Vikan

Útgáva

Vikan - 23.09.1976, Síða 3

Vikan - 23.09.1976, Síða 3
Á FLEYGI FERÐ fannst bara ekki neitt fyrir hol- unum. Einhvernveginn fannst mér þetta ekki geta verið rétt, svo ég jók hraðann, en allt fór á sömu leið, það bara fannst ekki fyrir því, að ekið væri á holóttum og slæmum vegi. Og svo lá bíllinn alveg frábærlega vel á malarveg- inum, svo ég varð alveg stórhrif- inn. Það var alveg sama hvernig ég þrælaði bílnum fram og aftur eftir slæmum malarveginum, hann stóð sig eins og hetja. Bíllinn, sem ég prófaði, var sóttur til Frakklands og var því gerður fyrir evrópskan markað, en þeir bílar, sem munu koma hingað í framtíðinni, verða gerðir fyrir afrískan markað, sem þýðir, að þeir verða svolítið hærri, með stífari gorma, hlífðarplötu undir mótor og stærri þéttilista á hurð- um. Miðstöðin var afbragðs góð og loftræsting í bílnum ágæt. Eins og flestir vita eru frakkar frægir fyrir sparneytna bíla, og ef marka má tölur úr danska blaðinu Bíll ársins 1976 var kosinn Simca 1307/8 í Evrópu. 49 blaðamenn frá 15 löndum tóku þátt í að velja bílinn, en hann hlaut 185 stig af 517 mögulegum. Bilen, þá eyðir Simca 1307 9 lítrum á hundraði í bæjarkeyrslu. Það er óhætt að setja þennan bíl í lúxusklassa bæði hvað inn- réttingar og aksturshæfni snertir, en verðið á dýrustu gerðinni, eins og ég prófaði, er þó ekki nema 1.9 milljón, sem manni finnst ekki mikið miðað við marga aðra bíla. Otkoman á þessum bíl er sú, að ég varð alveg stórhrifinn, því þessi bíll hefur svo ótrúlega margt sér til ágætis.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.