Vikan - 24.06.1976, Síða 27
snögglega og hann hafði myndast. Það næsta
sem við sáum voru slökkviliðsmenn inni í
flakinu önnum kafnir við björgun farþega.
Þegar brúðum hafði verið bjargað úr flakinu,
vorum við fluttir á annan stað á flugbrautinni,
þar sem hljóðfrá orrustuþota hnitaði hringi
uppi yfir, en jafnskjótt og við höfðum komið
okkurfyrir, stakk hún sér niður til lendingar og
kom síðan með 300 km. hraða eftir flugbraut-
inni, þar sem sveinar höfðu komið fyrir
svokallaðri „þotugildru", en það er strengur
sem strekktur er yfir þvera brautina og krækist
í þotuna er hún fer þar yfir og stöðvar hana
þannig.
Strax og þessu atriði var lokið, fórum við í
bílunum að flugskýlinu stóra þarna á vellinum,
en það hafði verið tæmt öllum tækjum og allar
dyr opnaðar. Það var líka eins gott, því er við
höfðum stigið úr bílunum fór slökkvikerfi
skýlisins í gang og neðan úr þaki þess steyptist
óhemju vatnsflaumur og dreifðist yfir allt, og
þykist ég fullviss um, að enginn hundur hefði
látið siga sér þar inn.
Þessu næst var ekið að einu stærsta
samkomuhúsi vallarins og „kveikt í því." En
það reyndist skammgóður vermir, því að
sveinar Sveins þustu á staðinn og réðu
niðurlögum eldsins og dundi við lófatak
hópsins fyrir utan, sem hafði staðið þarna
áhyggjufullur um stund og hugsað til bjór-
birgðanna innifyrir sem biðu þeirra ef vel tækist
til.
Þær áhyggjur voru sem betur fer ástæðu-
lausar, því Sveinn bauð öllum viðstöddum
innfyrir að loknu slökkvistarfi, og tóku þar allir
ósvikinn þátt í að slökkva sinn eigin þorsta,
enda virtust birgðir nægar af slökkviefni.
Slökkviliðsmenn, sem sátu ráðstefnuna og
sáu þessa sýningu, voru sammála um að hún
hefði tekist frábærlega og verið einstaklega
fróðleg, og sjálfur get ég borið að skipulag
hennar hafi í alla staði verið mjög gott. Ég hefi
margar sýningar séð, bæði hér heima og
erlendis, en aldrei fundið hjá mér löngun til að
hrósa framkvæmd slíkra sýninga fyrr en nú.
Þarna var hver einstakur liöur fyrirfram
Farþegaflugvél í björtu báli.
Þotan er að setjast og stefnir á ,,gildruna, sem
strekkt er þvert yfir brautina.
ákveðinn og tímasettur, jafnt hvort sem um var
að ræða að kveikja og slökkva í þúsundum lítra
af bensíni, lendingu herþotu á sérstakan hátt
eða íkveikju í samkomuhúsi. Allir hlutir gerðust
á nákvæmlega réttum tíma og á nákvæmlega
réttan hátt. Og hvert atriði var útskýrt og því
lýst af fagmönnum af rósemi og festu.
Slíkt öryggi í framkvæmd fæst ekki nema
með nákvæmri áætlanagerð og skipulagn-
ingu, og til framkvæmdanna þarf vel þjálfaða
menn, góð tæki og síðast en ekki síst gott
samband milli allra aðila með öruggum
fiarskiptatækjum. Einmitt á þeim vettvangi
sýnist mér mikið mega gera og jafnvel
gjörbreyta öllu slökkvistarfi hjá íslenskum
slökkviliðum. Góð og örugg „walkie-talkie"
tæki, öflugir hátalarar og annað slíkt gera
einum manni auðvelt að stjórna jafnvel
flóknu slökkvistarfi og nýta menn og verkfæri
til fulls, eins og glögglega kom fram á þessari
sýningu.
Yfirmenn flugvallarins kunna líka sýnilega
vel að meta gott skipulag og stjórn, því slökkvi-
liðið hefur tekið að sér ýms öryggismál þar
syðra eins og snjóhreinsun á flugbrautum og
umsjón með öðrum öryggisútbúnaði á braut-
um, en slíkt dregur auðvitað úr hættu á slysum
eða öðrum óhöppum.
Einkunnarorð Sveins og sveina hans eru
líka:
— Fyrirbyggjandi aðgerðir eru betri en
frábært slökkvistarf.
KAFILSSON.
&
- og margt annað sem er þess virði að líta á.
Vörur fyrir alla - Verð fyrir alla
TÉKK'-
KRMAIl
Laugavegi 15/ sími 14320.
Mikið og vandað vöruúrval.
Handskorinn kristall
Mótaður kristall
Litaður kristall
Glervörur í miklu úrvali
Onix vörur mjög fallegar
Styttur í fjölbreyttu úrvali
Keramik frá Glit
26. TBL. VIKAN 27