Vikan


Vikan - 20.07.1978, Side 17

Vikan - 20.07.1978, Side 17
'óma? þessa leið: „Móðir mín sagði allt- af... o.s.frv.” Þetta eru fordóm- ar. Því að móðir, jafnvel ekki manns eigin móðir, er ekkert vitrari en samtímamennirnir eða maður sjálfur. Ef maður hamrar alltaf á því við viðmælendur sína, hvað pabbi eða mamma sagði, auglýsir maður upphátt, að maður sjálfur hafi aldrei nennt að hugsa út í hlutina og mynda sína eigin skoðun. skulum horfast í augu við þá staðreynd, að öll drögumst við með fordóma. Jafnvel hinar frjálslyndustu manneskjur hafa í farangri sínum fordóma og skoð- anir, sem aðrir hafa komið inn hjáþeim. Það eru til gamalgrónir for- dómar, eins og kynþáttahatur eða fyrirlitning á svokölluðum lægri stéttum. Og það eru til ný- tísku fordómar, eins og ungl- ingadýrkun og takmarkalaust umburðarlyndi. Meðal kvenna þrífast meira að segja bærilega fordómar um, að konan sé minni máttar en karlmaðurinn og ver i stakk bú- in á ýmsa lund. Fólk segir, að auðvitað séu konur jafn duglegar og karl- menn — en ef á að velja konu til trúnaðarstarfa, horfir málið öðru vísi við. Fólk segir, að auðvitað ali það dætur og syni upp á sama hátt, en þó eru það i reynd stúlkurnar sem frekar veljast til heimilis- verkanna. Og þrátt fyrir allt er það útlit stúlknanna og mennt- un piltanna, sem mestu skiptir. Meðal unglinganna þrífast fordómarnir ekki síður. Þeir segja, að auðvitað séu ekki öll gamalmenni yfir þrítugt fábján- ar, en þeir fara ekki dult með, að auðvitað séu það þau, sem hafa rétt fyrir sér. Ef maður hefur áhuga á því að losa sig við eitthvað af gömlu viðteknu skoðununum, þýðir ekkert að segja, að frá og með þessari stundu ætli maður að vera hleypidómalaus. Maður verður fyrst að líta vel í eigin barm, kanna hug sinn gaum- gæfilega, orð sin og æði til að komast að því, hvaða fordómar felist bak við slétt og fellt yfir- borðið. Þegar maður hefur kom- ist að raun um það, og auðvitað verðum við að vera heiðarleg gagnvart okkur sjálfum, þá fyrst er möguleiki á að segja fordóm- unum stríð á hendur. Og hvernig förum við nú að? AÆaÐUR hefur fellt dóm of snemma. Besta ráðið, og það eina rétta, er að taka málið upp að nýju, og í þetta skiptið reyna að kanna allar hliðar málsins. Tökum t.d. fólk, sem haldið er kynþáttahatri. Besta ráðið er að afla sér upplýsinga með því að lesa sögu kynþáttarins. Fólk, sem haldið er fordómum um konur, ætti að lesa allt, sem það kemst yfir, um stöðu konunnar gegnum aldirnar. Fólk, sem lítur niður á verkamenn, ætti að lesa um baráttu verkalýðsins fyrir mannsæmandi kjörum, baráttu, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Ungt fólk, sem fyrirlítur fólk, sem komið er yfir þritugt, ætti að lesa um afreksverk stór- menna og undrabarna gegnum tíðina. Þarna er auðvitað stiklað á stóru. En öll vitneskja um viðkomandi efni eykur manni skilning. Við megum þó gæta þess að verða okkur ekki úti um nýja hleypidóma, um leið og við köstum þeim gömlu. Við verðum að afla okkur sjálf vit- neskju um hlutina og lita yfirveg- að og af skynsemi á málin, svo að skoðanir okkar séu ekki hefð eða myndaðar óhugsað. Skoðanir okkar verða að eiga sér stoð og vera rökrétt ályktun okkar sjálfra. Gleymið því þó ekki, að það er engin skynsemi í því að hætta að hata negra, ef maður í stað- inn sannfærist um, að svartir menn séu þeim hvítu fremri. Eða að minnimáttarkennd kon- unnar skipti yfir í mikil- mennskubrjálæði og trú á, að konur séu karlmönnum fremri á öllum sviðum og að það verði aldrei stríð i heiminum, ef þær komist til valda. En hvernig er það með sannleikann? Er auðvelt að gera sér grein fyrir, hvað er rétt og hvað er rangt í frumskógi hleypidóma og flókinna sjónar- miða fólks. Er nauðsynlegt að knfa djúpt og draga fram í dags- ljósio fordóma, sem við erum ekki meðvitandi um og teljum sjálf hinn eina rétta sannleika? Er hægt að gefa eiíthvert leiðar- ljós? Nei, sannleikann um for- dóma finnum við seint. Erum við ekki hamingjusöm með okkar múr- og naglföstu for- dóma, hvað höfum við að gera með flækju af með- og móti skoðunum? Jú, sjálfsagt lifir maður sæll og glaður, ef maður getur lifað í sátt og samlyndi við fordóma sína og efast aldrei um réttmæti skoðana sinna. Á sama hátt og þeir sanntrúuðu lifa hamingjusamir i staðfastri trú sinni á guð almáttugan. En það eru skiptar skoðanir á því, hvort hið einfalda líf, án nokkurrar áreynslu hugans, sé hið æskilegasta. Aður en við komum okkur fyrir í hægindum með áunna og erfða fordóma okkar, ættum við aðeins að hugsa fram í tímann, þegar næsta kynslóð tekur við. Foreldrar með for- dóma — ekki sízt mæður — munu óafvitað og . meðvitað sá fordómum sínum meðal barn- anna, og á þá lund gengur Svarti Pétur áfram til næstu kynslóðar. Svona hefur það gengið í margar aldir. Siðgæðisskoðun okkar og fastmótaðar skoðanir og viðhorf til ýmissa mála höfum við erft gegnum kyn- slóðirnar frá miðöldum eða víkingatímunum. Eigum við að láta það sann- ast, að við sendum fordómana áfram inn í þriðja árþúsundið, án þess að staldra við og ganga úr skugga um, hvort þeir séu > ennþá þess virði að geymast? — Sjáðu nú til Tómas! Ég hef ekkert á móti því að starfsmenn hafi myndir af vinstúlkum sínum á skrifborðinu, en ... 29. TBL.VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.