Vikan


Vikan - 20.07.1978, Side 23

Vikan - 20.07.1978, Side 23
Skíðaskálinn í Ölpunum okkur þetta? Kvikmyndafélagið gerir hvort eð er allt, sem hann biður um. Hann gat alveg eins sagt þeim, að þarna væri ágætis kvikmyndastaður, án þess að hann þyrfti að senda okkur til þess að staðfesta orð sín.” Hann lyfti farangri sinum upp á farangursgrindina. „Hvern fjandann er hann svo að senda okkur?” Hann settist í eitt hornið á klefanum, tók upp kúrekablað og fór að lesa. Hann var með heila hrúgu af kúreka- blöðum og las þau hvert á fætur öðru alla leiðina — það er að segja, þegar hann var ekki borðandi eða drekkandi. Hann hraut ógurlega, minnti mig á rost- ung. Hann talaði lítið við mig. Einu sinni sneri hann sér samt að mér og sagði vin- gjarnlega: „Þú ert nýkominn til kvik- myndafélagsins, er það ekki? Hann var stuttorður, það var eins og hann stæði alltaf á öndinni eftir hverja setningu. Ég sagðist vera nýkominn. Hann hristi höf- uðið, og kinnarnar á honum hristust. „Gott fyrirtæki, ef maður er yfirmaður þar. En guð hjálpi þeim, sem ekki ráða neinu þar. Ef manni verður ein skyssa á, þá —” hann smellti saman fingrunum — „þá er manni sagt upp. Engles er aðalkarlinn þar þessa stundina. En hann verður það ekki lengi. Hefurðu unnið með honum áður?” Ég sagði honum, að ég hefði verið yfirmaður hans i hernum. „Einmitt,” sagði hann. „Þá þekkirðu hann víst betur en ég. Menn kynnast fljótt í hern- um. Hann getur svo sem verið indælis- maður. En hann á það til að sleppa sér alveg. Og það er djöfullegt að vinna með honum. Ef honum líkar ekki við ein- hvern leikarann, er hann rekinn á stund- inn. Þannig komst Lyn Barin yfir aðal- hlutverkið i „Þrír legsteinar”. Betty Carew átti að leika aðalhlutverkið, en hún vildi hafa allt eftir sinu höfði. Engl- es rak hana um leið. Og næsta dag var hann búinn að ná i þessa Lyn Barin. Nú er Betty Carew búin að vera.” Hann andvarpaði. „Ég skil ekki, hvað þií voruð að gera með að fara úr hernum Þar er maður að minnsta kosti öruggur Það er ekki hægt að reka mann úr hern um, nema maður geri eitthvað alvarleg af sér.” Hann brosti. Bros hans var vin gjarnlegt. „Ég viðurkenni samt, að éj myndi ekki vilja skipta við þá í hernum Við erum alltaf að berjast. Það er áhætt- an, sem gefur lífinu gildi.” Og hann sökkti sér aftur niður í kúrekablöðin. Það var orðið dimmt, þegar við komum til Cortina. Það snjóaði. Við vorum ánægðir með að vera komnir á áfanga- stað. Það snjóaði stöðugt. Við heyrðum jafnvel i snjóflygsunum, þegar þær féllu til jarðar í næturkyrrðinni. Cortina er eins og flestir sicíðabæir. Glæsileg gistihús, heldra fólk á skemmti- ferð, skiðafólk, svo þúsundum skiptir. Bærinn stakk einkennilega í stúf við hrikalega náttúruna. Við höfðum ákveð- ið að dveljast þessa nótt í Splendido gisti- húsinu og fara svo til Col da Varda dag- inn eftir. Um leið og við opnuðum fængjahurðir gistihússins, blasti við okkur dýrindis forsalur. Gistihúsið var búið öllum hugs- anlegum þægindum. Miðstöðvarhiti í öllum herbergjum, sem var þægileg til- breyting frá kuldanum, sem úti ríkti. Allt ljómaði þarna inni. ítalskir þjónar gengu með bakka sina innan um mann- fjöldann. Þarna var samankomið fólk frá öllum heimsálfum. Allt var gert fyrir gestina. Þarna voru skíðakennarar og skautakennarar. Á hverjum degi sá gisti- húsið um, að fólkið hefði nóg að gera. Gestirnir höfðu með sér keppni í skíða- stökki, eða ís-hockey. Alltaf var nóg að gera. Það snjóaði stanslaust. Ég náði mér í nokkra bæklinga um Cortina, meðan við biðum eftir matn- um. A einum stað var borginni lýst sem „hinni sólríku paradís Dolomitanna”. Á öðrum stað hafði greinarhöfundur ber- sýnilega fengið mikinn innblástur. Hann lýsti tindinum sem „turnspírum, sem gnæfa upp úr snjónum eins og logatung- ur, sem skerast inn í blámann.” Annars staðar stóð að „það væri næstum óger- legt að þreytast í Cortina: Útreiðatúr snemma morguns, golf fyrir hádegi, tennis síðdegis og heitt bað fyrir kvöld- mat — þrátt fyrir það geta menn dansað langt fram á nótt.” Manni varð undar- lega innanbrjósts, þegar maður horfði á hamraborgir Dolomítanna í síðustu kvöldskímunni. Joe birtist skyndilega við hlið mér. „Hér er allt algerlega lýtalaust,” sagði hann. „Það er eins og ítalirnir séu að reyna að breiða yfir það, hve grimm náttúran getur verið. Það er vist ekki langt héðan, sem tuttugu þúsund manns fórust, þegar þeir voru að reyna að koma fílum Hannibals yfir Alpana. Og það voru ekki svo fáir, sem drápust hérna í stríðinu.” Ég kastaði bæklingnum á borðið. „Það er alls staðar eins. Alls staðar sama andrúmsloftið, sama fólkið.” Hann hnussaði með fyrirlitningu og gekk á undan mér að borðinu okkar. „En þú verður samt feginn að flýja hing- að, þegar þú ert búinn að hírast nokkra daga uppi í þessum kofa,” sagði hann. Ég settist. Ég horfði á gestina, ef ske kynni, að stúlkan sem hafði skrifað sig „Carla” leyndist meðal þeirra. Auðvitað sá ég hana ekki. Ég fór að hugsa um það hversvegna Engles hefði haldið, að hún væri i Cortina. „Þú þarft ekki að vera að hafa fyrir því að horfa í augu þeirra,” sagði Joe með munninn fullan af ravioli. „Mér líst svoleiðis á þær, að það sé nóg að skilja svefnherbergishurðina hjá sér opna.” „Vertu nú ekki svona ruddalegur,” sagði ég. Hann gaut augunum til mín. „Fyrir- gefðu. Er það greifynja, eða markgreif- ynja.semþúáttvon á?” „Ég veit ekki,” svaraði ég. „Hún er ef til vill aðeins lítil götudrós.” Framhald í næsta blaði. I\lú getum við boðið þessi finnsk-hönnuðu sófa- sett með leðuráklæði. Framleiðum þau einnig með áklæðurn eftir eigin vali. Eigum margar tegundir af leðursófasettum. 29. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.