Vikan


Vikan - 25.08.1977, Qupperneq 6

Vikan - 25.08.1977, Qupperneq 6
JL □□□□ Húseiningar hf. Siglufirði: Húseiningar hf. framleiða í verksmiðju sinni á Siglufirði einingar til að fullgera alla veggi, loft og þak, bæði utanhúss og innan. Húseiningar hf. afgreiða m.a. innveggja- og útveggja- einingar, þaksperrur, þakeiningar, þakjárn, rennur, kjaljárn, kantjárn og niðurföll, glugga með tvöföldu ein- angrunargleri, inni- og útidyrahurðir úr harðviði. Að utan eru einingarnar klæddar með fúavörðum panel, tilbúnar til að bera á þær hvers konar viðarlit eða málningu. í loftaeiningum og inn- veggjaeiningum eru falin rafmagnsrör og dósir, þar sem við á. Húsunum fylgir frágengin rafmagnstafla. Fram- leiðsla Húseininga hf. er miðuð við íslenskar aðstæður. Húsin eru hlý og þétt, varin gegn veðri og vindum. Verksmiðjan framleiðir innveggi og hurðir í skóla, sjúkrahús og stofnanir. Einnig innveggi, loft, þök og hurðir í hvers konar byggingar. Einingarnar má gjarnan nota með öðrum bygging- araðferðum svo sem í blokkar- byggingum, raðhúsum o.s.frv. Húseiningar hf. hafa einnig látið teikna og hanna sérstakar sumar- bústaða-einingar, sem hægt er að fá í fjórum mismunandi stærðum. Afkastageta Húseininga hf. er um það bil 100 hús á ári, en framleiðsluna má auka í 250 hús á ári. Framleiðslan er ekki bundin við fáeinar staðlaðar teikningar, enda hafa hús fyrirtækisins verið reist við ólíkar aðstæður víða um land. Húsin eru afgreidd á hvaða byggingarstigi sem er og afgreiðslu- frestur er frá 2-6 mán., eftir aðstæðum. Verðskrá (aðeins fá dæmi): Verðin miðast við verðlag í apríl 1977, án söluskatts og einingarnar komnar á flutningstæki við verk- smiðjudyr. Einingarnar eru tilbúnar undir tréverk og málningu, þ.e. allt tréverk í húsið nema eldhúsinnrétting, skápar og sólbekkir. Uppsetningar- kostnaður er ekki innifalinn. 95,4 m2 hús kr. 4.738.000 115,15 m2 hús kr. 5.037.000 145,00 m2 hús kr. 6.922.000 31,68 m2 sumarhús 1.950.000 Ýtarlegar prentaðar upplýsingar um framleiðslu Húseininga hf. fást hjá verksmiðjunni á Siglufirði og í söludeild að Skipholti 19, í Reykjavík. 6 VIKAN34. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.