Vikan


Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 16

Vikan - 20.07.1978, Blaðsíða 16
Er hœgt aö losrn viðforc Það er víst hægara sagt en gert að vera for- dómalaus. Öll drögumst við með hleypidóma, en hvernig getum við losnað við drauginn? Lítið hleypidómalaust á hlut- ina! Skríðið út úr hýðinu, viðjum gamalla siðvenja og for- dóma! Verið víðsýn! Verið hleypidómalaus og umburðar- lynd! Já, þetta hljómar fallega. En hvernig fer maður eiginlega að því að losa sig við fordóma? Að vera hleypidómalaus er í tísku, ef svo má að orði komast. Það er slagorð nútímafólks og tímanna tákn. Maður á ekki að dragast með rykfallin viðhorf genginna kynslóða, sem hljóma annarlega í dag. Góðviljaðar, hleypidómalausar manneskjur eru stöðugt að hamra á þessu við okkur. En ennþá hefur ekki tekist að hrista fram leiðarvísi fyrir þá, sem losna vilja við for- dóma. Það fólk, sem vill, að við séum laus við fordóma og brenna gamaldags skoðanir okkar á báli, hefur rétt fyrir sér. En oft er talað, eins og maður geti klætt sig úr fordómum eins og fötunum. Það vill gleymast að hleypidómaleysi krefst ein- beittni og mikils sjálfsaga. Og ef við erum ekki í góðri þjálfun að umbreyta sjálfum okkur, þurfum við ekki að búast við árangri á einum degi. í fyrstu tilraun getum við í hæsta lagi búist við, að votti fyrir auknu umburðarlyndi. Við verðum að læra hleypi- dómaleysi. Og það þarf að leggja hart að sér, eins og við allt ann- að nám. Við þurfum að læra það jafn skipulega og margföldunar- töfluna. En áður en við hefjumst handa þurfum við að vera sann- færð um, að ástæða sé til að ráðast á þennan galla. Fordómar eru nokkuð, sem erfitt er að vega og meta. Það er jafn erfitt að fá fólk til að viður- kenna, að það sé haldið for- dómum, og að fá konu til að segja, að hún sé óaðlaðandi, eða karlmann til að viðurkenna, að hann sé skelfilega lélegur öku- maður. Fordómar eru nokkuð, sem „þau hin” eru haldin. Það er ekki viðeigandi t.d. að viður- kenna, að maður sé kynþátta- hatari, a.m.k. ekki hér á landi. Það er ekki heldur snjallt eða viðeigandi í dag að segja, að kvenfólk sé óæðri verur. En undir sléttu og felldu yfir- borði okkar geta fordómar þrif- ist. Þeir eru með í gerðum okkar, þegar við höldum, að enginn sjái til, skína í gegnum það, sem við segjum, gerum og álítum og i viðhorfi okkar til fólks og ýmissa þátta mannalegs lífs. Fordómar eru, eins og orðið sjálft ber í sér, dómur, sem kveðinn er upp of snemma. Áður en maður hefur kynnt sér alla þætti málsins. Flestir af þeim fordómum, sem við burðumst með dagsdaglega, eru arfur kynslóðanna. Þeir hafa lifað með fólkinu, og við höfum drukkið þá í okkur á bernskuár- unum, frá foreldrum, heimili, skóla, leikfélögum, nágrönnum, ættingjum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Það eru skoðanir annarra, sem við höfum gleypt i okkur, án þf*ss að komast að því sjálf, hvort við álítum það sama. Aðrir sögðu það, aðrir, sem við töldum reynslunni ríkari og vitr- ari en við sjálf. Það er ekki óalgengt að heyra fullorðið fólk ljúka máli sínu á 16 VIKAN 29. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.