Vikan

Issue

Vikan - 24.06.1976, Page 39

Vikan - 24.06.1976, Page 39
fyrsta flokks veitingahúsi, og á eftir fóru þau í næturklúbb. María skemmti sér af hjartans lyst. Hún geislaöi af lífsgleði. Hann hafði keypt handa henni nýjan kjól, sem fór henni einkar vel. Hann skemmti sér ekkert sér- staklega vel sjðlfur. En hann hélt andlitinu, og í þetta sinn fékk hann að koma inn með henni, þegar hann fylgdi henni heim. Þessa nótt varð hún ástmey hans. Það heppnaðist ekki sérlega vel. Hann var taugaóstyrkur, og það var í fyrsta skipti hjá henni. Þegar hann fór frá henni, var klukkan orðin fjögur. Elsa sat uppi í rúminu og beið eftir honum. Það hafði ekki komið fyrir áður. Hún sagði ekki margt, en það sem hún sagði var hræðilega biturt. — Skemmtu þér eins mikið og þú vilt, vinur minn, en reyndu ekki að fá mig til að trúa því, að það sé yfirvinna. Þú ert með ann- arri konu. Og ef þú ímyndar þér, að ég samþykki skilnað, skaltu reyna að losa þig við þá firru undireins. Hún stóð í dyrunum og horfði á hann. — Þessar skemmtanir þinar eru áreiðanlega ekki sérlega ódýr- ar. Svo fór hún inn til sín og skildi hann eftir einan með hugsanir sínar. Það var svo sem rétt hjá henni, að þetta var ekki ódýrt. Hann hafði þegar tekið lán, og fjárhag- urinn var ekkert of góður fyrir. Á þessari stundu vissi hann, að hann myndi drepa Elsu. Svo kom fimmtudagskvöldið, og Elsa fór i bridsklúbbinn. Hún sagði ekkert, þegar hún fór, og það var ágætt. Hann þurfti mörgu að sinna. Hann vann í klukkustund við gamla rafmagnsofninn, en loks- ins var hann ánægður með hann. Sá, sem setti hann í samband, fengi raflost. Kannski yrði það nóg. Hann vissi að Elsa var hjart- veik. Hann setti ofninn á sinn stað fyrir framan arininn, og tók svo til í húsinu eins og hann hafði alltaf gert til þess að gera henni til geðs. Bölvuð tæfan hún Elsa. En nú hafði hann gengið end-. anlega frá henni. Hann virti fyrir sér verk sitt og fannst það harla gott. Nú þurfti hann bara að verða sér úti um fjarvistarsönnun. Hann hafði nóg- an tima, og hann fékk sér bjór meðan hann beið. Hann vissi, að María var heima og beið eftir honum. Þegar hann hugsaði um hana, fannst honum það sem hann hafði gert óhjákvæmilegt. Hann varð að losa sig við þennan kvenmann, sem stóð í vegi fyrir hamingju hans. Hann leit enn einu sinni yfir allt, áður en hann gekk út að bílnum. Sem betur fór hafði Elsa aldrei lært að aka bíl. Það hæfði henni ekki, svo að hann fékk að hafa bílinn út af fyrir sig. Hann sveigði hægt út á götuna og ók niður i bæinn. Það var eitthvað óvenjulegt við bæinn þetta kvöld. Jólaskreyting- arnar höfðu verið hengdar upp. og það hefði átt að vera ljósadýrð í öllum gluggum. En svo var ekki. Útstillingargluggarnir voru dimmir, og engu var líkara en verið væri að spara götuljósin. Hann ók eins hratt og hann þorði heim til Maríu. Það var dimmt í stiganum, og hann varð að þreifa sig upp tröþpurnar. En hann fann samt dyrabjölluna — hann hafði ekki þorað að biðja hana um lykil. Hann heyrði hringinguna inni í íbúðinni. Enginn svaraði. — María! hrópaði hann hásum rómi. — Það er ég! Opnaðu! Ekkert svar. Einhvers staðar í húsinu voru opnaðar dyr og einhver hrópaði: Hvaða hávaði er þetta? Hann stóð grafkyrr. Hún hlýtur að hafa farið á und- an, hugsaði hann. Við vorum búin að ákveða að fara út að borða. Hann gekk hægt niður stigann og út að bílnum aftur. En það var eitthvað að — og ekki bara vegna bess að María var farin, eitthvað var að í bænum. Það var myrkur í öllum bænum. Hann minntist myrkvunarreglnanna á stríðsár- unum. Hvers végna hafði María farið á undan honum? Hann ók til veitingahússins, þar sem þau voru vön að borða. Hann lagði bílnum á bílastæðið'og veitti því athygli, að þar voru óvenju fáir bílar. Þegar hann kom að dyrunum, sá hann að útiljósin á veitingahús- inu voru slökkt. Hann gekk inn í dimmt anddyrið og sá, að inni var engin lýsing, nema kertaljós log- uðu á borðunum. Hann litaðist um í hálfrökkr- inu. Augu hans vöndust dimm- unni smátt og smátt. Og loksins kom hann auga á Maríu við borð lengst inni í salnum. Hann gekk í átt til hennar. María var ekki ein. Það var maður með henni. Það var erfitt að sjá hann almennilega, en hann virtist vera stór og sterklegur. Yngri en hann var sjálfur. Hann gekk að borðinu. — Gott kvöld! sagði hann. — Hvers vegna beiðstu ekki eftir mér? María var svolítið hrædd á svipinn í kertaljósinu. — Þetta er Sveinn, sagði hún. — Æskuvinur minn. Honum tókst að finna mig i öllum manngrúanum hér. Maðurinn stóð upp. Hann var reglulegt heljarmenni. — Má ekki bjóða yður sæti? spurði hann rólega. En hann hreyfði sig ekki. — María, sagði hann, og hann heyrði sjálfur, að rödd hans var rám. — Ertu búin að gleyma öllu...