Vikan - 24.06.1976, Page 36
eins farið með skurðlækna í þessu
tilfelli og píanóleikarann. Eftir eina
viku án æfingar heyrir píanóleikar-
inn það sjálfur, eftir tvær vikur
heyra áheyrendurnir það.
Ekki þarf að orðlengja frekar
snilli læknanna, en ekki líta allir
sömu augum á ágæti starfsins,
sem þeir inna af hendi. Nýlega var
gerð aðgerð á ungri tyrkneskri
konu, sem hafði misst fjóra fingur
annarrar handar. Að meðferð
lokinni grét hún af gleði yfir því að
hafa endurheimt fingur sína, en
maður hennar grét vegna þess að
hann, sem kominn er af mjög
strangtrúuðu fólki, átti bágt með
að kyngja þeirri smán, sem hann
taldi fjölskyldu sína hafa orðið
fyrir, vegna þess að konan hans
hafði verið látin neyta svínakjöts,
meðan á spítaladvölinni stóð.
— Ég átti ekki von á því, að honum fyndist
nauðsynlegt að koma og búa hjá okkur.
— Máttu vera að því að tala við
lögfræðinginn þinn augnablik?
L o í t
L ° I fDUH ( \
® 0 1
36 VIKAN 26. TBL.
blóðið getur aftur farið að renna
um liminn. Þá renna blóðlifrarnar
sem eftir voru í limnum, úr honum
smátt og smátt og æðar hans
fyllast tæru blóði. Að því loknu
eru sinarnar saumaðar saman og
því næst taugarnar. Þá fyrst er
bláæðunum skeytt saman og
síðast að sjálfsögðu húðinni. Ef
fletir sársins eru sléttir, eins og
t.d. eftir hníf eða öxi, og komið er
fljótt af slysstað, eru mestar líkur
til þess að aðgerðin takist.
Fyrstu mánuðina var ekki mikið
að gera á ágræðsludeildinni. Þeg-
ar nokkur tími var liðinn og aðeins
einn sjúklingur hafði komið til
meðferðar var Ijóst, að við svo
búið mátti ekki standa. Mikið
upplýsingastarf var sett á laggirn-
ar, enda vissu læknar almennt í
Þýskalandi nánast ekkert um
deildina svo að ekki var vanþörf á.
Upplýsingastarfið bar fljótt ár-
angur. Eftirtvo mánuði hafði verið
gert að sárum 23 sjúklinga, sem
misst höfðu lim. Dr. Biemer segir:
,,Á síðustu þremur dögum höfum
við grætt á hvorki meira né minna
en níu fingur."
Það er enginn hægðarleikur að
græða fingur á að nýju. Meðaltími
við slíka aðgerð eru fjórar til fimm
klukkustundir. Þarna sitja tveir
skurðlæknar hvor á móti öðrum
allan tímann og rýna í smásjá,
alveg að sligast undan álaginu, og
í kringum þá snúast hjúkrunar-
konur og annað aðstoðarfólk.
Alltaf er það sama fólkið, sem
vinnur saman, og ef það vill
tryggja góðan árangur verður það
að vera í stöðugri æfingu. Þvi er
nýja ,, afró" hárgreiðslu
syngur Barbara Streisand fyrir
45.000 aðdáendur sína í Arizona,
síðhærð og bedæruð í myndinni
,,Ugian og kettlingurinn" og í
nýjustu mynd sinni ,,Ný stjarna er
fædd" iét Streisand ekki nægja að
teika aðalhlutverkið heldur er hún
einnig framleiðandi.
BORGAÐ FYRIR
BARBÖRU
Hefðu allir statistarnir, sem not-
aðir voru sem bakgrunnur í nýj-
ustu framleiðslu kvikmyndafyrir-
tækisins Warner Brothers, farið
fram á greiðslu er hætt við að
tómahljóð hefði komið í kassann.
Settir voru á svið útitónleikar með
fjörutíuogfimmþúsund áhorfend-
um, sem allir vildu fúslega greiða
fyrir að fá að sjá og heyra Barböru
Streisand syngja með sínu nefi,
því að nú fetar ameríska súper-
stjarnan syngjandi í fótspor þeirra
Janet Gaynor og Judy Garland í
hlutverki sínu í kvikmyndinni ,,A
Star is Born" (Ný stjarna er
fædd). Þar leikur hún stjörnu í
blíðu og stríðu og nýtur við það
félagsskapar skeggjaða rokk-
söngvarans Kris Kristofferson.