Vikan


Vikan - 25.08.1977, Side 37

Vikan - 25.08.1977, Side 37
„Þér hljótið að hafa fengið voðalegt taugaáfall,” sagði Larkin með samúð. „Voruð þér ein, þegar þér sáuð líkið?” „Ég sá það eiginlega ekki,” svaraði frú Greeve full fljótt. „ö, ég hefði ekki þolað að horfa á lík. Það — það hefði drepið mig.” „Já, en þér sáuð hann, Millie! Þér sögðuð mér það sjálf,” sagði Dorothy. „Já, ef til vill gerði ég það,” svaraði frú Greeve. „Ég á einungis við, að ég þoli ekki, að talað sé um það.” „Hvað var klukkan, þegar þér sáuð hann, Millie?” spurði Larkin. „Ég veit það ekki. Ég á við ég leit ekki á klukkuna. Ég var í heimsókn hjá kunningjum minum á öðru farrými og------ „Var það ekki um klukkan fjögur?” „Jú, það getur vel verið. Það var ekki farið að birta.” „Og maðurinn Iá sem sagt á þilfarinu, þegar þér sáuð hann?” „Já.” „Þekktuð þér hann?” „Þekktiogþekktiekki. Ég sá, að það var sami maðurinn, sem gægðist á gluggann hjá mér í gær.” „Hvernig gátuð þér séð það, þegar dimmt var, eins og þér segið?” spurði Larkin. „0, góði, það var enginn vandi, það var bjarminn frá vasaljósinu — — Nei, ég ó við, ég sá hann alls ekki!” bætti hún við og vildi leiðrétta sig. „Hvaða vasaljósi?” „Nú hafði þér ruglað mig svo, að ég veit hvorki upp né niður!” andvarpaði frú Greeve og greip um höfuðið á sér. „Ég veit ekki einu sinni sjólf hvað ég er að segja.” ,,Nú, það stóð sem sagt maður og laut yfir líkið með vasaljós í hendinni? Gáði hann í vasana?” Frú Greeve glennti upp augun. „Ég skal segja yður það, herra Larker, að ég veit ekkert um það! Og þótt ég vissi það, mundi,ég ekki segja yður frá þvi. Ég gæti þó ótt á hættu, að ég yrði einnig myrt.” „Haldið þér, að hann hafi þekkt yður?” „Það er mjög liklegt, já sannar- lega! Ég geng nú yfirleitt ekki hægt um og ég bjóst nú ekki við að sjá — „En maðurinn með vasaljósið var sem sagt að gá í vasa hins dauða?” „Já”. „Hver var það?” , ,Ég get ekki sagt yður það, herra Larkin. Mig langar ekki til að verða næsta fórnardýrið. og þar að auki sá ég ekki framan í hann. Hann sneri baki að mér.” Én þér óttist samt, að hann hafi séð yður?” „óttast? Ég er yfir mig hrædd.” „En hvemig gat hann hafa séð yður, þegar hann sneri baki að yður?” Frú Greeve svaraði ekki. „Það merkir það sem sagt, að hann sneri ekki að yður baki og þér sáuð framan í hann. Nú, viljið þér ekki segja mér, hver það var?” „Hann drepur mig, hr. Larker.” „Auðvitað!” svaraði Larkin. „Nema því aðeins að þér segið mér, hver það var, svo að ég geti vemdað yður fyrir honum. En auðvitað — ef þér viljíð ekki, að ég vemdi yður — „Jú, ég vil það,” svaraði frú Greeve. „Viljið þér lofa mér því að sjá um, að hann geri mér ekki neitt illt?” „Því lofa ég.” Frú Greeve settist upp og greip með digram fingranum í öxlina á Larkin. Hún dró hann fast að sér og horfði hvasst í augu honum. Síðan lét hún fallast aftur á bak að nýju og þung augnalokin duttu niður. „Ég veit ekki, hver það var,” andvarpaði hún þreytulega. Það er satt. Ég veit það alls ekki.” „Það hefur þó ekki verið hár maður, ljóshærður, að nafni Frayle?” spurði Larkin ginnandi. Framhald í næsta blaði. Litír gera lífió fjölskrúóugt Hversdagsleikinn í daglegu lífi er grárri en góðu hófi gegnir. Andstæða þessa gráma eru litir náttúrunnar, sem vekja gleði í brjósti þess, er gengur á vit þeirra. Litirnir frá Hörpu standast ef til vill ekki sam- anburð við litadýrð náttúrunnar, en þeir geta vikið hversdagsleikanum til hliðar og hresst upp á tilveruna. LÁTIÐ HÖRPU GEFA TÓNINN LÍF Í LITUM ER ÁNÆGJULEGRA HARPA SKÚLAGÖTU 42 34. TBL.VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.