Vikan


Vikan - 25.08.1977, Side 39

Vikan - 25.08.1977, Side 39
Éinhvers staðar fyrir neðan hann 13. HLUTI var bæklaður maður að brjótast um í skítugri ánni, örmagna af þreytu og loks myndi myrkrið og áin gleypa hann að fullu. okkur takist einungis að handsama njósnara, þegar við hnjótum um þá steindauða?” Útidyrabjöllunni var nú hringt og Guillam fór ofan og opnaði. Sér til sárra leiðinda heyrði Smiley, að hann bauð komumanni innfyrir. Þvi næst heyrði hann lágværar raddir og fótatak er gengið var upp stigann. Það var bankað á dymar og Maston kom inn. Hann var með hjákátlega stóran blómvönd í hendinni og leit út fyrir að vera nýkominn úr garðboði. Smiley minntist þess að það var fðstudagur og vafalaust myndi hann fara til Henley yfir helgina. Hann brosti breitt. Hann hlaut að hafa brosað alla leið upp stigann. „Jæja, George, þú ert aftur kominn í slaginn!” ,,Já, því miður og raunar varð ég fyrir smá slysi.” Hann settist á rúmið og hallaði sér yfir það, þannig að olnboginn hvildi hinum megin við fætur Smileys. „Fékkstu skilaboðin frá mér, George?” „Já.” Það varð andartaks þögn. „Það hefur verið rætt um að setja upp nýja deild innan stofnunarinnar George. Okkur finnst, að þú eigir að eyða meiri tíma í tæknilegar rannsóknir, og þá með sérstöku tilliti til njósna á sviði geimvísinda. Þetta er einnig skoðun innanrikis- ráðuneytisins. Guillam hefur sam- þykkt að verða okkur innan handa hvar meðmæli snertir. Mig langar til þess að vita, hvort þú ert ekki reiðubúinn til þess að taka við þessari nýju deild. Þú verður vitaskuld hækkaður í tign og sótt verður um sérstaka heimild til þess að framlengja starfstima þinn, þótt þú eigir eftir laganna bókstaf að vera kominn á eftirlaun. Starfsmanna- stjórinn okkar er þessu mjög samþykkur.” „Þakka þér fyrir, en ég vildi gjaman fá að hugleiða þetta aðeins.” „Já, auðvitað... auðvitað." Maston virtist hafa verið sleginn út af laginu. „Hvenær geturðu látið mig vita? Það verður að öllum líkindum nauðsynlegt að ráða nokkra nýja menn og eins þurfum við að huga að skrifstofuplássi. Gætirðu hugleitt þetta núna yfir helgina og látið mig síðan vita á mánudag. Innanrikisráðherrann vill gjaman...” „Já, ég skal láta þig vita. Ég er þér mjög þakklátur.” „Það var ekkert. Auk þess er ég eins og þú veist einungis Ráðgjaf- inn. Þetta er ákvörðun annarrra og mér var eingöngu falið að færa þér fréttirnar. Eins og venjulega er ég i hlutverki sendisveinsins.” Maston leit ákveðinn á Smiley sem snöggvast, hikaði andartak, en sagði síðan: „Ég er búinn að skýra málið fyrir ráðherrunum að svo miklu leyti, sem nauðsynlegt er. Okkur kom saman um, að þetta yrði að gerast. Innanrikisráðherrann var einnig viðstaddur.” „Hvenær var þetta?” „Núna í morgun. Það vom nokkur tðluvert alvarleg atriði, sem bar á góma. Okkur datt í hug að bera fram mótmæli við Austur- Þjóðverja og að fara fram á að þessi Mundt yrði framseldur.” „Jó, en við viðurkennum ekki Austur-Þýskaland. ” „Einmitt. Og í því liggja vandræðin. Hins vegar er hægt að koma mótmælum á framfæri í gegnum þriðja aðila.” „Eins og til að mynda Rússa?” „Já. Hins vegar er ýmislegt, sem mælir gegn því. Mönnum kom saman um að óþarfa fjaðrafok myndi vera óhagstætt hagsmunum þjóðarinnar. Það er þegar nokkur óánægja rikjandi hér í landi varðandi endurhervæðingu Vestur- Þjóðverja. Menn voru á eitt sóttir um, að sannanir um undirróður- starfsemi Þjóðveija í Bretlandi, hvort sem hún er að undirlagi Rússa eða ekki, myndi magna þessa óánægju. Þegar allt kemur til alls, er ekkert sem sannar, að Frey hafi verið handbendi Rússa. Kannski tækist andstæðingum okkar að læða því inn hjó almenningi, að hann hafi starfað upp á eigin spýtur eða í þágu sameinaðs Þýska- lands.” „Ég skil.” „Enn sem komið er veit fólk afskaplega fátt um þetta mál. Hvað snertir lögregluna, þá hefur innan- ríkisráðherrann lofað því, að þeir muni reyna að gera eins lítið úr