Vikan - 24.06.1976, Qupperneq 38
Smásaga
eftir
Vic Suneson.
STRAUMROF
Hann ætlaði að myrða Elsu.
Þetta var ekki ný fyrirætlun;
hann hafði velt þessu fyrir sér
lengi, en hann hafði ekki gert sér
ákveðnar hugmyndir um það fyrr
hvernig ætti að hrinda því í fram-
kvæmd. Nú vissi hann það. Það
var afar einfalt.
Elsa fór í bridsklúbbinn á
hverju fimmtudagskvöldi og kom
heim um ellefuleytið. Þá
settist hún fyrir framan arininn
— þótt aldrei kveikti hún upp í
honum — og kveikti á rafmagns-
ofninum. Það var oft æði kalt í
íbúðinni þeirra, enda voru glugg-
arnir óþéttir og vindurinn frá
höfninni stóð beint upp á þá. Svo
las hún nokkra stund í viku-
blöðunum sínum, þvi að hún gat
ekki sofnað strax eftir æsinginn
við spilaborðið. Loks lagðist hún
þó til svefns.
En ekki i sömu rekkju og hann.
Hjónaband þeirra var ekkert
orðið nema formsatriði. Hún var
bara ráðskona hjá honum. En hún
hafði meira en meðalráðskonu-
laun. Pelsinn, sem hún fékk í
fyrra, var ekki af ódýrari gerð-
inni.
Hann var rafvirki í stóru fyrir-
tæki og lagði rækt við starf sitt.
En hann var ekki metnaðargjarn
og vrði aldrei neitt sérstakt.
Elsa vildi ekki eignast barn.
Hún vildi ekki sofa hjá honum.
Hann benti henni á, að þau gætu
ættleitt barn. Þá hló hún.
— Þú getur ekki fullnægt kven-
manni, sagði hún. — Hvernig
faðir yrðir þú? Þú ert einskis
nýtur. Snáfaðu út úr herberginu
mínu.
Og þar með var það afgreitt.
Hjónaband þeirra var engu
líkt. Elsa annaðist hússtjórnina af
frábærum myndarskap, sem ekk-
ert varð að fundið, og hann strit-
aði til að myndarskapurinn á
heimilinu léti ekki á sjá.
Svo hitti hann Maríu.
Hún var framreiðslustúlka í
litla veitingahúsinu, þar sem
hann borðaði hádegisverð. Þau
tóku tal saman. Með tímanum
urðu þau góðir kunningjar, og
hann varð hrifinn af henni. Hún
var utan af landi og þekkti engan
í borginni. Einn daginn hafði
hann sig upp í að bjóða henni að
borða með sér um kvöldið. Hún
hikaði svolítið, áður en hú.n sagði
já.
Þetta varð yndislegur kvöld-
verður. Hann hringdi til Elsu og
sagði henni að hann yrði að vinna
eftirvinnu. Hann hafði aldrei
kynnst stúlku eins og Maríu. Hún
var síbrosandi náttúrubarn með
spékoppa.
Hann gat ekki staðist hana.
En María bjó með tveimur
öðrum stúlkum, og þegar þau
komu að útidyrunum, varð ekki
haldið lengra. En þrátt fyrir það
vissi hann, að María var konan í
lífi hans.
Tíminn, sem í hönd fór, var
fullur af skröksögum og lygum,
sem ekki tókust allt of vel. Hann
gat ekki sagt Elsu, að hann hefði
kynnst annarri konu. Hún virtist
vera fullkomlega ánægð með líf
sitt, og skilnaður því óhugsandi.
Það var þá, sem hann ákvað að
drepa Elsu.
Hann hafði fengið stórkostlega
hugmynd. Rafmagnsofninn, sem
hún notaði svo oft, var orðinn
gamall og tengillinn orðinn léleg-
ur. Það var enginn vandi fyrir
rafvirkja að ganga þannig frá ofn-
inum, að sá sem stingi honum í
samband fengi sterkt raflost. Og
Elsa var veik fyrir hjarta. Það
hafði læknirinn sagt honum fyrir
löngu. Raflost riði henni áreiðan-
lega aó fullu.
