elju- og dugnaðarmaður, að sjá um allar
þessar varnir þeirra hér. Tíu sinnum hefur
verðlaunum verið úthlutað fyrir frábær slökkvi-
störf innan bandaríska sjóhersins. Sveinn og
menn hans hafa fengið þau verðlaun ÁTTA
SINNUM í RÖÐ.
Slíkur árangur kemur ekki af sjálfu sér. Hann
krefst einstaks dugnaðar, árvekni og stjórn-
semi. Hann kostar líka öfund og gagnrýni
annarra þegar færi gefst. Hann kostar það
einnig, að vandasamara er að fá menn til að
vinna hjá honum. Það eru nefnilega aðeins
dugmiklir áhugamenn, sem þola þann aga og
þá stjórnsemi, sem þarna hlýtur að vera.
Sjálfur hef ég unnið á launadeild varnarliðsins
á vellinum, en þar eru m.a. færðar allar
fjarvistir starfsmanna. Mér er kunnugt um, að
enginn starfshópur innan vallarins kemst í
hálfkvisti við slökkviliðsmenn, hvað viðkemur
mætingum til vinnu. Enda er sú saga oft sögð,
að Sveinn hljóti að láta flytja slökkviliðsmenn
til vinnu í sjúkrabíl, ef þeir þjást af einhverjum
kvilla. Ég veit líka, að Sveinn er með
kauphæstu mönnum þar. Óeðlilegt? Ég held
ekki. Ég held, að hann vinni fyrir hverjum eyri,
jafnvel þótt meira væri.
En ég ætla að lýsa að nokkru sýningunni,
sem sett var á svið þama á vellinum fyrir
slökkviliðsmenn víðs vegar að af landinu, og
var kominn þar sem verið var að skoða
slökkvistöðina og tækin þar. Sú skoðun hófst
raunverulega með því að við vorum leiddir að
herþotu, sem stóð þar fyrir framan. Í þotunni
sat amerískur flugmaður, sýnilega albúinn að
fljúga henni af stað. Við þotuna var stigi, og í
honum stóð slökkviliðsmaður með hátalara og
fór nú að lýsa því sem gerðist, en það var
sýning á björgun flugrnann úr slíkri þotu, ef
voði steðjaði að. Sumir kynnu að halda að
nægði að rífa í manninn og kippa honum út í
einum grænum hvínandi hvelli, en svo einfalt
er málið ekki. Flugmaðurinn er margreyrður
ofan í sætið með ýmiskonar ólaútbúnaði, og
þar að auki er á hann fest fallhlíf. að lokum er
sætið, sem hann er festur við, ákaflega
viðsjárvert, því rakettuútbúnaður er í því, sem
gæti sent flugmanninn með sæti og öllu
saman langt upp í himingeiminn, ef rangur
takki væri snertur. Sennilega mundu björgunar-
maðurinn taka þátt í ferðinni, en óvisst er um
endalok þeirrar ferðar, hvort hún endaði á
sjúkrahúsi eða líkhúsi. Þessvegna verður að
fara að öllu með sérstakri gát og ekkert gera né
snerta nema fullkomin vissa sé fyrir því að þar
sé ekki farseðillinn út í bláinn falinn.
Eftir björgun flugmannsins voru önnur tæki
skoðuð utan og innan, síðan farið aftur í bílana
og ekið út á völl þar sem flugvélaflök stóðu og
biðu endalokanna. Þau komu með okkur, því
jafnskjótt og við vorum búnir að koma okkur
fyrir, var eldur borinn að einu þeirra, sem áður
hafði verið bleytt í með sjö þúsund lítrum af
bensíni og sátu þar nú inni nokkrir ,,menn"
eða öllu heldur dúkkur. Eldurinn magnaðist
auðvitað á einu augnabliki og varð að miklu
báli eins og myndin ber með sér. Sveinar
Sveins sýndust samt hvergi smeykir, því þeir
þustu að í tækjum sínum og drápu eldinn jafn
Þessi krani tekur upp f/ugvélar af brautum, ef meö þarf, og flytur þær / burtu.
Þotan kemur meö 300 km hraöa eftir brautinm
og er aö komast að giidrunni þar sem hún
krækir króknum í. Krókurinn séstþar sem hann
kemur niður úr véiinni aö aftan.
Nýlegur slökkvibíll, aðallega ætlaður viö hús-
bruna.
,,Drekmn'', einn ný/asti og stærsti slökkvibíllinn.
26 VIKAN 26. TBL.