öllu, sem við höfum talað um, öllu, sem okkur hefur dreymt? María var enn svolítið hrædd á svipinn. — Þú veist ekki, sagði hún hægt, — hve mjög ég hef þráð Svein. Nú er hann kominn. Nú erum við búin að finna hvort annað. — Finna hvort annað? — Sveinn kom til að leita að mér. Og nú höfum við fundið hvort annað. Skilurðu ekki, að við elskum hvort annað? Við ætlum aldrei framar að skilja. — Elskið, sagði hann varlega. — Það er stórt orð. En... hvað hefur komið fyrir? Af hverju er svona dimmt hérna? — Straumrof, sagði Sveinn. — Og þakka yður fyrir allt, sem þér hafið gert fyrir Maríu. — 0, þaó var ekkert.... Okkur kom ágætlega saman, okkur Maríu. Það tekur því ekki að minnast á það. Svo það var straumrof, já? — Já, einmitt. Það verður stundum, þegar mann varir minnst. Við María förum heim á morgun. Heim á bæinn okkar. — Straumrof, sagði hann aftur, og um leið mundi hann það. — Og svo hvarf hann út úr lífi Maríu, út úr veitingahúsinu, settist inn í bílinn og ók eins hratt og hann framast þorði heim á leið til þess að afmá sporin eftir tilræðið. Straumrof, hugsaði hann. Eg hlýt að hafa orðið fyrir andlegu straumrofi — ég og Elsa erum þó eitt, þegar allt kemur til alls. Allt í pinu kviknuðu ljósin aftur. Öll ljós í útstillingar- gluggunum tóku að Ijóma, og auglýsingarnar að blikka. Þegar hann nam staðar utan við húsið, sá hann sér til skelfingar, að það var ljós i íbúðinni. Elsa var komin heim. Hún gat hvenær sem var tekið á ofni dauðans. Hann gaf sér ekki tíma til að læsa bílnum, haldur þaut bara upp tröppurnar og inn í íbúðina. Elsa stóð í miðri stofunni og starði á hann. — Ert þetta þú? sagði hún. Þá sá hann eitthvað liggja á gólfinu. Það var maður. Andlitið var stirnað í krampateygju. Stór og sterkur maður, sem lá graf- kyrr. — Hvað hefurðu gert? stundi hann. — Ég hef ekki gert neitt, sagði Elsa þurrlega. — En hvað hefur þú gert? — Hver er þetta? — Þetta er lögreglustjórinn, sagði hún. — Hann býr hérna í húsinu. Þú hefur áreiðanlega séð hann áður. — En af hverju liggur hann hér? — Það ættir þú að vita best sjálfur. — Ertu búin að hringja i lækni? — Já, en það líður' nokkur stund, áður en hann kemur. — En. . . en. . . en . . .þetta er hræðilegt? Af hverju kom hann hingað. — Ég kom heim, sagði hún rólega. — Grimer lögfræðingur ók mér heim í myrkrinu. Eg þreifaði mig áfram að símanum og hringdi til lögreglustjórans. Eg taldi best, að hann liti á rafmagns- töfluna. Það gat verið, að eitthvað væri í ólagi með hana. Ljósið kom aftur einmitt í sama mund og hann kom. Eg bað hann að stinga rafmagnsofninum i samband, því að það var jafnkalt hér og vant er. — Og svo. . . — Og svo stakk hann ofninum í samband og endastakkst á haus- inn eins og skotinn, hélt hún áfram. — Það var þá. . . — Hvað var þá? — Að mér datt i hug, að þú ert rafvirki, sagði hún rólega. — Við getum ekki látið hann liggja svona, sagði hann. — Komdu ekki við hann! sagði hún ógnandi. — Það má ekki snerta neitt fyrr en lögreglan er búin að koma. Hann starði á hana: — Lögreglan? — Já, auðvitað. Þú veist, að það á ætíð að kalla lögregluna á vett- vang, ef dauðsfall ber skvndilega að höndum. Allt í einu skildi hann. hve mjög hún hataði hann. — Þú ert þá búin að hringja á lögregluna? — Vitaskuld. Hún settist. — Bjóstu við öðru? Hann missti stjórn á sér, og réðist á hana með krepptum hnefum. En hún var viðbúin. spratt á fætur svo snögg, að stóll- inn valt um koll. Hann datt um stólinn og endaslengdist á gólfið við hliðina á manninum, sem hann hafði myrt. Hið síðasta sem hann heyrði. áður en hann missti meðvitund. var hringing dyrabjöllunnar. 26. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.