Vikan


Vikan - 20.07.1978, Qupperneq 19

Vikan - 20.07.1978, Qupperneq 19
Ég veit ekki, hversvegna hann var ein- mitt þarna þennan morgun. Þetta eru vist forlög. Fyrir stíðið hafði ég gefið út lítið blað í Wiltshire. En það fór á hausinn, og þegar ég kom úr hernum, var ég at- vinnulaus. Mig dauðlangaði aðsjá aftur Peggy og krakkana, en ég gat ekkert annað gert en þjónað í hernum að minnsta kosti eitt ár enn. Þá stakk einn vinur minn upp á því við mig að við gæf- um út tímarit i Exeter. Við réðumst i það, en eftir sex mánuði var allt farið út um þúfur. Ég skrifaði öllum, sem ég þekkti. Ég hafði alls staðar reynt að fá vinnu, en árangurslaust. Ég sendi Peggy og krakk- anaaftur til Wiltshire. Ég hafði ekki komið til London í fimm ár. Ég hafði ferðast um allar heimsálfur. Ég hafði verið lengi á Ítalíu og í Austur- ríki. Ég hafði búið á bestu gistihúsum Evrópu. Og þennan morgun stóð ég einn í rigningunni í stórborginni, og enginn veitti mér eftirtekt. Ég var æstur og óró- legur. Það var einkennilegt að vera kom- inn aftur í óróa stórborgarinnar. En ég var einnig sorgbitinn, því að hvergi er eins sárt að vera atvinnulaus og í London. En vinna var ekki það eina, sem mig vantaði. Þennan morgun vantaði mig einnig tannkrem. Þess vegna labbaði ég mig inn í næstu lyfjabúð. Og þar sá ég Engles. Við höfðum verið saman í hernum. Svo skildust leiðir okkar, og ég sá hann ekki eftir það. Mér hafði alltaf verið vel við hann. Hann var hörkuduglegur og fullur af fjöri. Nú var hann búinn að snúa sér að kvikmyndunum, og eftir þvi sem blöðin sögðu, var hann einn besti leikstjóri í Englandi. Siðasta mynd hans, „Þrir legsteinar” hafði slegið öll met í að- sókn. Hann kinkaði kolli til min, setti glasið á borðið og horfði lengi á mig. „Hvað ertu að gera núna, Neil?” spurði hann að lokum. Hann talaði mjög hratt. „Ég er nýkominn úr hernum," sagði ég. Ég vildi ekki segja honum, aðég væri atvinnulaus, vegna þess að ég vissi, hve honum var illa við öll þvilík mistök, eins og hann komst að orði. „Þú ert búinn að vera lengi, er það ekki?” „Jú, ég var i eitt ár í viðbót.” „Einmitt það. Ætlaðir að hafa það gott.” „Hvað meinarðu,” sagði ég. En ég vissi vel, hvað hann meinti. Við höfðum haft þaðgott síðasta árið i hernum. Hann hló kuldalega. „Þú veist vel, hvað ég meina. Allir strákar, sem eitt- hvert vit var í, fóru úr hernum i fyrra. Þeir, sem urðu eftir, voru annað hvort aumingjar, ævintýramenn, eða letingjar. Hversvegna varst þú eftir?" „Ætli ég geti ekki kallað mig ævin- týramann.” Ég var hálffúll. Ég gat ekki gert að þvi. Ég var gramur. Ég ætlaði ekki að segja honum frá þvi, hversu illa mér hafði verið við að verða eftir í hern- um, hversu mikið ég hafði saknað Pegg- yar. Mér leið illa. 1 gamla daga hefði ég getað sagt Engles til syndanna, en nú gat ég það ekki. Mig langaði til þess að hlaupa út úr búðinni, áður en hann færi að hnýsast meir í einkamál mín. „Jæja. Þá ertu loksins kominn,” sagði hann. „Ertu ennþá með þetta tímarit þitt í gangi?” „Nei, það fór á hausinn,” sagði ég. Hann horfði á mig rannsakandi. „Hvað ertu að gera núna?” „Ég byrjaði á útgáfufyrirtæki með vini mínum,” svaraði ég. „En þú — ertu alltaf að vinna við kvikmyndir?” En hann vildi vita meira. „Það þarf mikið fé til þess að byrja á útgáfufyrir- tæki nú á dögum,” sagaði hann og horfði stöðugt á mig. Hann hikaði og brosti til mín. Hann gat vel verið við- kunnanlegur. En hann gat líka verið grimmur. Og þrátt fyrir timburmennina var hann hinn blíðlegasti þennan morg- un. „Þú ættir að fá þér eitthvað að drekka,” sagði hann. „Ég ætla að minnsta kosti að fá mér eitthvað að drekka eftir þetta sull frá lyfsalnum.” Hann tók I handlegg mér, og við geng- um út úr lyfjabúðinni. Þegar við vorum að fara yfir götuna, sagði hann: „Hef- urðu fengist nokkuð við að skrifa, Neil? Þú varst ekki sem verstur, ef ég man rétt.” „Ég skrifaði leikrit, meðan ég var í Austurríki,” sagði ég. „En nú horfir eng- inn á neitt nema söngleiki og revýur. Þar fyrir er ekki víst, að leikritið hafi verið svomikilsvirði.” . „Það er ósköp að heyra í þér,” sagði hann. „Njóttu lífsins. Þú mátt ekki taka það of alvarlega. Það rætist alltaf úr vandræðum manns. Á ég að útvega þér vinnu?" Ég staðnæmdist. Ég hefði getað slegið hann. Hann vissi, að ég var atvinnulaus, og hann ætlaði að njóta þess, hve mér leið illa. Hann var samviskulaus. Hann naut þess að koma öðrum I vandræði. „Það getur verið, að það sé gaman að lifa,” sagði ég, „en það er ekki svona óstjórnlega fyndið.” „Komdu upp á gangstéttina,” sagði hann. „Það er vissara. Heldurðu, að ég sé að gera að gamni mínu?” „Þú hagar þér kjánalega," sagði ég við hann gramur. Hann gat leikið sér að mér, eins og leikfangi, og hann notfærði sér aðstöðu sina. Hann tók i handlegginn á mér og leiddi mig inn á næstu krá. Hann pant- aði viski .. . „Skál,” sagði hann og leit glettinn á mig. Hann hló. „Þú heldur, að mér sé ekki alvara,” sagði hann. „En mér er alvara. Viltu vinnuna eða ekki?” Ég skellti í mig viskiinu og pantaði annað glas. „Ég vil ekki vera upp á þína miskunnsemi kominn.” Ég var sárgram- ur. „Guð minn góður. Ósköp máttu við litlu," sagði hann. „En hef ég nokkurn 29. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.