Vikan

Útgáva

Vikan - 24.06.1976, Síða 40

Vikan - 24.06.1976, Síða 40
V SVIPUR Á VEITINGAHÚSI. Kæri draumráðandi! Ég sendi þér hér stuttan draum, sem ég vonast eftir að fá ráðningu á. Mér fannst ég vera stödd á veitinghúsi og haði fengið borð við gluggann. Þegar ég svipaðist um í salnum, kom ég auga á mann við eitt borðið skammt frá mér. Þessi maður var náfrændi minn í lifanda lífi, en þegar ég ætlað að fara að heilsa honum, hætti ég við það, því að þá mundi ég eftir því, að hann var dáinn. Þess í stað fer ég að segja konunni, sem gekk um beina, frá þessu, því að hún stóð viö borðið mitt. En í sömu svipan hafði okkur dottið það sama í hug, nefnilega, að þetta væri svipurinn mannsins míns. Leit ég þá strax við, en þá var hann horfinn. Ég vissi, að hann gat ekki hafa haft tíma til að fara neitt, þvl þarna leið ekki nema andartak. i Maðurinn var klæddur í dökkbláan rykfrakka, og var heldur unglegri í útliti en þegar hann dó. Með kæru þakklæti fyrir ráðninguna, sem ég vona, að birtist sem fyrst. Kona í Kópavogi. Þessi draumur er fyrir einhvers konar misskilningi. Þér bregður mjög við einhverj- ar fregnir, en kemst svo að því síðar, að þær eru byggðar á misskilningi. Þó gæti verið um einhvern annan misskilning að ræða, en hann verður áreiðanlega þess eð/is. MEÐ FANGELSISVIST YFIR HÖFÐI SÉR. Kæri draumráðandi! Fyrir stuttu dreymdi mig draum, sem mig langar að biðja þig að ráöa. Draumurinn hófst með því, að mér fannst ég vera að aka í vinnuna. Þaö var dimmt og mikil rigning. Kom ég þá að stóru húsi, sem mér fannst ég vinna í, en hef aldrei séð __ áður. Þetta var stórt og mikið hús, í Ikringum níu hæðir eða svo. Er inn kom, var fólk þar, sem sagði, að ég ætti að fara í fangelsi og gerði ég mér þá Ijóst, að þetta hús varfangelsi. Við að heyra þetta varð ég mjög hrædd og hljóp í burtu. Ég hljóp inn í lyftu og setti hana á efstu hæð. Ein stelpa var frammi, þegar þetta gerðist. Hún var með talstöð og um leið og ég hljóp inn í lyftuna, sendi hún þau skilaboð til hinna varöanna að hafa gætur á öllum lyftudyr- um, því ég hefði sloppið þangað inn. í lyftunni var ég orðin örvæntingarfull, -------------------------------------- því að á hverri hæð heyrði ég mannamál, svo að ég hélt áfram að fara upp og niður I lyftunni. Svo var ég að hugsa um að gefast upp, þegar mér datt allt í einu ( hug, að það var op efst í lyftunni. Fór ég þá I örvæntingu að reyna að opna það, en allt í einu fannst mér lyftan orðin að fangaklefa, og núna var það gluggi, sem ég var að reyna að opna. Þá fannst mér sem systir mín og mágur væru þarna hjá mér, og voru þau mjög róleg. Hún var að lesa blað, og voru þau alltaf að segja mér, að þetta þýddi ekki neitt, því að það myndi aðeins lengja dóminn, þ.e. bæta á fangelsisvistina. Varð ég þá reið og sagðist vilja komast út, og sagði, að ég skildi ekki, hvernig þau gætu verið svona róleg á meðan ég hamaðist við gluggann. Þegar þarna var komið, var ég búin að opna gluggann og ætlaöi að fara út, en uppgötvaði þá, að það var allt rétt, sem þau voru að segja. Kom þá yfir mig mikil ró og ég hætti við að fara út. í því var barið að dyrum og mágur minn opnaði. Fyrir utan stóðu verðirnir, sem voru stúlkur um tvítugt, og þegar þær sáu mig, sagði ein þeirra: Nú, ertu þá þarna! Þá er allt í lagi. Svo fóru þær. Ég varð mjög glöð yfir þessu, settist niður og horfði út um gluggann. Fannst mér þá alveg eins og ég væri á fyrstu hæð en ekki níundu. Úti var mikið sólskin og var skátahópur á blettinum, og var hópurinn að draga fána að húni. Þar var einn fullorðinn maður, dökkhærður, og hélt hann á dökkhærðum dreng, eins til tveggja ára að aldri. Allt hitt voru unglingar. Þegar fáninn var dreginn að húni, gerðu þau skátamerki og svo hneigðu stelpurnar sig og fannst mér það ákaflega óviðeigandi. Svo var barið að dyrum og inn kom strákur, sem ég þekkti fyrir nokkrum árum. Hann var í brúnni lopapeysu og var einn vörður með honum. Hann virtist ekki þekkja mig. Sagðist hann eiga að setja fyrir glugg- ann, og sýndi mér bréf. Fór hann síðan að festa fyrir gluggann aftur. Ég varö þá reið og sagðist vilja hafa loft þarna inni, og hver gæti svo sem séð mig þarna uppi á tólftu eða þrettándu hæð, og ekki gæti ég stokkið niöur. En hann sagði bara, að hann yrði að gera þetta. Og við það vaknaði ég. Þakka fyrirfram ráöninguna, sem ég vona, að birtist. Bestu kveðjur. B.S. Þessi draumur er fyrir því, að þú /endir / einhverju klandri, sennilega fyrir fljótfærni, en vinir þínir vilja hjálpa þér úr klípunni. Þér gengur illa að viðurkenna, að þér hafi orðið eitthvað á og vilt þess vegna ekki þiggja hjálp þeirra. Það er ákaflega misráðið af þér og þú skalt reyna að brjóta odd af oflæti þínu og þiggja framrétta hjálparhönd þeirra. I SKIRISSKÓGI. Kæri draumráðandi! Þegar ég var barn að aldri, las ég af mikilli áfergju ævintýrin um Hróa hött og kappa hans í Skírisskógi. Þetta voru mínar eftirlætis bókmenntir eins og svo margra jafnaldra minna. Ekki hef ég þó litið í þessar bækur í mörg ár, og skil þess vegna hreint ekkert í, hvernig á því stóð, að um daginn dreymdi mig, að ég var á ferð um þennan ágæta skóg. Ráðast þá allt í einu á mig grænklæddir menn og taka mig höndum. Skipti engum togum, að þeir drógu mig inn í skóginn, þar sem ég vaknaði, þegar ég var dreginn fyrir Hróa sjálfan. Mér þætti fengur að því, draumráðandi góður, ef þú sæir þér fært að ráða þennan draum fyrir mig. Kær kveðja. H.H. Þessi draumur er fyrir þvl, að þú lendir i óvenju skemmtilegum félagsskap. Góða skemmtun. MIG ÐREYMDI 40 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.