Hann hélt áfram að hitta Mariu
meðan hann lagði á ráðin um
morðið. Það var óþægilegt að hún
skyldi búa með tveimur öðrum
stúlkum. Honum tókst að útvega
henni litla íbúð skammt frá veit-
ingahúsinu, sem hún vann á. Þar
gátu þau hist án þess aó eiga á
hættu að verða ónáðuð. Hann bar
mikla virðingu fyrir Maríu, og
hann gerði enga tilraun til að
„misnota” traust hennar. Þau
kysstust annað veifið — það varð
hann að láta sér nægja. En inni í
honum var glóandi eldur. Hann
varð að bíða. Hann lagði til, að
þau giftu sig. Þegar hann væri
laus við konuna sína.
María brosti bara sinu bliðasta
og sagði, að þetta væri ágætt
svona. Hún hafði bein í nefinu og
var ákveðin í því að láta hann
ekki skerða frelsi sitt.
Hjá því varð ekki komist, að
Elsa tæki eftir því, að hann vann
miklu meiri yfirvinnu en venju-
lega og var miklu skapbetri en
hann átti vanda til. t stuttu máli
sagt — að eitthvað hafði komið
fyrir. En hún var svo ánægð með
sjálfa sig, að engin ástæða var til
þess að hana grunaði neitt, enda
gerði hún öll húsverkin janóað-
finnanlega og vant var og hitti
fátt fólk. Einu undantekningarn-
ar voru fimmtudagskvöldin,
þegar hún spilaði brids.
María fór aftur á móti að fá alls
konar flugur í höfuðið. Hún vildi
ekki sitja innilokuð í litlu, snotru
ibúðinni á hverju kvöldi. Hún
vildi fara út og skemmta sér, hitta
fólk og vera frjáls. Hann skildi
hana og bauð henni út að borða á
MALLORCA
30. maí 15 dagar — Fáein sæti laus
13. júní 22 dagar — Fáein sæti laus
4. júlí 22 dagar — Laus sæti
25. júlí 15 dagar — Fáein sæti laus
1. ágúst 15 dagar — Upppantað
8. ágúst 15 dagar — Upppantað
15. ágúst 15 dagar — Upppantað
22. ágúst 15 dagar — Upppantað
29. ágúst 15 dagar — Upppantað
5. sept. 15 dagar — Fáein sæti laus
12. sept. 15 dagar — Fáein sæti Iaus
19. sept. 15 dagar — Laus sæti
26. sept. 22 dagar — Laus sæti
17. okt. 15 dagar — Laus sæti
MERflASKRIFSTOFAN SUNNA
COSTA PEL SOL
15. maí 20 dagar — Laus sæti
5. júní 15 dagar — Fáein sæti laus
19. júnl 22 dagar — Laus sæti
10. júlí 22 dagar — Fáein sæti laus
31. júlí 15 dagar — Fáein sæti laus
7. ágúst 15 dagar — Fáein sæti laus
14. ágúst 15 dagar — Uppselt
21. ágúst 15 dagar — Fáein sæti laus
28. ágúst 15 dagar — Uppselt
4. sept. 15 dagar — Fáein sæti laus
11. sept. 15 dagar — Fáein sæti laus
18. sept. 15 dagar — Laus sæti
25. sept 22 dagar — Laus sæti
16. okt. 15 dagar — Laus sæti
COSTA BRAVA
13. júní 22 dagar — Laus sæti
4. júlí 22 dagár — Laus sæti
25. júlí 22 dagar — Laus sæti
15. ágúst 22 dagar — Upppantað
5. sept. 22 dagar — Fáein sæti laus
26. sept. 22 dagar — Laus sæti
16. okt. 15 dagar — Laus sæti
Þúsnndir ánœgðra
viðskiptavina9 er
okkar besta auglýsing
UEKJARGDTU 2 SIMAR 16400 12070
38 VIKAN 26. TBL.