Vikan


Vikan - 25.08.1977, Page 18

Vikan - 25.08.1977, Page 18
Framha/dssaga eftir Lawrence G. Blochman Dóttir milljónamœr Bak við hana sá hann risandi sólina, sem reyndi að brjóta sér leið gegnum þokuna. Eldrauður sólar- bjarminn, sem klauf þokufullt morgunloftið, minnti á geislana i japanska gunnfánanum. Dorothy stóð lengi þegjandi og sneri baki að sólinni og horfði hátt. Larkin fannst, eins og hún vœri að leita ráða og styrks hjá himninum og hafinu. Er hún talaði, virtist sem hún vœri að svara spumingu, sem hún botnaði ekki vel í: „Það er víst best að hafa það svo.” „Hafa hvað svo Dorothy?” Hún hélt áfram að horfa fram fyrir sig, en svaraði: „Arthur. Það er svo hreint og fagurt og svo stórfenglegt hér úti — —. Ég á við, að best sé að honum sé sökkt í hafið.” „Þér ætlið sem sagt ekki að gera kröfu til líksins?” Hún hristi höfuðið. „Hvi skyldi ég gera það? Til þess, að hann verði grafinn í vigðum reit. Eða til þess, að hægt verði að setja legstein á leiði hans? Nei, það verður einungis til þess að vekja óþægilegar minningar í hugum margra manna. Ég er raunar eina manneskjan, sem get sagt, að ég hafi góðar minningar tengdar við Arthur. Og mínar minningar get ég ekki grafið i stein. Þær eru grópaðar í hjarta mitt.” Hún þagnaði. Larkin virtist rödd hennar ætla að bresta, en svo varð ekki. Það var ennþá mikil harka í henni, alltof mikil harka. Hann sagði: „Ég hélt, að þér munduð láta undan og fara að eins og flestir mundu gera. Þér voruð líka komin á fremsta hlunn með það. Hvers- vegna látið þér ekki undan? Hversvegna lokið þér yður ekki inni í klefa yðar og grátið eins og þér hafið þörf fyrir?” Dorothy dæsti. „Frú Greeve!” sagði hún stutt- araiega. „Hað um hana?” spurði Larkin. „0, hún er hræðilega ímynd- unarveik!” „Hvemig þá?” „Út af því, sem komið hefur fyrir.” „En hvemig veit frú Greeve það?” hrópaði Larkin steinhissa. „Ég hef ekki séð hana á þilfari.” Dorothy hristi höfuðið. „Ég veit það ekki. Ég vissi ekki hvenær hún kom niður í nótt. En þegar ég vaknaði, sat hún á rúm- stokknum alklædd. Tennumar glömmðu í munnu hennar.” „En hún hefur þó verið með það mikla skynsemi, að hún gat sagt þér, hvað gerst hafði.” „Hún óð úr einu í annað, svo að Ult var að henda reiður á, hvað hún var að fara. En samt skildi ég svo mikið, að eitthvað voðalegt hlaut að hafa komið fyrir og rauk því upp á þilfar.” „Vissuð þér ekki, að bróðir yðar var um borð, fyrr en þá?” „Jú, ég vissi það í gærkvöldi,” svaraði Dorothy lágt. „Þá sá ég hann.” „En þegar við töluðum saman í gær, áttuð þér engan bróður!” „Þetta er ekki fallega sagt, Glen!” sagði Dorothy. „Þér hafið áreiðanlega þekkt Arthur. Svo að þér hefðuð átt að skilja, að ég vildi ekki ræða um hann.” „Hvemigkomst hann um borð?” „Ég veit það ,ekki.” „Hann hafði verið látinn laus til reynslu, var það ekki?” „Jú,” svaraði Dorothy ósjálfrátt, en áttaði sig svo. „Hvemig vitið þér það?” Larkin lét sem hann hefði ekki heyrt spumingu hennar og sagði: „Þá getur hann ekki hafa haft neitt vegabréf. Hjálpuðuð þér honum til þess að komast um borð?” „Nei, auðvitað ekki!” „Það hefur þá verið af einskærri tilviljun, að hann lenti um borð í sama skipi og þér.” „Nei. Það veit ég annars ekkert um. ö, hvað ætli það dugi, að ég sé að ljúga að yður, Glen? Auðvitað veit ég af hverju hann kom um borð. Hann var að elta mig.” „Af hverju?” „Peningar!” svaraði hún stutt og laggott. „Hefur hann reynt að knýja út úr yður peninga?” „Nei, ég hef af fúsum