Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.09.1976, Side 40

Vikan - 23.09.1976, Side 40
HVÍTUR OG SÍÐUR KJÓLL. Sæll og blessaður draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu, hann er svo skýr í huga mínum. Hann er svona: Ég var að fara í búðir með systur minni og ætlaði skipta á kjól, sem ég var með og fannst ég ætti. Hann var hvítur og síður og með gyllingu neðst, en hálsmálið og ermarnar úr mjúku efni. Ég vildi fá einu númeri stærra, en systir mín fann bara stutta Ijóta kjóla. Ég sagði, að ef ég fengi ekki einu númeri stærra, þá vildi ég bara eiga þennan, hann væri svo fallegur. Svo fór ég að hugsa um, að þetta væri nú fallegur brúðarkjóll, og ég vildi alls ekki skipta á honum. Svo vaknaði ég og mundi þetta svo vel, og ég ákvað að leita til þín og vona, að þú ráðir drauminn fyrir mig. Þakka svo fyrir allt gott, sem þið eruð með. Lilja. Hvít og þröng föt í draumi boða sorg og sjúkdóma. Blessuð sendu mér annan huggu/egri fljótlega. ALLTAF SAMI MAÐURINN. Mig langar að vita, hvort þú getur ekki hjálpað mér, ég hugsa ekki um annað en fyrir hverju þetta sé. Mig dreymir oft mikið og dreymir fyrir því, sem gerist. Mig er alltaf að dreyma sama karlmanninn, og svo sé ég hann daginn eða næsta dag. Ég þekki manninn ekkert, ég hef reyndar talað við hann, en ekki mikið. Ég rekst oft á hann á dansstað. Nafn hans erfyrir góðu en það er misjafnt, hvort draumarnir eru fyrir góðu eða vondu. Og nú langar mig til að spyrja: Á ég eftir að kynnast honum eitthvað? Eða á eitthvað eftir að koma fyrir hann eða mig? Eða er það ekki fyrir neinu sérstöku að dreyma sama manninn mjög oft? Með fyrirfram þökk. ein í vanda. Ekki held ég, að hér sé neitt dularfullt á seyði, heldur þykir mér /ík/egt, að þú hugsir kannski meira um þennan mann en þú vilt vera láta. Sé nafn hans fyrir góðu, eins og þú segir, er ágætt fyrir þig að vita af honum í draumum þínum, hvað svo sem þeir snúast um að öðru /eyti. FJALLGANGA OG FIÐLA. Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða eftirfarandi draum fyrir mig: Mér fannst ég vera ófrísk, en ég gat með engu móti gert mér grein fyrir því, hver var faðirinn. Mér fannst meira að segja að ég hefði ekki komiö nálægt neinum karlmanni. Svo hitti ég einn vin minn (við erum mjög góðir vinir), og við ákváðum að fara í fjallgöngu. Ég var komin langt á leið og var því heldur þung á mér. Við löbbuðum upp stórt fjall, þetta fjall var allt úr sandi, svo það var erfitt að komast upp það. Svo vorum við alveg að komast upp á topp, þá fann ég fiðlu og þyrjaði að spila á hana (ég hef aldrei séð fiðlu berum augum), en þá hrasaði ég og rann á rassinum alla leið niður, og þá fannst mér, eins og ég væri stödd í fjöru. Þá henti vinur minn reipi til mín og ætlaði að reyna að draga mig upp, en ég var svo þung, að það þýddi ekkert. Svo ég varð bara að dúsa þarna það sem eftir var. Þá kom hjúkrunarkona, og hún skammaði mig mikið fyrir að hafa farið að spila á þessa bölvaða fiðlu. Og þá vaknaði ég- Jæja, ég vona, að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig. Með fyrirfram þökk. O.S. Þú átt eftir að eiga mikið saman við vin þinn að sæ/da, og það munu sannar/ega skiptast á skin og skúrir hjá ykkur. MINNISVARÐAR OG MESSA. Kæri draumráðandi! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en datt í hug segja þér frá nokkuð merkilegum draumi, að mér finnst. Mig dreymdi, að ég, ásamt fjölskyldu minni, átti að fá húsnæði á kirkjustað, sem við skulum nefna Á. Þar var í draumnum nýtt hús í byggingu (þar er í rauninni aðeins fárra ára gamalt hús), og var það ekki nema hálfbyggt, en þó var þúið aö búa þarna. Ég skoðaði allt húsið, sem var mjög stórt, en alls staðar hálfklárað eða varla þaö. Þarna voru margar tækninýjungar og tæknilegar geymslur fyrir búvélar. Svo fór ég að skoöa mig um úti og fór þangaö, sem gamla húsið var, en gamli kirkjugarðurinn er þar beint niður undan. Ég sá lítið af garðinum, nema í norðaustur- horninu voru minnisvarðar tveir, annar mjög stór og blómum prýddur, mig minnir rauðum rósum, en yfir þessum minnisvarða var glerkúpull til hlífðar. Hinn var minni, en samt nokkuð stór og hvítur og minna blómskreyttur. Ég ætlaði að athuga þetta betur, en heyrði þá eins og verið væri að messa og tók að hlusta eftir því. Þá var verið að gifta, að mér fannst úti í lægð beint fyrir neðan kirkjugarðinn, og fannst mér þá komið hálfgert myrkur, svo að ég greindi ekki, hvaða fólk var þarna, en ég sá, að mannfjöldi var mikill, og ég sá brúðhjón og prest í hempu, því ég sá hvíta kragann, en allir, sem þarna voru, voru svartklæddir, nema það var lítils háttar hvítt í fötum brúðarinnar. Mér fannst ég ekki eiga að vera þarna, en mega hlusta, svo ég var þarna í leyni og heyrði lítið, nema að brúðhjónin voru gefin saman. Mig langaði mikið til að vita, hver þau væru, en komst ekki að því, nema að þau væru frá stað, sem við köllum H. Þá sneri ég mér að húsinu, mér fannst það vera svo stórt, að hægt væri að hafa þarna góðgerðarstarfsemi fyrir börn, og ég sneri mér að því verkefni. Þarna fékk aðsetur læknir, sem við skulum kalla D, ásamt hjúkrunarkonu, sem ég man ekki hver var, en þau störfuðu þarna að ákveðnum lækningum, sem mér fannst vera gerðar með því að skera hér og þar. Ég man til dæmis eftir einu barni meö stóran skurð á höföinu, en það blæddi ekkert úr þessum skurðum. Síðan tók ég við þessum börnum og hafði ofan af fyrir þeim, mest spilaði ég á plötuspilara ýmsa músík fyrir þau, og svo þurfti ég að gæta þess, að þau lentu ekki þarna í pyttum eða annarri hættu, sem þarna var fyrir hendi. Þetta var mjög erfitt verk og ábyrgðarmikið, en tókst samt. Svo þakka ég fyrir ráðningu, sem ég vona, að ég fái. Anna. O Því miður boðar þessi draumur allur erfiöleika í sambandi við veikindi, sem þó tekst að sigrast á að /okum. fíétt er að taka fram, að það er fyrir langllfi að flytja í stór og góð húsakynni, og nafn læknisins boðar ekki nema gott eitt, og þetta hvort tveggja dregur mjög úr hinum slæmutáknum, sem' annars eru svo áberandi I draumi þínum. MIG BREYMEU 40 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.