Vikan


Vikan - 25.08.1977, Qupperneq 3

Vikan - 25.08.1977, Qupperneq 3
104 m2 hús kr. 6,5 millj. 112 m2 hús kr. 6,9 millj. Steinhúsin eru í flestum tilfellum teiknuð af arkitektum fyrirtækisins, en það er þó alls ekki neitt skilyrði. Hægt er að fá um 100 mismunandi teikningar og fylgja vinnuteikningar og innréttingateikningar með. Byggingar- tíminn fer nokkuð eftir stærð hússins, en algengt er að það taki 2-3 mánuði að ganga fullkomlega frá því. Hægt er að nota steineiningarnar í nær hvaða byggingu sem er. Steinhúsin eru seld fullfrágengin með öllum innréttingum, þó ekki hreinlætistækjum, teppum. raflögnum og málningu, en einnig er hægt að fá fokheld hús. Verðið er: 140 m2 hús (fullfrág.) kr. 8,5 millj. 140 m2 hús (fokhelt) kr. 2,7 millj. Bæði timburhúsin og steinhúsin eru byggð á sökklum, sem ekki eru reiknaðir með í verðinu. Algengur afgreiðslufrestur á þessum húsum er 1-2 mánuðir og það er stór kostur, að byggingartíminn er óháður veðurfari. Húsasmiðjan hf. framleiðir einnÍQ sumarhús úr timbri. Stærð þeirra eru 45 m2 auk 17 m2 verandar. Fullfrá- gengin, án hreinlætistækja, teppa, raflagna og málningar, kosta slík hús kr. 4,5 millj. Húsasmiðjan hf. framleiðir einingahús úr steini og stöðluð timburhús. Húsin eru að kalla alíslenskt fyrirbrigði, þótt í upphafi hafi verið stuðst við sænskar fyrirmyndir, því þróun samsetninga og uppsetninga er íslensk. Framleiðslan er stöðugt að aukast og er nú 60-80 hús á ári, en mögulegt væri að framleiða 200-300 hús árlega. Framleiddar eru tvær gerðir staðlaðra timburhúsa. Byggingartíminn er að- eins 14 dagar og eru þau þá seld fullfrágengin að innan og utan, þó án hreinlætistækja, teppa, raflagna og málningar. Verðið er sem hér segir: Trésmiðja Sigurðar Gúðmundssonar á Selfossi: í Trésmiðju Sigurðar Guðmundssonar á Selfossi eru framleidd einingahús úr timbri og er unnt að framleiða þar 40 hús á ári. Framleiðslutími hvers húss fer að sjálfsögðu eftir stærð þess, en algengt er að það taki um það bil eina viku að framleiða einingarnar, og síðan aðra viku að setja þær upp á byggingarstað. Framleiddar eru að- allega þrjár gerðir húsa og kosta þau fullbúin með gleri, útihurðum og fullfrágengnu þaki, uppsett á Selfossi, sem hér segir: 104 m2 hús kr. 2,5 millj. 125 m2 hús kr. 3,0 millj. 136 m2 hús kr. 3,3 millj. Einnig er hægt að frá húsin fullbúin, þannig að kaupandi geti flutt beint inn, en þá er verðið sem hér segir: 104 m2 hús kr. 8,4 millj. 125 m2 hús kr. 10,0 millj. 136 m2 hús kr. 10,9 millj. Verð þessi eru ekki miðuð vinnu við sökkul og grunn, en húsin eru fest á steypta sökkla. Viðhald og ending timburhúsanna er talin svipuð og steinhúsa. 34. TBL.VIKAN .3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.