Vikan

Eksemplar

Vikan - 24.06.1976, Side 35

Vikan - 24.06.1976, Side 35
Með smásjárskurð/ækningum hefur læknum enn tekist það sem áður var ta/ið ók/eift. Nú sauma þeir /íkamsh/utaf sem /osnað hafa frá bo/numf aftur á sinn stað með aðstoð smásjár. Sjúklingarnir eru að sjálfsögðu fluttir rakleiðis á sjúkrahúsið af slysstað, en nokkur tími getur oft liðið frá því sjúklingur kemur þangað, þar til aðgerð hefst. Oft eru hinir týndu limir ekki auð- fundnir. Á meðan sjúklingurinn er á leiðinni á sjúkrahúsið leitar lögreglan og aðrir á slysstað dyrum og dyngjum að limnum týnda, og takist þeim að finna hann, er ætt af stað undir sírenu- væli og blikkandi Ijósum áleiðis til spítalans, því að vissulega er um dýrmætan farm að ræða og áríðandi, að hann komist tafar- laust til skila. í júlí 1975 var sett á sofn ágræðsiudeild í Ismaningerstræti í Munchen, sem opin er allan sólarhringinn. Hvati þess að hún var sett á stofn voru skýrslur, sem þýskum læknum höfðu borist frá starfsbræðrum þeirra í Japan, Kína, USA og frá Ástralíu. Á þingi þýskra skurðlækna, sem haldiö var í Munchen, sagði gestur á þinginu, ástralski barnaskurð- læknirinn Earl Owen prófessor, frá 173 árangursríkum ágræðsluað- gerðum, sem hann hafði fram- kvæmt í sjúkrahúsi sínu í Sydney. Prófessor Owen hafði með sér kvikmynd til að sýna þýskum starfsbræðrum sínum, en hún sýndi í smáatriðum, hvernig hann fór að því að skeyta saman aftur hönd fjórtán ára gamallar stúlku, sem hafði orðið fyrir því óláni að tæta hana í sundur í prentvél. Höndin sjálf hafði slitnað frá handleggnum og kramist í sundur í tvo hluta. Aðgerðin tók alls sautján klukkustundir. Fyrst fóru tíu tímar í að festa höndina aftur við liminn og síðan sjö I að skeyta saman hlutana tvo. Sauma varð saman allar slagæðar, taugar, sinar og bláæðar, svo aðgerðin bæri tilætlaðan árangur, en það tókst þrátt fyrir mikla erfiðleika og höndin varð starfhæf að nýju. Ástralinn vakti hrifningu og áhuga starfsbræðra sinna, en hann reyndi að draga heldur úr eldmóði þeirra en hitt, því ekki er heiglum hent að sauma saman æð, sem nær ekki einum milli- metra í þvermál, svo óaðfinnan- legt sé, þrátt fyrir góojn vilja og brennandi áhuga Frú Schmidt-TUtemann og hópur hennar tók orð Owens alvarlega og þau flönuðu ekki að neinu. Þau æfðu sig tvisvar í viku á rottum og músum og prófessor Schmidt-Tintemann fórnaði meira að segja tennisíþróttinni, því hún taldi hana ekki hafa góð áhrif á styrkleik og stöðugleika handa sinna. Við minnstu hreyfingu handarinnar umfram það sem nauðsynlegt er, hverfa áhöldin út úr sjónsviði smásjárinnar, og má líkja því við að allt í einu slokkni öll Ijós í venjulegri skurðstofu. Að vísu eru aðgerðir sem þessar ekki alveg nýjar af nálinni. Árið t 1962 tókst í fyrsta sinn i sögunni að græða á handiegg, sem slitnað hafði af. Aðgerðin fór fram á sjúkrahúsi í Boston, en fyrir óhappinu varð tólf ára gamall drengur Ewerett Knowles. Hann missti handlegginn í járnbrautar- slysi. Nú er hann starfandi bíla- smiður og kennir sér ekki meins. Árið 1964 saumuðu kínverskir læknar hægri höndina aftur á 27 ára gamlan málmiðnaðarmann, sem misst hafði höndina í vél. Sú aðgerð tókst ekki eins og til var ætlast, þvi að taugarnar uxu ekki rétt saman, heilaboð fóru ekki rétta boðleið, og vöðvarnir í hendinni visnuðu. Þessar fyrstu aðgetðir í sögu álimunar snerust um stærri lík- amshluta en nú gerist, svo sem fótleggi og handleggi, þar sem taugar og æðar eru af allt annarri stærðargráðu en í fingrum og tám. Við slíkar aðgetðir dugir skörp sjón líka ofttHt nær, þó að stundum vetði að grípa til stækk- unarglerja. En þegar sauma þarf saman fingur eða tær, verður undantekningarlaust að nota smá- sjá. Fyrst verður að byrja á að merkja endana, sem tengja á saman, með smásæjum klemmum og marglitum spottum. Þegar lokið er við að tengja beinendana saman með vír saumar skurðlækn- irinn saman slagæðarnar, svo 26. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.