Vikan


Vikan - 25.08.1977, Qupperneq 42

Vikan - 25.08.1977, Qupperneq 42
þessu stigi málsins. Daginn eftir að frú Fennan gerði játningu sína flaug Mundt úr landi og notaði til þess falskt vegabréf. Yfirvöld á flugvell- inum veittu honum enga sérstaka athygli, en eftir á þekkti ein flug- freyjan hann á lýsingu, sem af honum var gefin. í öðru lagi var nafn og símanúmer Dieters Frey skráð í vasabók Fennans en það er vitaskuld ein mesta skyssa, sem nokkur njósnari getur gert. Það er erfitt að skilja, hvers vegna Mundt, eftir að hafa myrt Adam Scarr, beið í þrjár vikur í Englandi. En þó er ennþá erfiðara að skilja starfsemi Fennans, eins og henni hafði verið lýst af konu hans og svo hitt, að þau mál, sem hann tók heim með sér úr skjalageymsl- unni, voru að mestu algjörlega þýðingarlaus. Endurmat á stað- reyndunum leiddu til þessarar niðurstöðu: Eina sönnunin fyrir því, að Fennan hafi verið njósnai kóm frá konu hans. Ef hún hafði skýrt rétt frá staðreyndum, hvers vegna höfðu þeir Mundt og Frey þá ekki rutt henni úr vegi likt og öðrum, sem bjuggu yfir hættulegri vitneskju varðandi starfsemi þeirra? En væri það á hinn bóginn ekki líka hugsanlegt, að hún hafi sjálf verið njósnari? Þetta myndi skýra daginn, sem Mundt valdi til brottfararinnar. Hann fór um leið og frú Fennan hafði sannfært hann um, að ég hefði tekið hina snjöllu játningu hennar gilda. Það væri einnig skýring á því, hvers vegna Fennan hafði skrifað nafn Dieters i vasabók sína: Frey var einungis maður, sem hann hafði hitt á skíðaferðalgi og sem kom stöku sinnum i heimsókn til þeirra í Walliston. Það myndi einnig varpa ljósi á það, hvers vegna Fennan tók eingöngu svona lítilvæg mál heim með sér. Úr því að Fennan tók einungis smámál heim með sér einmitt þegar hann hafði greiðan aðgang að þýðingar- miklum skjölum, þá gat skýringin aðeins verið ein: Hann var farinn að gruna konu sina. Það væri einnig skýringin á því, að hann skyldi hafa boðið mér til hádegisverðar, daginn eftir að við höfðum ræðst við. Fennan hafði ákveðið að skýra mér frá grun sínum og hafði í því skyni tekið sér frí þennan dag, en raunar án þess að segja konu sinni frá því. í ljósi þessa myndi nafnlausa bréfið einnig vera skiljanlegra. í því hafði Fennan ókært sjálfan sig til þess að komast í samband við okkur, en síðan ætlað að fletta ofan af konu sinni. Ef við höldum ófram röksemda - færslunni, þá var það merkilegt, að hvað snerti tæknibrögð var það frú Fennan, sem bjó yfir dugnaði og hæfni. Aðferðir hennar og Mundts minntu á þær, sem Frey hafði notað í stríðinu. Þessi varaóætlun að póstleggja fatageymslumiðann, ef þau næðu ekki að hittast, var einkennandi fyrir nákvæm vinnu- brögð hans. Kunnáttusamleg við- brögð frú Fennan voru varla í samræmi við þá fullyrðingu hennar, að hún hafi tekið þátt í sviksemi eiginmanns síns á móti eigin vilja. Það var ekki nema eðlilegt, að grunur félli á frú Fennan um njósnir, en þó var engin ástæða til þess að ætla að frásögn hennar af því, sem gerðist kvöldið er maður hennar var myrtur, hafi verið ósönn. Ef hún hefði vitað um fyrirætlun Mundts um að myrða eiginmann hennar hefði hún ekki farið með fiðlukassann í leikhúsið, né hefði hún póstlagt fatageymslu- miðann. Engin leið virtist að sanna sekt hennar, nema sjó til þess að hún og stjómandi hennar hittust. í stríðinu hafði Frey fundið upp snjallt dulmálskerfi og notaðist i þvi sambandi við ljósmyndir og póst- kort. í myndinni ó póstkortinu fólust skilaboðin. Trúarleg mynd, svo sem af heilagri guðsmóður eða kirkju, þýddi að fundum yrði að koma á hið bráðasta. Sem svar átti móttakandinn að senda bréf og gæta þess að dagsetja það. Stefnu- mótið átti síðan að fara fram á fyrirfram ákveðnum tima og stað nákvæmlega fimm dögum síðar. Vinnubrögð Freys almennt virt- ust lítið hafa breyst siðan á stríðs- árunum. Það var þvi ekki svo fráleitt að ætla, að hann hafi haldið í þetta fyrirkomulag, sem þegar ó allt var litið, þyrfti einungis sjaldan að gripa til. ! trausti þess póstlagi ég því kort til frú Fennan með mynd af kirkju framan á. Framhald (naesta blaði. Vel húið baðherbergi fráBYKO Það fæst bókstaflega allt í BYKO, a. m. k. allar bygg- ingavörur sem nöfnum tjáir að nefna. Við gætum t. d. nefnt hreinlætistæki, blöndunartæki, veggflís- ar. Það fæst líka í BYKO. Hreinlætistækin eru af ýmsum gerðum í mörgum litum og úr- valið af blöndunartækjum og keramikflísum er satt að segja ótrúlega mikið. Þar sem fagmennirnir verzla, er yóur óhætt BYGGINGAVÖRUVERZLUN BYKO KÓPAVOGS SF NÝBÝIAVEGI 8 SIMI:41000 'JLr 42 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.