málinu og unnt er... Nú, en segðu mér eitt, hvernig náungi er þessi Mendel? Er óhætt að treysta honum?” Skelfing fyrirleit Smiley Mast- on fyrir þessa spumingu. „Já,” sagði hann. Maston reis á fætur. „Gott,” sagði hann, „gott. Jæja, ég verð víst að hraða mér. Ef það er eitthvað, sem ég get gert fyrir þig, þá nefndu það bara.” „Já, þakka þér fyrir. Annars annast Guillam mig með mestu prýði.” Maston var kominn fram að dyrum. „Jæja, gangi þér vel, George, og mér þætti mjög vænt um, ef þú vildir taka að þér þetta nýja starf.” Hann sagði þetta lágum rómi og brosti um leið smeðjulega, eins og honum væri þetta mikið kappsmál. „Þakka þér fyrir blómin,” sagði Smiley. Dieter var látinn og hann hafði drepið hann. Brotnu fjngumir ó hægri hönd, stirðleikinn í likaman- um, höfuðverkurinn og nagandi sektartilfinningin, allt bar þetta vitni um það. Og Dieter hafði leyft honum að gera það. Hann hafði ekki hleypt skoti af byssunni, heldur munað eftir vináttu þeirra, en Smiley hafði það ekki. Þeir höfðu mæst þarna, tveir vinir í myrkrinu, og barist líkt og óargadýr. Dieter hafði munað en Smiley ekki. Þeir tilheyrðu hvor sinum heimi, hvað snerti hugsun og hegðunarmynstur. Dieter var þessi frjói en einstreng- ingslegi maður, sem var að reyna að byggja upp nýja menningu. Smiley dýrkaði á hinn bóginn skynsemina og vildi varna því að Dieter næði markmiði sinu. „Æ, guð minn góður,” sagði Smiley upphátt, „hver var þá göfugmennið.” Með erfiðismunum skreiddist hann framúr og tók að klæða sig. Núna þegar hann stóð í fæturna, leið honum ögn skár. 17. KAFLI KÆRI RÁÐGJAFI Kæri Róðgjafi. Ég tel mér nú loks fært að svara boði starfsmannastjórans varðandi hina nýju stöðu í Deildinni. Mér þykir leitt, að það skuli hafa dregist svona, en eins og þér vitið hef ég ekki verið heill heilsu undanfarið, og hef einnig þurft að huga að ýmsum persónulegum málum, sem ekki snerta deildina. Þar eð ég er ekki að fullu búinn að jafna mig eftir lasleikann tel ég ekki skynsamlegt af mér að taka boði þeirra. Ég bið yður að koma þessum skilaboðum áfram til starfsmanna- stjórans. Ég þykist þess fullviss að þér skiljið afstöðu mina. Yðar einlægur, George Smiley. Kæri Peter. Hjálagt sendi ég þér yfirlit varðandi Fennanmálið. Þetta er eina eintakið. Þegar þú ert búinn að lesa það vildirðu þá ekki gjöra svo vel að koma því til Mastons. Það er mikilvægt fyrir mig að skýra frá málinu eins og það blasir við frá mínum bæjardyrum séð. Bestu kveðjur, George. Fennanmálið. Mánudaginn 2. janúar átti ég samtal við Samuel Arthur Fennan, starfsmann í utanríkisráðuneytinu, í því skyni að reyna að komast að hinu sanna varðandi aðdróttanir í hans garð, sem fram komu i nafnlausu bréfi. Viðtalinu var komið á í samræmi við hefðbundnar reglur, þ.e.a.s. með samþykki utanríkisráðuneytisins. Við vissum ekkert misjafnt um Fennan, nema hvað hann hafði hallast á sveif með kommúnistum er hann var við nám í Oxford á fjórða áratugnum, en upp úr þessu var ekki mikið lagt. Viðtalið var því á vissan hátt eingöngu formsatriði. Erfitt reyndist að ræða þetta mál á skrifstofu Fennans í utanríkis- ráðuneytinu og við ákvóðum því að fara út í St. James skemmtigarðinn og njóta um leið góða veðursins. Síðar hefur komið á daginn að einhver mun hafa borið kennsl á okkur og skýrt starfsmanni Austur- þýsku leyniþjónustunnar frá þessu. Á stríðsárunum hafði ég starfað með þeim manni. Það liggur ekki ljóst fyrir, hvort hann hefur látið fylgjast með Fennan eða um tilviljun hafi verið að ræða. Um kvöldið 3. janúar tilkynnti lögreglan í Surrey, að Fennan hafi framið sjálfsmorð. Vélritað sjálfs- morðsbréf undirritað af Fennan innihélt þá fullyrðingu að öryggis- þjónustan hefði rýrt mannorð hans. Eftirfarandi staðreyndir komu hins vegar í ljós við frekari rannsókn, en þær bera það með sér, að ýmislegt gruggugt hafi verið á seyði. 34. TBL.VIKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.