Vikan

Eksemplar

Vikan - 24.06.1976, Side 33

Vikan - 24.06.1976, Side 33
raufst á vegginn, ekki nógu stórt til þess að þessi unga kona komist þar út?“ „Jú,“ sagði Gracchus. „En þið eruð enn á bak við þessar grindur og þetta er ekkert vírnet. Lítið bara á þá. Þeir eru álika sverir og úlnliður á barni.“ „Heyrðu mig nú, kalli minn, ef þú hættir ekki að masa þetta um prísundina okkar og fangaverðina gef ég þér einn á nasirnar hér út á milli rimlanna. Sérðu ekki, að konan er lasin, og verður að komast héðan eins fljótt og auðið er.“ „Verið ekki svona harður við hann,“ sagði Marianne. „Ég veit að hann hefur einhver ráð með það.“ „Hvers vegna hefði ég annars átt að leggja allt þetta erfiði á mig?“ sagði Gracchus-Hannibal önugur. „Hins vegar er ekkert hægt að gera í málinu í kvöld. Það er orðið of áliðið. Ætli klukkan 5é, ekki að verða fimm. Auk þess þarf ég að ná í almennileg verk- færi. Góð þjöl kæmi sér vel, nema nema hægt sé að losa um einn eða tvo rimla.“ „Löa brjóta mður vegginn," sagði Arcadius í hæðnistón. „Þú ert víst enginn lásasmiður. Sæktu einhver verkfæri lásasmiðs og komdu svo aftur annað kvöld, ef þú getur. Þú hefur rétt fyrir þér, það er orðið of áliðið.“ Marianne reyndi hvað hún gat að dylja vonbrigði sín. Þegar hún hafði séð strákinn koma fannst henni frelsið vera innan seilingar, en nú yrðu þau að bíða í einn sólarhring. Gracchus- Hannibal klóraði sér í höfðinu." „Verkfæri lásasmiðs?" sagði hann. „En hvar á ég að ná í þau? „Hlustaðu á mig,“ sagði Marianne, en henni hafði dottið dálítið í hug. „Ef þú þarfnast aðstoðar, þá veit ég um mann, sem getur veitt þér hana, ef hann er þá enn í París. „Hver imam'selle? „Farðu á Hotel l’Empire og spurðu eftir Jason Beufort, en það er ameríkani. Manstu þetta? Jason Beaufort." Strákurinn dró blað og blýant undan húfu sinni. „Bíðið andartak," sagði hann. „Eg ætla > að skrifa þetta hjá mér. Já... svona. Hvað á ég að segja við hann?“ ,,Að þú sért sendur frá Marianne og að hún sé i vanda stödd. Segðu honum síðan hvar ég er.“ „En ef hann er farinn? „Þá er ekkert við því að gera,“ sagði hún döpur. „Komdu þá. aftur og láttu mig vita.“ „Þér viljið ekki, að ég hafi samband við fólkið að Rue de Varennes?” ,,Nei...ekki í bili að minnsta kosti. Við skulum fyrst komast að hvort M. Beaufort er farinn.” Marianne gerði sér ekki al- mennilega grein fyrir því, hvers vegna hún óskaði eftir aðstoð Beauforts. Hann hafði sært til- finningar hennar og jafnvel núna treysti hún honum ekki til fulls. En i honum sá hún þrátt fyrir allt tækifæri til þess að flýja þá ógæfu, sem hafði elt hana allt frá því hún giftist Francis Cranmere. . Framhald í nxsta blaði. UR EIK , TEAK OC PALESANDER STOFUNNI SKIPT Ruykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 Snyrtivörur [ miklu úrvali. Gjafavörur, herravörur, sólgleraugu nýjasta sumartlskan, varalitir og naglalakk nýkomiö f miklu úrvali. Gjörið svo vel aö Kta inn. REGNHLÍFABÚÐIN, Laugavegi 11, sfmi 13646. EINNI & PINNI hef ætlö sagt, aö þar sem reykur er, leynist eldurl 26. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.