vilja látið honum í té peninga siðan — ég á við síðan hann losnaði úr fangelsinu. Það hefur aldrei komið til, að hann vildi neyða út úr mér peninga. Ég hef hjálpað honum af því að hann er bróðir minn, og ég gat því ekki hugsað mér, að hann yrði að þola skort. Pabbi gerði Arthur arflausan fyrir mörgum ámm. Ég býst við að Arthur hafi verið í mikilli spila- skuld, og þegar hann varð þess vísari, að ég væri á fömm, hefur hann laumast um brð.” Larkin klappaði blíðlega á hönd henni. „Þér emð holl, verð ég að segja. Þér hylmið stöðugt yfir gerðir bróður yðar, er ekki svo?” „Ég skil yður ekki.” „Það var þó að minnsta kosti Arthur, sem átti sök á þvi, að faðir yðar svipti sig lífi?” „Nei, hversvegna segið þér þetta?” „Svipti hann sig ekki lífinu vegna einhvers, sem Arthur gerði?” „Nei, alls ekki! Það kemur ekki til greina. ö, Glen, eigum við ekki að hætta þessu tali? Þér emð verri en lögreglan, jafnvel ennþá leiðin- legri en blaðamenn. og þér emð alveg að gera út af við mig. Á nóttunni vakna ég við það, að mér finnst þér vera að spyrja mig í þaula. Ég get aldrei losnað við yður. Ég hata þessar spurningar. Ég hata blaðamenn, ég hata blöðin. Ég veit, að ef blöðin komast á snoðir um dauða Arthurs verður allt vitlaust á ný. Fréttaritarar og ljós- myndarar munu þá leggjast á mig eins og hrafnar á hræ, þegar er ég hef stigið fæti á land i Honolulu. Ég get ekki þolað þetta, Glen. Það eyðileggui allt fyrir mér. Það fer með allar mínar framtiðaráætlanir. Þér— — ” „Hver myrti bróður yðar?” skaut Larkin inn í. Skelfingarsvipur kom á andlit henni. „Það — það veit ég ekki,” sagði hún. „Og þér gmnið engan.” „Nei, nei. Hann hefur ekki verið myrtur. Þetta var slys. Þér heyrðuð, hvað skipstjórinn og Bioki læknir sögðu.” „Það var nú hvorki satt né sennilegt,” svaraði Larkin. „Hver „Ö, þegið þér Glen! Ég vil hvorki né get látið yður yfirheyra mig. Ef ég fer að tala um þetta fæ ég bara móðursýkiskast, miklu verra heldur en frú Greeve. Og það get ég ekki leyft mér, vinur minn! Vinur minn. Hún sagði það, án þess að hugsa um það, en Larkin sá fyrir sér ungan, hávaxinn, ljós- hærðan mann með breitt og alltof fallegt bros á vömm. Hann mælti: „Ef til vill vilduð þér heldur gráta við öxl unnustans? Á ég að ná í herra Frayle?” Nei, alls ekki! Ég vil helst ekki tala við hann núna. Hann hataði Arthur. Nei, ég get ekki séð hann núna. Ég vil heldur tala við yður. Það er að segja, ég vildi langhelst vera ein. Mig langar til þess að hugsa. Hugsa um litinn dreng með hendumar fullar af rauðum, klístr- uðum brjóstsykri og andlitið kám- ugt af sykurleðju. Ég man lika — Hún tók að gráta. Tvö stór tár mnnu niður fölar kinnamar. „Gott og vel, Dorothy,” sagði Larkin og þrýsti hönd hennar. „Ég skal fara. En ef þér skylduð þurfa á minni hjálp að halda-----” Hún svaraði ekki, en endurgalt honum með því að þrýsta hönd hans á móti. Hann fór frá henni. Hún stóð ein eftir, hraust, og dugmikil og starði án afláts út á hafið. Þegar Larkin var kominn inn í klefa sinn, hringdi hann og bað þjóninn að færa sér kaffi. Síðan tók hann sér sæti á rúmstokknum, setti tösku eina á hné sér, og þar ofan á ritvélina, setti í hana nýtt blað og tók að hamra á hana: Úti á miðju Kyrrahafí hefur dauðinn enn heimsótt Bonner fjölskylduna, sem nýlega veitti ,,Þótt skipslæknirinn telji, að maðurinn hafi látist af slysförum er allt sem bendir til þess, að um morð sé að ræða.” 18 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.