Vikan


Vikan - 20.07.1978, Síða 7

Vikan - 20.07.1978, Síða 7
það skaltu endilega gera, ef þú hefur góða rödd og mikinn áhuga. Gangi þér vel! Hvernig er skapið? Kæri Póstur! Ég er fædd 10. október 1957. Mig langar að vita um happadag, lit og tölu þess, sem fæddur er á þessum degi. Einnig langar mig að vita, hvaða skap ég hef. J.G.S. Þú ert góðlynd að eðlisfari, en þó ert þú hneigð til leti og sjálfs- elsku, sem þú getur auðveldlega sigrast á. Happadagur þess sem fæddur er á þessum degi er mið- vikudagur, litur er ljósblátt og tölureru 1 ogö. Allt happa Kæri Póstur! Viltu nefna allt happa fyrir þann, sem fæddur er 13. 2. Hvernig er skriftin og staf- setningin? Hvað lestu úr skrift- inni og hvað heldur þú að ég sé gömul? Með fyrirfram þakklœti fyrir svarið! Happa Þeir, sem fæddust 13. 2! Hvaða ár? Happatölur þess, sem fæddur er 13. febrúar, eru 5 og 8, og fimmta og áttunda hvert ár marka tímamót hjá þér til hags- bóta. Happadagur er sunnu- dagur, happalitur er bleikur, og happablóm er hybrida. Úr skriftinni les ég svolitla fljót- færni, og í þessu stutta bréfi þínu fann ég tvær villur. Þú ert fjórtán ára. Námskeið hjá Karon Hæ Póstur! Ég er ekki með neitt „stór- vandamál’’ handa þér núna. Ég veiði mína stráka sjálf, er ekki í verulegri ástarsorg og ekki einu sinni ólétt. Heldur langar mig bara að vita, hvað maður þarf að vera gamall til að komast á snyrtinámskeið hjá KARON. Læra snyrtingu, göngulag og fleira). Svo langar mig að vita. hvað þú lest úr skriftinni, hvernig hún er, og hvað þú heldur, að ég sé gömul. Er þyngdin passandi, ef éger 1.64 sm á hæð og 53 kg? Þó ég veiði mína stráka sjálf, er ég ekki stjörnuspekingur, svo hvernig eiga fiskur (kvk) og naut (kk) saman. 3942-2735 Það er ágætt á meðan þú veiðir þína stráka sjálf og að þú ert ekki ólétt svona ung. Ég held, að það sé ekkert aldurs- takmark til þess að komast á snyrtinámskeið hjá KARON. Fylgstu með auglýsingum sam- takanna í haust. Úr skriftinni les ég, að þú sért hreinleg og ákveðin stúlka. Skriftin sjálf mætti vera reglulegri, og ég held, að þú sért 15 ára. Samkvæmt þeim heimildum, sem ég hef, ættir þú að vera 56 kg. Hann er upplagður til að halda í höndina á, þegar eldingar og þrumur geisa. En særir hana oft. Fyrsta bréfið Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gamalt oggott íþessari Viku. Þetta er fyrsta bréfið, sem ég skrifa þér, og vona ég, að það fari ekki í blessaða tunnuna. En nú langar mig að biðja þig að gefa mér allar upplýsingar (happa og glappa) mánaðar- dagsins 24. júní, þar með happalit, tölu, stein, dag og blóm. Hvað lestu úr skriftinni. H.P. Þú annt heimili þínu, ert heimilisleg, tilfinningarík, þó ertu einkennilega eirðarlaus og þráir jafnframt að ferðast og vilt tilbreytingu í störfum þínum og heimilislífi. Sennilega er til í þér einhver listhneigð. Þér mun farnast vel í hjóna- bandi, þar sem þú ert hneigð til heimilislífsins. Heilsan er ágæt, en hætta er þó á því, að þú ofreynir taugarnar með hvíldar- lausu starfi. Happadagur er mánudagur, happatölur eru 6 og 7, happalitur eru ljósgult og ljósgrátt, blóm eru fjólur og steinn safír. Úr skriftinni les ég, að þú sért snyrtileg og reglu- söm ung stúlka. Pennavimr Evdís K. Guðmundsdóttir, Austurvegi 60, 800 Selfossi, óskar eftir penna- vinum, strákum og stelpum. Áhugamál margvísleg. Hún er fædd 1962. Estrid Andreasen, 3815 Leirvík, Foroyar, óskar eftir pennavinum á aldrinum 16-18ára. Ersjálf 16ára. Guðgeir Eiður Ársælsson, Stóra Hálsi, 801 Selfossi, óskar eftir að skrifast á við pilta og stúlkur á aldrinum 16-18 ára. Er sjálfur 18 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef- hægt er. Birna K. Ragnarsdóttir, Blöndubyggð 2, 540 Blönduósi (8621 Niðjatal), óskar eftir að komast i bréfasamband við pilta og stúlkur, sem kenna sig við NIÐJATAL. Hún hefur áhuga á ýmsu, þar á meðal ættfræði, ferðalögum, að lesa góðar bækur, fara á skemmtanir o.s.frv. Hún er fædd 1954. Vigdís Ólafsdóttir, Valdastöðum, Kjós, 280 Eyrarkot, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 12-13 ára. Áhugamáleru fótholti og skiöi. G. Sædís Ólafsdóttir, Langagerði 124, 108 Reykjavik, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 12-14 ára. Er sjálf 13 ára. Áhugamál eru dans, barnagæsla, fótbolti og dýr. þrjár góöar Electrolux Mjög kraftmikil ryksuga (loftflæði 2.1) rúmm/min.) Hún slekkur sjálfkrafa á sér, þegar pokinn er fuliur. Dregur snúruna inn i hjólið. V'egur aðeins 7 kg. og er með G m. langa snúru. /m> Kraftmikil ryksuga (loftflæði 1.9 rúmm/min.) Hún sýnir hvenær pokinn er fullur. Snúran dregst inn i hjólið. Pokinn er sjálflokandi þ.e. rykið dreifist ekki þegar skipt er um poka. Veg- ur 7 kg og er með 6 m langa snúru. Verð kr. 67.500.- S:t02 Mjög ódýr og meðfærileg ryksuga en með góðan sogkraft (loftflæöi 1.65 rúmm/min.) Vegur 5.7 kg og er með 7 m langa snúru. Verð aðeins kr. 52.500,- iS] Vörumarkaðurinn hf. “ J ÁRMULA 1A — SÍMI 86117 | Electrolux | 29. TBL.VIKAN7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.